blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 30
blaðið Manchester City á í vandræðum með mann- skapþessa dagana en markvörðurinn Andreas Isaksson sem keyptur var frá Rennes í sumar og varnarmað- urinn sterki Hatem Trabelsi eru báðir meiddir og verða frá í þrjár vikur í það minnsta. Þá á Ousmane Dabo eftir að taka út tvo leiki af þriggja leikja banni sem hann var dæmdur í eftir að hann sá rautt í 1-0 tapi City gegn Reading um næstsíðustu helgi. Manchester City hefur byrjað leiktíðina illa og situr í 17. sæti með aðeins fjögur stig eftir fimm leiki. Bandaríski auðmaður- inn Randy Lerner hefur enn aukið hlut sinn í Aston Villa og á nú 89,69 prósenta hlut í félaginu. Ef Randy eignast 90 prósent í félag- inu á hann rétt á að kaupa tíu prósentin sem eftir standa og tekur því félagið yfir að fullu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði við bresku pressuna í gær að ástæðan fyrir slakri byrjun liðsins á tímabilinu væri timbur- menn eftir heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu í sumar. „Það voru margir ungir leikmenn frá Arsenal í Þýskalandi í sumar og það hefur tekið þá þennan tíma að jafna sig eftir keppnina,” sagði Wenger. I tjóri . Manc- "hester United, Alex Ferguson, segir ekki ástæðu til að óttast tognun Ryans Giggs aftan í læri en Giggs hefur í gegnum árin oftar en einu sinni tognað aftan í læri og verið frá í lengri tíma. „Þetta er í fyrsta sinn sem Giggs tognar aftan í hægra læri svo hann ætti ekki að vera lengi að jafna sig,” sagði Ferguson sem má illa við að missa Wales- manninn úr liðinu sem hefur spilað frá- bærlega V' átíma- bilinu. Breska slúðurtímaritið The Sun er duglegt við að birta kafla úr bókum knattspyrnumanna sem gefa út ævisögur sínar hálfþrítugir að aldri. Sú nýjasta er bók Rios Ferdinand þar sem hann fjallar um skróp sitt í lyfjaprófinu og myndina sem tekin var af honum með Peter Kenyon, stjórnarformanni Chelsea. „Ég hélt ég yrði seldur þegar myndin birtist af mér í blöð- unum með Peter Kenyon. Ég hef aldrei séð Ferguson svona reiðan eins og þegar hann kall- aði mig á fund sinn daginn eftir. Ég vissi að ég heíði brotið af mér og gat engu svarað öðru en því að ég vUdi skrifa undir samning hjá United,” sagði Ferdinand. UEFA skorar á ensk stjórnvöld: Setja strangari ramma um eignaraðild ■ Rússar og Kanar eignast ensk fótboltalið ■ írani vili West Ham Síðan Roman Abramovic yfirtók Chelsea árið 2003 hafa tvö úrvals- deildarlið til viðbótar verið tekin yfir af erlendum fjárfestum og stöðugt eru sögusagnir á kreiki um væntanlegar yfirtökur, þær nýjustu að Arsenal verði fljótlega tekið yfir af rússneskum auðkýfingi og að West Ham verði brátt í eigu íransks fjölmiðlakóngs. Bandaríski milljarðamæringur- inn Randy Lerner jók enn hlut sinn í Aston Villa í vikunni og á nú yfir 90 prósenta hlut í félaginu. Sömuleiðis hefur bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í Manchester Un- ited síðan hann eignaðist meirhluta í apríl í fyrra og á nú 98 prósenta hlut í félaginu. Glazer vantar því að- eins tvö prósent upp á að eiga Manc- hester United aleinn, sem enskir spekúlantar reikna með að verði í höfn innan nokkurra mánaða, án þess að hafa stigið fæti á Old Traf- ford. Hundrað prósent eignar- aðild Glazers á Manchester United myndi þýða að hann þyrfti ekki að halda hluthafafundi til að ræða mál- efni félagsins, þar eð hann væri eini hluthafinn og þyrfti ekki að taka til- lit til annarra. Malcolm Glazer, eigandi Manchester United Hefur