blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 13
blaöiA MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 13 Brasilía: Fálkar herja á auðmenn Svíþjóð: Wallström líklegust „Innan flokksins er mikill vilji til að fá konu til að taka við formennsku af Persson," segir Nalin Pekgul, formaður Lands- sambands jafnaðarkvenna í Sví- þjóð. Göran Persson, fráfarandi forsætisráðherra, lýsti því yfir í kjölfar úrslita þingkosninga að hann hygðist hætta sem for- maður Jafnaðarmannaflokksins. Eftir að Anna Lindh, fyrr- verandi utanrikisráðherra, var myrt árið 2003 hefur ekki verið neinn augljós eftirmaður Perssons innan flokksins, en samkvæmt könnun Sifo er vilji sænsku þjóðarinnar skýr. Margot Wallström, fram- kvæmdastjóri hjá ESB, er sú persóna sem Svíar vilja sjá sem arftaka Perssons. Wallström fær 43 prósent í könnuninni. Framsóknarflokkurinn: Herdís sækir aö Kristni H. Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofn- unar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi. í því sæti situr nú Kristinn H. Gunnarsson. Herdís skipaði þriðja sætið á list- anum fyrir síðustu kosningar en framsóknarmenn náðu þá inn tveimur mönnum. Krist- inn H. var formaður stjórnar Byggðastofnunar og því munu líklegast takast á núverandi og fyrrverandi stjórnarformenn stofnunarinnar. Danskt dagblað: Mælt með íslandsferð mbl.is „Með 6000 krónur myndi ég kæla mig niður. Ég færi til Reykjavíkur í nóvember á vit ævintýranna í landi guðanna,” segir Sophie Hulgard, starfs- maður danskrar ferðaskrifstofu, við fríblaðið Urban í gær. Þar eru nokkrir starfsmenn danskra ferðaskrifstofa spurðir hvert þeir myndu fara ef þeir fengju 6000 danskar krónur, jafnvirði 72.000 króna, til ferðarinnar. „Ég myndi fljúga með Ice- landair á laugardegi og bóka mig inn á Nordica Hótel & Spa í miðborginni. Á sunnudeginum færi ég í ferðalag og skoðaði Bláa lónið, heitu lindirnar við Geysi, Gullfoss og annað það besta sem ísland hefur upp á að bjóða,” segir Sophie meðal annars. Úrillt fálkapar hefur herjað á auð- menn í Ipanema-hverfi í brasilísku borginni Ríó de Janeiro undanfarið ár og hafa fálkarnir valdið á annað hundrað manns meiðslum. Fálk- arnir þykja vera óvenju skæðir og fara íbúar hverfisins vart úr húsi án þess að vera með regnhlíf sér til varnar ellegar hlaupa milli staða og baða út höndum til þess að koma í veg fyrir árásir. Að sögn dagblaðsins 0 Globo eru árásir fálkanna stórhættulegar og fláði meðal annars einn fálkinn hluta af höfuðleðri konu einnar. Grunlaus maður sem varð fyrir barð- inu á öðrum fálkanum hélt að hann hafi orðið fyrir byssuskoti. Luis Ho- norato, sem er dyravörður í byggingu rétt hjá hreiðri fálkaparsins, líkir fálkaárásunum við það að fá dós sem er látin falla úr margra metra hæð ofan á hausinn á sér. Rodrigo Carvalho, sem er líffræð- ingur hjá Náttúruverndunarstofnun Brasilíu, segir ekkert óeðlilegt við árásir fálkanna; þeir séu einungis að reyna að verja ungana sína í hreiðr- inu. Carvalho segir að slíkar árásir séu algengar í fátækrahverfum í borginni og þegar auðmenn lesi um þær í blöðunum þyki þeim það fyndið. En þegar fálkarnir setjast að í þeirra hverfum byrja auðmenn- irnir að kvarta yfir árásum. Talið er að um þúsund fálkapör hafist við I borginni. íbúar Ipanema-hverf- isins hafa beðið slökkviliðið að fjarlægja hreiður fálkanna en það má ekkert aðhafast nema með leyfi umhverfisverndunaryfirvalda. íslenskur fálki Af fregnum að dæma er íslenski fálkinn gæfur mið- að við kollega sína i Ríó de Janeiro.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.