blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ætlar þu að bjóða á móti Ingva Hrafni? „Nei, ég ætla ekki að gera það. Ég veit nefnilega hvernig er að reka svona dæmi. Ég hef alltaf sagt að NFS sé vitlaust byggð upp. Það þýðir ekkert að fara með útvarpsefni inn i sjónvarp." Arnþrúdiir Karlsdóttir, cigamii Utvarps Siign Greint var frá því i gær að Ingvi Hrafn Jónsson fjöl- miðlamaður væri tilbúinn til þess að kaupa NFS, fari svo að rekstri verði hætt. HEYRST HEFUR... Bókmenntagúrúar eru löngu byrjaðir að velta fyrir sér yfirvofandi jólabókaflóði og hvað beri þar hæst. Margir binda vonir við ungskáldið geðþekka, Hauk Má Helgason, sem getið hefur sér gott orð fyrir ljóð sín en hann mun gefa út sína fyrstu skáldsögu í fullri lengd hjá hinu kraftmikla forlagi Nýhil nú i haust. Segja kunnugir að hér sé um að ræða metnaðarfullt og áhugavert skáldverk sem komi til með að rata í fjöl- marga pakka fyrir þessi jól. Hinn góð- kunni sjónvarps- maður, Sigmar Guð- mundsson, sem stendur vaktina í Kastljósinu heldur úti bloggsíðu sem hann uppfærir reglulega. Þar má oft finna hnyttnar færslur og er ekki laust við að lesendur hans hafi brosað út í annað í gær þegar þar var að finna opið bréf sem stílað var til Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Hljóðar niðurlag bréfsins svo: „Ekki væri úr vegi, kæri Páll, að bæta tómstunda- aðstöðuna á kaffistofunni þar sem starfs- menn þinir sitja löngum stundum á meðan fréttamenn annarra sjónvarps- stöðva styrkja grunnstoðir lýðræðisins. Kæri Páll, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur." Ekki þarf að brjóta heilann lengi um hvað hefur orðið Sigmari innblástur við þessi skrif... Kristbjörn Helgi Björnsson Stundar einkum bandí og fótbolta þegar tími gefst til Biaöid/Frikki Byltur og bolabrögð Kristbjörn Helgi Björnsson stendur í stórræðum þessa dagana en hann er nýtekinn við viðamiklu embætti ritstjóra Stúdentablaðsins. Fyrsta blað vetrarins mun líta dags- ins ljós á föstudaginn og er mikil eft- irvænting í herbúðum aðstandenda og annarra tryggra.lesenda Stúdenta- blaðsins. Kristbjörn Helgi segist ekki hafa haft mikinn tima aflögu síð- ustu vikur til að sinna likamsrækt og spá í mataræði. „Ég vildi að ég hefði fleiri lausar stundir til þess að velta þessum málum fyrir mér enda er hverjum manni hollt að rækta sál og líkama. Ég legg einkum stund á tvær iþróttagreinar, bandí og fót- bolta sem ég iðka jöfnum höndum.“ Bandí verður að teljast harla óvenju- leg íþróttagrein og hrýs liklega mörgum hugur við að demba sér í þann leik enda sársaukafullt að láta slá sig með þeim kylfum sem þar eru brúkaðar. „Ég hef vissulega hlotið nokkur meiðsli og góðar byltur þegar leikar æsast en maður reynir að forðast þau eftir bestu getu,“ segir Kristbjörn og kímir. „Svo skrepp ég í innanhússfótbolta einu sinni í viku með skólafélögum mínum og það eru alltaf skemmtilegar samveru- stundir þó fótboltinn sem þar er iðk- aður sé ekki sérlega fágaður og sumir beiti bolabrögðum.“ Kristbjörn segir vinnuna við þetta fyrsta tölublað Stúdentablaðsins hafa gengið vel. „Ég hef verið ákaf- lega heppinn með samstarfsfólk. öll ritstjórnin hefur staðið sig eins og hetjur og skilað sínu með stakri prýði. Þegar maður hefur gott fólk með sér eru allir vegir færir og við erum ánægð með þetta fyrsta blað okkar. Við leggjum áherslu á að fjalla um mál sem tengjast beint eða óbeint málefnum Háskólans og tengja það út í þjóðfélagið." Það kennir ýmissa grasa í Stúdentablaðinu sem mun skríða ylvolgt úr prentvélunum í vik- unni. Þar mun meðal annars verða fjallað um lokaverkefni nemenda, púlsinn tekinn á Stúdentaleikhús- inu og lánasjóðsmál sem eðlilega eru stúdentum hugleikin. Ritstjórinn nýráðni er fullur tilhlökkunar. „Ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til vetrarins enda er fátt skemmti- legra en að stýra vandaðri skútu með góðri áhöfn,“ segir Kristbjörn kátur með nýja starfið. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 1 9 5 6 2 3 7 4 2 4 3 7 8 9 5 6 1 5 6 7 3 1 4 8 9 2 7 5 4 8 2 3 9 1 6 6 3 1 9 4 5 2 8 7 9 8 2 1 7 6 4 3 5 3 9 6 4 5 7 1 2 8 4 2 8 6 9 1 7 5 3 1 7 5 2 3 8 6 4 9 3 8 1 2 9 4 7 5 6 6 7 2 5 1 3 8 4 9 5 4 9 6 7 8 3 1 2 7 2 4 9 3 5 1 6 8 8 1 3 7 4 6 9 2 5 9 5 6 8 2 1 4 3 7 1 9 8 3 5 2 6 7 4 2 3 7 4 6 9 5 8 1 4 6 5 1 8 7 2 9 3 eftir Jim Unger 11-12 © Jim Ungor/dist. by United Media, 2001 Pabbi, fæ ég vasapeningana mína eða hvað? A förnum vegi Fylgist þú með fréttum? Borgar Árnason grafískur hönnuður „Maður reynir að fylgjast með en annars er þetta alltaf sama svartnættið." Tanja Dögg Guðjónsdóttir nemi„Ég fylgist eiginlega ekkert með þeim en maður les stundum blöðin.“ Steinunn Birgisdóttir nemi „Já, ég fylgist með fréttum og það má oft hafa gaman af þeim.“ Marteinn Árni Ellertsson nemi „Maður horfir á þær dag- lega en ég myndi seint kalla mig fréttafíkil." UIKF^ Bjarki Atlason nemi „Ég horfi voðalega lítið á þær.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.