blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöi6 UTAN ÚR HEIMI NORÐUR-KÓREA Frekari þvinganir Stjórnvöld í Japan og Ástralíu ætla að grípa tll frekari þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreumönnum vegna þróunar stjórnvalda á langdrægum eldflaugum. Frysta á allar peningasendingar til hópa sem eru taldir vinna að kjarnorkuáætlun og eldflaugaáætlun landsins. Varar við árás á íran Hugo Chavez, forseti Venesúela, varaði umheim- inn við alvarlegum afleiðingum hernaðaraðgerða gegn klerkastjórninni í Teheran. Chavez sagði í gær að Venesúela myndi hætta öllum olíuvið- skiptum við Bandaríkjamenn verði ráðist á (rana. FRAKKLANP Frakkar fitna víst - konurnar líka Einn þriðji frönsku þjóðarinnar er yfir kjörþyngd og berst við offitu samkvæmt könnun sem var gerð fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu. Tæplega sex milljónir Frakka eiga við alvarlegan offituvanda að stríða. Er það um 2,3 milljónum fleiri á níu ára tímabili. Vandinn er sérstaklega áberandi hjá hópum sem hafa lægri tekjur. Ítalía: Vitgrannur þjófur Þjófur 1 Mílanó á ftallu gaf sig óvart fram við lögreglu í kjölfar þess að hann hringdi í farsima sinn til þess að hafa upp á honum. Þjófurinn hafði rænt tæplega áttræða konu en í hama- ganginum missti hann farsíma sinn í jörðina án þess að gefa þvi gaum. Eftir að þjófurinn hvarf á braut tók konan upp símann og lét hann í hendur lögreglu á sama tíma og hún tilkynnti ránið. Stuttu síðar hringdi þjóf- urinn til þess að komast að því hvar síminn væri niðurkominn. Lögreglan notaði tækifærið og mælti sér mót við manninji og handtók hann. Þjófinum var sleppt úr fang- elsi á dögunum þegar stjórnvöld náðuðu fjölda glæpamanna vegna yfirfullra fangelsa í landinu. Þegar maðurinn vitjaði símans hafði hann rænt aðra gamla konu og kom akandi á stolinni vespu. Sonur Tolkiens semur: Klárar verk fööur síns Skáldsaga sem enski sagnaþul- urinn J.R.R. Tolkien lauk aldrei við, The Children of Hurin, hefur verið búin til útgáfu og verður gefin út vorið 2007. Tolkien hóf að skrifa söguna árið 1918 en gaf verkið upp á bát- inn. I sögunni bregður fyrir per- sónum sem einnig koma fyrir í Hringadróttinssögu. Kaflar úr sögunni hafa áður komið fyrir almenningssjónir en síðustu þrjátíu ár hefur sonur Tolkiens, Christopher Tolkien, búið sög- una til lokaútgáfu. ■ 53. gr. Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Fram- færslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. ■ 57.gr. Meðlag skal ákveða með hliðsjón af þörf- um barns og fjárhagsstöðu og öðrum hög- um beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Geysilega mikilvægt er að endur- skoða núverandi fyrirkomulag með- lagsgreiðslna. Núverandi kerfi er löngu orðið úrelt,” segir Gísli Gísla- son, formaður Félags einstæðra feðra, aðspurður umþriðjung meðlagsgreið- enda sem eru í greiðsluerfiðleikum og skulda 11,5 milljarða. Hann segir meðlagsgreiðslur hærri hér en í ná- grannalöndunum og ekki sé hægt að fá lágmarksupphæð lækkaða þrátt fyrir lakar tekjur greiðanda. „Víða skiptist framfærslukostn- aður barna eftir tekjum foreldra. Ef meðlagsgreiðandi hefur lágar tekjur lækka mánaðarlegar meðlags- greiðslur í samanburði en slíkt ger- ist ekki hér á landi,” segir Gísli. „Til viðbótar er meðlagsupphæðin alveg óháð umgegni þannig að ef greið- andi hefur mikinn umgengnisrétt þá lækkar meðlagsgreiðslan ekki til móts við slíkt.” Herða skal viðurlög Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins og Núverandi meðlagskerfi er löngu orðið úrelt. Gísll Glslason, formaður Félags ábyrgra feðra nefndarmaður í félagsmálanefnd, er hissa á því hversu margir meðlags- greiðendur eru á vanskilaskrá og telur eðlilegt að herða viðurlög við vanskilum. „Mér finnst meðlagsgreiðslur á Is- landi ekki vera háar. íslenskir feður eiga ekki að geta kvartað yfir