aldrei stigið fæti á Old Trafford en á félag- ið að 98 prósentum Andstaða aðdáenda Yfirtökur auðkýfinga á enskum fé- lagsliðum hafa mætt mikill andstöðu meðal aðdáenda félaganna, sem líta svo á að verið sé að færa félögin úr höndum þeirra sem láta sér annt um félögin í hendur erlendra og fjand- samlegra aðila sem þekkja hvorki til né skeyta nokkuð um hinn sanna anda félagsins. Aðdáendur Manc- hester United gripu til sama ráðs og áhangendur Wimbledon gerðu fyrir nokkrum árum, að stofna nýtt lið, hefja keppni í neðstu deild og reka fé- lagið á svipaðan hátt og líknarfélag þar sem enginn græðir. Einhverjir aðdáendur fagna þó yf- irtökunum, vitandi að miklu meiri v mk. . I - -Asjit Roman Abramovic, eigandi Chelsea Á Chelsea að fullu og hefur haft budduna opna frá komu sinni til Stamford Bridge peningar verða til skiptanna sem þýðir að félögin verða samkeppnis- hæf við þau auðugustu um leikmenn og geta vænt þess að staða þeirra á stigatöflunni vænkist. UEFA gagnrýnir þróunina Evrópska knattspyrnusambandið lýsti í byrjun septembermánaðar yfir áhyggjum sínum af þessari þróun í ensku knattspyrnunni og skoraði formlega á ensk stjórnvöld að rann- saka lagalegan grundvöll fyrir yf- irtökum af því tagi sem viðgengist hafa í Englandi síðan Abramovic yfirtók Chelsea 2003. Þróunin færi í öfuga átt við það sem æskilegt væri, sem er að félögin komist í eigu Randy Lerner, eigandi Aston Villa Á yfir 90 prósent ÍAston Villa þeirra sem láta sig ekki einungis fjárhagslegt gengi félaganna varða heldur fyrst og fremst velgengni þeirra inni á vellinum. Bresk stjórn- völd hafa svarað þvi til að engar sér- stakar reglur gildi um eignaraðild á knattspyrnufélögum og að þau geti ekkert aðhafst meðan eigendur félaganna fari að lögum sem gilda um bresk fyrirtæki. fkjölfar tilmæla evrópska knattspyrnusambandsins hafa stjórnvöld í Bretlandi þó sett í gang rannsókn á því hvort aðrar reglur skuli gilda um eignaraðild að íþróttafélögum. En á meðan engar reglur eru settar er markaðurinn op- inn og lítið stendur í vegi fjárfesta að eignast eitt enskt knattspyrnufélag. Alþjóðlegt gæðavottunarfyrirtæki tekur út starfsemi KSÍ: Umhverfi efstu deildar hefur batnað til muna Fulltrúar frá alþjóðlega vottun- arfyrirtækinu SGS eru staddir á íslandi í dag og gera víðtækt mat á leyfiskerfi KSÍ. „Þeir eru að skoða hvort KSl fylgi leyfishandbók UEFA sem innleidd var fyrir skömmu, sem er eins konar reglugerð um leyfismál,” segir Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ. „Til að KSÍ veiti félögum i Landsbanka- deildinni keppnisleyfi þurfa þau að uppfylla ákveðnar kröfur sem settar eru af UEFA. Þessar kröfur taka aðallega til áhorfendaaðstöðu, mannvirkja, fjármála og aðstæðna til knattspyrnuiðkunar.” Geir segir að KSÍ hafi innleitt leyfishandbók UEFA inn í starfsemi sína árið 2003 og að allt umhverfi efstu deildar hafi breyst til mikils batnaðar síðan. „Síðan leyfishandbók UEFA var innleidd í efstu deild á íslandi árið 2003 hefur allt umhverfi deildar- innar og liðanna batnað til muna, fyrir utan hversu miklu betur er haldið utan um fjármál félaganna nú,” segir Geir sem enn hefur ekki þurft að meina félögum um keppnis- leyfi í efstu deild. Handbók UEFA hefur hingað til aðeins verið innleidd í efstu deild en KSÍ vinnur nú að því að taka upp sama leyfiskerfi i fyrstu deild. Geir Þorsteinsson, framkvæmda stjóri KSÍ Segir knattspyrnufélög betur rekin eftir innleiðingu handbók- ar UEFA.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.