blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaðiö VEÐRIÐ í DAG Á MORGUN VÍÐA UM HEIM Hvasst Gengur í norðaustanátt, þrettán til átján metra á sekúndu. Rigning suðaustan- lands eftir hádegi en annars mun hægari og víða bjart. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands, en svalast á annesjum norðantil. Hægir Norðaustan átta til þrettán metrar á sekúndu, en hægari síðdegis. Oálítil væta norðan- og austanlands en bjartviðri um landið suðvestanvert. Lítið eitt kólnandi veður. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 27 20 27 20 9 17 19 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 16 New York 17 Orlando 16 Osló w Palma m París 27 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 17 24 14 26 22 17 10 Dæmdur í þriggja mánaða fangelsisvist: Særði föður sinn lífshættulega Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að stinga föður sinn svo að af hlutust lífshættulegir áverkar. í dómnum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær kemur fram að það hafi verið „hundaheppni" að ekki fór verr. Rót árásarinnar má rekja til þess að faðir piltsins og móðir voru að skilja vegna framhjáhalds föðurins. Feðgarnir rifust heiftarlega vegna þess og það endaði með því að faðir piltsins réðst á hann og veitti honum smávægilega áverka. Faðirinn fór svo á veitingastað- inn Kaffisetrið og pilturinn á eftir honum. í dómsorði segir að piltur- inn hafi fylgt honum með það að markmiði að meiða hann. Á Kaffisetrinu hélt rifrildið áfram inni í eldhúsi en faðir piltsins rak staðinn ásamt móður hans. Deilur þeirra mögnuðust svo úr varð að pilturinn stakk hann lífshættulega í síðuna. í dómsorði segir að pilturinn telj- ist óvenju óharðnaður og saklaus miðað við aldur og fangelsisvist geti verið honum skaðleg. Pilturinn er búinn að vera í gæsluvarðhaldi síðan 17. júní og mun það dragast frá refsingu hans. Stakk föður sinn Pilturinn þótti óvenju óharönaður og saklaus miö- aö viö aldur □ c Jmjólk Hugsaðu um heilsuna oghafðu línurnar í lagi! Lögreglan: Með loftbyssu í skólanum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af grunnskólanema sem var með loftbyssu í skólanum. Nemandanum tókst að skjóta tvo skólafélaga og marðist annar þeirra. Sagði grunnskólaneminn við lögregluna að það hafi verið óviljaverk. Skólayfirvöld lögðu hald á byssuna og vill lögregla koma því á framfæri að loftbyssur geta verið stórhættulegar. Trúlaus kona skráð kaþólsk í tuttugu ár: Kaþólska kirkjan Kaþólski söfnuö- urinn hefur verið lengi á Islandi og er nokkuð stór, en þó einum fámennari ídag Kína: Frjósamar pöndur Risapandan Zhangka heldur á nýfæddum húni í risapönduat- hvarfinu í Wolong í Sichuan-hér- aði í suðvesturhluta Kína. Sxtán pöndur í athvarfinu í fyrra og er vonast til að þær verði fleiri í ár. Talið er að um þrjú þúsund pöndur lifi villtar í Kína en áður var talið að þær væru aðeins tæplega 1600. Kaþólikki fyrir mistök ■ Veriö trúlaus frá átta ára aldri ■ Trúin ákveðin fyrir hana ■ Trúarbrögð ályktuð út frá heimshlutum Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Það var fyrir tilviljun sem ég komst að því að ég væri skráð í vitlaust trú- félag,“ segir Karólína Geirsdóttir en hún var skráð sem kaþólikki í þjóð- skrá Islands í tuttugu ár án hennar samþykkis. Karólína er hollensk og hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Hún segist hafa þurft að útrétta á Hagstofunni þegar hún ákvað fyrir MEÐLAGSGREIÐENDUR Meðlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað forvitnissakir að spyrja hvort hún væri skráð í eitthvert trúfélag. Þá kom í ljós að hún hafði verið kaþ- ólsk síðan hún flutti til íslands. „Þegar ég spurði af hverju ég væri skráð kaþólsk var mér sagt að það hefði bara verið ákveðið á sínum tíma,“ segir hún og bætir við að henni hafi orðið heitt í hamsi þar sem hún hafi verið trúlaus frá átta ára aldri og verið afar ákveðin í þeirri sannfæringu. Karólína segir það súrt í brotið að hún hafi borgað skatt í trúfélag í tutt- ugu ár og ekki sé hægt að leiðrétta það. Hún hafi beðið um að féð færi í þann sjóð sem hún taldi sig borga í en því var hafnað á staðnum. Að sögn Karólínu þótti henni sár- ast að aldrei hafi verið spurt um trúfélag þegar hún kom til Islands. Hún fékk aldrei að vita í hvaða trú- félagi hún væri enda þarf að fara sér- staklega niður á Þjóðskrá til þess að fá þær upplýsingar og eru þær ekki gefnar upp í síma. Hún segir að þegar hún spurði hvernig stæði á því að hún væri skyndilega orðin kaþólsk frekar en eitthvað annað, verandi frá Hol- landi, þá varð fátt um svör. „Ég veit ekki alveg hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu að -Sw jy Trúlausi kaþólikkinn Karóiina Geirs- dóttir var skráður kaþólikki í rúm tuttugu ár án sinnar vitneskju Hollendingar væru upp til hópa kaþ- ólskir, kannski drógu þeir ályktun út frá því að hollenskar nunnur eru búsettar hér á landi," segir hún hlæj- andi en bendir á að það séu náttúr- lega rúm tuttugu ár liðin síðan menn gerðu þessi mistök. Skúli Guðmundsson, skrifstofu- stjóri Þjóðskrár, segist kannast við atvikið en man ekki eftir öðru eins. „Þetta er einsdæmi og getur ekki gerst í dag.“ Skúli segir að upp hafi komið örfá mál varðandi Frlkirkj- una en þá voru sóknarbörn hennar skráð í þjóðkirkju vegna þess að þau fluttu úr umdæmum Fríkirkjunnar. Það breyttist hins vegar 1991. Samkvæmt Skúla var það fyrir- komulag fyrr á árum að Þjóðskrá ályktaði trúarbrögð út frá þeim heimshluta sem fólk bjó i en þvi fer fjarri að slíkt sé við lýði í dag. Að hans sögn er þó ekki ómögulegt að Islendingar af erlendu bergi brotnir sem hafa verið búsettir hér síðan fyrir 1990 séu enn skráðir í vitlaus trúfélög. Aðspurður hvort dæmi séu um að einstaklingar úr öðrum íslenskum trúfélögum hafi dottið inn í önnur trúfélög án þeirra vit- undar segir hann að slíkt hafi ekki gerst. Skúli segir fyrirkomulagið þannig að þeir innflytjendur sem koma til landsins séu ekki settir í nein trúfélög. Þeir eru óskilgreindir í trú þar til þeir ákveða sjálfir sér- staklega annað. Þangað til rennur skattur þeirra til Háskóla íslands. Því ættu mistök sem þessi að vera nær ómöguleg. Hann vill einnig taka það sérstak- lega fram að þetta mál er einstakt tilfelli og því ekki ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta. Einnig er rétt að benda á að fólk getur ekki fengið eigin persónuupplýsingar úr Þjóðskrá símleiðis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.