þessu,” segir Magnús Þór. „Hugsanlega er ekki gengið nógu hart eftir því að innheimta þessi gjöld. Lágar tekjur útskýra ekki eingöngu þessi miklu vanskil og sumir hljóta að forgangsr- aða vitlaust. Hertar innheimtuað- gerðir gætu verið til þess fallnar að aga menn betur.” Neðanjarðarhagkerfi staðreynd Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndar- maður í félagsmálanefnd, segir mála- flokkinn viðkvæman. Eðlilegt að tekju- tengja meðlags- grelðslur hér á landi. Magnús Þ. Hafsteinsson Þingmaður Frjálslynda flokksins „Staða meðlagsgreiðenda er grafal- varleg og stöðu þeirra verst settu þarf að bæta. Það getur eklci verið þjóðfé- lagslega hagkvæmt að hluti þegnanna geti ekki tekið þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti,” segir Birkir Jón. „I ljósi bágrar skattalegrar stöðu greiðenda neyðast sumir þeirra til að stunda svarta atvinnustarfsemi.” Magnús Þór er sammála Birki Jóni um að taka þurfi málið sérstaklega fyrir og skoða leiðir til úrbóta. „Með- lagið ætti að tekjutengja hér á landi að mínu mati. Slíkt þekkist víða í nágrannalöndunum og ég tel brýnt að félagsmálanefnd skoði þessi mál betur. Foreldrar verða að borga með sínum börnum,” segir Magnús Þór. Brot á lögum Gísli vísar til barnalaganna en í þeim er þess sérstaklega getið að Sumirþeirra neyðast til að stunda svarta atvinnustartsemí. Birkir Jón Jónsson Þingmaður Framsóknarflokkslns framfærsla barns skuli ákveðin með hliðsjón af fjárhagsstöðu og högum beggja foreldra. „Miðað við hinabágu stöðu meðlags- greiðenda veltir maður því fyrir sér hvort fyrirkomulagið sé í raun brot á ákvæðum barnalaganna,” segir Gísli. „Ofan á allt saman þá njóta forsjár- lausir foreldrar ekki sömu skattalegu réttinda því þeir flokkast sem barn- lausir einstaklingar. Báðir foreldrar hafa hins vegar sömu framfærslu- skyldu og eiga þeir því einnig að hafa sömu skattalegu stöðu.” Birkir Jón tekur undir með Gisla um að úrbætur séu nauðsynlegar og segir margt skynsamlegt í umræðu Félags ábyrgra feðra. „Úrbóta er þörf í þessum mála- flokki því hér er um hreint jafnrétt- ismál að ræða og því nauðsynlegt að taka málið fyrir,” segir Birkir Jón. Komatsu skotbómu- lyftarar á la Komatsu WH609með göttlum, sKúflu og hliðarfærslu. KomatsuWH714 meðgöfflum, skófluog hlíðarfærslu. Frekarlupp- lýsingarhiá sölumönnum Krattvéla etif 535-3500 KomatsuWH716 meðgöfflum, skófluog mannkörfu. Mótmælin 1 Ungverjalandi: Forsætisráðherra stendur keikur Ferenc Gyurscaný, forsætisráð- herra Ungverjalands, neitar að segja af sér og kallaði mótmælin í Búda- pest aðfaranótt þriðjudags „lengstu og myrkustu nótt lýðveldisins”. For- sætisráðherrann sagði í gær að hart yrði tekið á ofbeldisseggjum í röðum mótmælenda og óreirðir yrðu ekki liðnar af yfirvöldum. Mótmælin voru verstu óeirðir í landinu frá falli kommúnismans og er talið að um 150 manns hafi slasast. Þúsundir manna flykktust út á götur Búdapest á mánudag og mót- mæltu fyrir utan þinghúsið og höf- uðstöðvar ríkissjónvarps landsins í kjölfar þess að fjölmiðlar spiluðu hljóðupptöku af fundi Gyurscany með samráðherrum sínum þar sem hann viðurkennir að hafa logið til um efnahagsástand landsins til þess að auka líkurnar að flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, myndi sigra í þingkosningunum og að ríkisstjórn hans hafi ekki gert neitt af viti síð- ustu tvö árin. Áður en hljóðupptakan var leikin í fjölmiðlum var töluverð spenna á meðal borgara vegna niður- skurðaráætlunar ríkisstjórnarinnar. Mótmælin fóru úr böndunum þegar fólk tók að grýta og gera áhlaup á höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins og kveikja I bílum. Lögreglan hafði náð tökum á ástandinu i gærmorgun. Varist áhlaupi Ungversk óeirðalög- regla fyrir framan höfuöstöðvar ríkis- sjónvarpsins aðfaranótt þriöjudags

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.