blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 17
blaðið MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 17 Yoko Ono: Gestur kvik- myndahátíðar mbl.is Yoko Ono verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík þann 8. október og kynnir myndina Bandaríkin gegn John Lennon. Ono mun einnig kynna stuttmyndina Onochord sem verður sýnd á undan sýningunni á Bandaríkj- unum gegn John Lennon þann sama dag. „Bandaríkin gegn John Lennon segir sanna sögu þess hvernig ríkisstjórn Bandaríkj- anna reyndi hvað hún gat til þess að þagga niður í John Lennon, sem var ekki ein- ungis ástsæll tónlistarmaður heldur einnig táknrænn boðberi friðar,” að því er segir í fréttatilkynningu. Framboösmál: Árni Páll vill í forystusveit Árni Páll Árnason lögfræð- ingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Prófkjör flokksins fer fram 4. nóvember. Árni er sérfræðingur í Evrópurétti og var meðal ann- ars ráðgjafi Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum og starfaði í utanríkisþjónustunni 1994-1998. Árni er fertugur og uppalinn í Kópavogi. Forseti íslands: Columbia og Orkuveitan Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær fund með dr. Jeffrey Sachs, aðalráðgjafa Kofis Annans í þróunarmálum. Forsetinn og Sachs ræddu um baráttu og aðgerðir gegn fátækt í veröldinni og áhuga Sameinuðu þjóðanna á hugsan- legri framleiðslu og dreifingu íslenskra aðila á alnæmislyfjum til Afríku. Sachs, sem er einnig forstöðu- maður Earth Institute við Col- umbia-háskólann í New York, og forseti Islands höfðu forgöngu um að tengja saman Orkuveitu Reykjavíkur, vísindamenn við Háskóla Islands og Columbia-há- skólann í sameiginlegu tilrauna- verkefni um bindingu koltvíox- íðs í jörðu og á fundinum var framkvæmd verkefnisins rædd. Einnig var á fundinum rætt um nýtingu jarðhita í austanverðri Afríku og hvernig samvinnu íslenskra fyrirtækja og stofnana við verkefnið gæti verið háttað. Umferöarstofa: Sektir hækki og lengri svipting Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net „Okkur hugnast hugmyndin um tekjutengdar hraðasektir mjög vel,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. „Þetta hefur verið reynt í Danmörku og Finnlandi með góðum árangri." Það segir sig sjálft að sögn Einars að sektir verði að útfæra á þann hátt að þær snerti alla jafnmikið . „Maður með háar tekjur finnur ekki mikið fyrir 40 þúsund króna sekt sem menn eru látnir sæta fyrir að aka á 140 kílómetra hraða, en tekjulægri maður finnur auðvitað mun meira fyrir því.“ Einar segir að innan Umferðar- stofu hafi verið rætt um þessa hug- mynd, sérstaklega þegar um er að ræða alvarleg brot. „Við vildum líka sjá að þeir sem eru uppvísir að alvar- legum brotum missi ökuréttindin og þeim verði gert að sitja námskeið og þreyta ökupróf aftur. Þetta er gert víða á Norðurlöndum. Það er allt of mikið umburðarlyndi í þeim efnum.“ Aðspurður hvort hann telji koma til greina að svipta menn ökuleyfinu í lengri tíma en nú tíðkast tekur hann undir það. „Það er fráleitt að mínu aævilöng svipting sé aðeins til fimm ára Einar Magnús Magnús- mati að menn sem sviptir hafa verið ökuleyfinu ævilangt fái endurnýjun á ökuleyfinu aftur og aftur, eins mér skilst að dæmi séu um,“ segir Einar. Sérfræðingur hjá Umferðarstofu, staðfesti það í samtali við Blaðið að dæmi væru um að menn hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt ít- rekað. „Ævilöng ökuleyfissvipting er aðeins til fimm ára. Menn eru því aldrei dæmdir alveg frá réttindum.1 Hann segir að ævilöng svipting komi sjálfkrafa eftir tvö eða fleiri brot. „Eftir að menn hafa tekið út þetta fimm ára bann geta þeir sótt um ökuréttindin aftur og þá gerist það sjálfkrafa.“ Þetta hefur það í för með sér að ökumenn geta jafn- vel verið með nokkrar ævilangar s viptingar á bakinu. „Ég man eftir dæmi um mann sem hafði verið sviptur ökuleyfinu ævilangt sjö sinnum í það heila,“ segir sérfræðingurinn. tTAUA Nýt it á íslandi l?€U*£firÁ, tTAUA tTAUA Tomatmauk só4>urrkuftum tómötu tTAUA tTAUA ■_■ ÍTAUA m.a Spennandi nýjungar! HAGKAUP Skew*£iUgA.ft 3 verfL*.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.