blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöiö Súdönsk stjórnvöld íhuga að leyfa friðargæslu áfram: Afríkubandalagið áfram í Darfúr ■ Ákvarðanatími stjórnvalda að renna út ■ Þátttaka Vesturlanda talin nauðsynleg Kauphöllin seld: Sameinast OMX höllinni Viljayfirlýsing um kaup OMX- kauphallanna á eignarhaldsfélag- inu Verðbréfaþingi hefur verið undirrituð. Eignarhaldsfélagið er eigandi Kauphallar íslands og stefnt er að því að sameina kaup- höllina viðOMX. í tilkynningu segir að kaupin séu skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna og gera OMX að leiðandi evrópskum markaði. Gert er ráð fyrir því að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok árs. OMX er skráð félag í kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaup- mannahöfn og hyggst félagið sækja um skráningu í Kauphöll Islands þegar gengið hefur verið frá kaupunum. Eftir kaupin mun Kauphöll íslands verða markaðs- sett undir merkjum OMX. íbúar Fljótsdalshéraðs: Fjölgaöi um 25 á hálfu ári mbl.is Tuttugu og fimm fleiri fluttu til Fljótsdalshéraðs ann- ars staðar af landinu á fyrra helmingi þessa árs en frá því. Þá fluttu 335 fleiri einstaklingar frá útlöndum til Fljótsdalshéraðs frá áramótum en frá því, sam- kvæmt því sem fram kemur á fréttavefnum Egilsstadir.is. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir þar að ekki sé hægt að fullyrða að íslendingar séu að flytja burt úr héraðinu en útlendingar að flytja þangað. Bæði séu margir erlendir starfs- menn komnir til að starfa tíma- bundið við framkvæmdir vegna álvers og virkjunar og svo flytji íslendingar aftur heim erlendis frá til að setjast þar að. Eftir Örn Armarson om@bladid.net Að sögn ráðgjafa Omars Hassan al-Bashir, forseta Súdan, munu stjórnvöld leyfa friðargæsluliðum Afríkubandalagsins að starfa áfram í Darfúr-héraði eftir að umboð þess til gæslunnar rennur út í lok þessa mánaðar. Talið er að súdönsk stjórn- völd tilkynni þetta í New York á morgun. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Ghazi Salahuddin Ata- bani, ráðgjafa forsetans, að sú- dönsk stjórnvöld muni einnig leyfa friðargæsluliðinu að fá aðstoð frá Vesturlöndum. Að sögn Atabanis hafa súdönsk stjórnvöld áhuga á að skoða svokallaða „Afríkubanda- lagið plús-lausn” á vandanum en í henni felst að Afríkubandalagið verði áfram við friðargæslu en fái aðstoð frá Vesturlöndum í formi þyrlna og eftirlitsbúnaðar. Alþjóðasamfélagið hefur óttast .náttúruhamfarir af mannavöldum” og þjóðarmorð í Darfúr í kjölfar þess að friðargæslulið Afríku- bandalagsins hverfi á brott úr land- inu. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur samþykkt að senda 20 þúsund manna lið til héraðsins en stjórnvöld neita að hleypa því inn í landið þar sem þau telja það brot á fullveldi þess. Ottast er að það sé yfirskin og að stjórnvöld ætli að nota tómarúmið sem skapast við brotthvarf friðargæsluliða til þess að ganga milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. Mikill þrýst- ingur hefur verið á stjórnvöldum að hleypa friðargæsluliðum SÞ til landsins en þau þverneita. Talið er að stjórnvöld séu reiðubúin að ræða „Afríkubandalagið plús- lausn” á málinu til þess að komast hjá frekari þrýstingi. Þrátt fyrir það telja margir áhrifa- menn að eina raunhæfa lausnin felist í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Fram til þessa hefur friðargæslulið Afríkubandalags- ins reynst vanmáttugt við að bæla niður ofbeldi í héraðinu. I viðtali við útvarpsstöðina Europe 1 á dög- unum sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, að Afríkubandalagið gæti ekki tryggt frið í héraðinu. Þar af leiðandi fælist eina lausn málsins í að senda lið á vegum SÞ til landsins. Fleiri leiðtogar taka í sama streng. Hins vegar standa sú- dönsk stjórnvöld fast á sínu. Talið er að tíminn sé að renna út og síðasti möguleikinn til þess að fá súdönsk stjórnvöld til að skipta um skoðun sé í þessari viku en leiðtogar heimsins eru nú í New York-borg í tengslum við fundarhöld vegna alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna. Öll spjót standa á kínverskum stjórn- völdum en sökum mikilla beinna fjárfestinga í landinu hafa þau tölu- vert áhrifavald yfir stjórnvöldum í Súdan. Fram til þessa hafa þau ekki viljað beita sér í málinu og ólíklegt er talið að afstaða Súdana muni breytast án inngrips Kínverja. Um tvær milljónir manna eru á vergangi í héraðinu í kjölfar átaka sem hófust 2003 þegar íbúar hér- aðsins tóku upp vopn gegn stjórn- völdum landsins sem eru leidd af aröbum. Þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir friðarsamkomulag í maí hefur ofbeldisverkum í héraðinu fjölgað að undanförnu. Starfsmenn erlendra hjálparsamtaka segja að geta þeirra til að sinna mannúðar- málum á svæðinu hafi aldrei verið jafn takmörkuð og nú. Súdanar í Miðgarði Á sunnudag var efnt til samkomna í borgum víða um heim til þess að vekja athygli á hinu nöt- urlega ástandi í Darfúr-héraði ÍSúdan. Myndin er tekin á samkomu sem fór fram í Central Park ÍNew York. ' á laugardögum Auglýsingasiminn er 510 3744 Sjónvarpsútsending í Svíþjóð: Sýndi fingurinn í beinni Lars Ohly, formaður Vinstri var verið að ræða úrslit þingkosning- tækisins, þegar komið var inn á flokksins í Svíþjóð, sýndi starfs- anna í Svíþjóð. „LarsOhlygerireins útkomu Vinstri flokksins í kosning- manni ráðgjafafyrirtækisins United og allir kommúnistar og úthúðar unum. Ohly setti þá vatnsglasið sitt Minds fingurinn í beinni útsend- öllum þeim sem hugsa öðruvísi á borðið og sýndi henni fingurinn. inguíumræðuþættiásjónvarpsstöð- en þeir,“ sagði Marie Söderqvist Ohly hefur þegar beðist afsökunar á inni TV4 á mánudaginn. I þættinum Tralau, starfsmaður ráðgjafafyrir- athæfinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.