blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 28
3 6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöiö heimili heimili@bladid.net Fullkomin haustkvöld Það er huggulegt að iifga upp á tilveruna með kertum, einmitt þegar farið er að dimma. Kertin fylla húsið af yl, birtu og rómantik sem er fullkomin blanda á haustkvöldum. Rigning heima við Það er engu öðru líkt að fara í rigningarsturtu heima við enda hressandi og náttúrlegt. Alvöru rigning í baðherberginu Undanfarin misseri hafa stórir sturtuhausar verið mjög vinsæl- ir og þeir prýða oft nýbyggingar. Segja má að sturtan hafi öðlast nýja merkingu og jafnvel nýjan tilgang eftir að stórir sturtuhaus- ar urðu vinsælir. Sturtan hættir að vera sturta en verður nokkurs konar rigning. Á mörgum þeirra er hægt að velja um rigningu, allt frá léttum úða yfir í úrhelli. Sú reynsla að fara í sturtu snýst því um meira en einungis að þvo sér, heldur frekar um að hverfa aftur til náttúrunnar og hreinsa huga, líkama og sál. Fyrirtækið Hansgrohe hannaði upphaflegu rigningarsturtuna en auknar vin- sældir hennar hafa gert það að verkum að aðrir framleiðendur hafa þróað svipaðar hugmyndir. Ómissandi efni í þrifum Á stundum getur verið erfitt að þrífa og sérstaklega eru sum- ir hlutar hússins erfiðir. En sem betur fer eru nokkur efni til sem eru ómissandi í þrifum og heim- ilishaldi. Edik er eitt þeirra eins og margir vita en færri vita hve góður sítrónusafinn er. Sítrónu- safi er fullkomið vopn gegn drullu og til að mynda má nota sítrónusafa til að fjarlægja ryð og bletti af plasti. Eins er hægt að ná karríblettum úr teppi með því að þynna sítrónusafa. Venju- lega bletti, eins og bjórbletti og aðra, má reyna að þrífa með sódavatni. Ef kranarnir í baðher- berginu eða í eldhúsinu eru ljót- ir er tilvalið að nudda þá með hveiti. Eftir að búið er að þrífa hveitið af má nudda þá með mjúkum klút. Lífsstílsþættir vinsælir í sjónvarpi Þættir sem hafa áhrif á sjálfsmynd einstaklinga Skaðlegir fjölmiðlar Lífsstílsþættir og annað slikt efni í fjölmiðlum getur haft áhrif á sjáifsmat einstaklinga og valdið því að þeirbera sig saman við aðra. I sjónvarpinu má oftar en ekki sjá svokallaða lífsstílsþætti þar sem heimili fólks eru skoðuð gaumgæfi- lega. Svipað efni má oft sjá á síðum dagblaða og tímarita og oftast eru viðkomandi íbúðir einkar glæsileg- ar og dýrar. Samkvæmt Margréti Bárðardóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði, getur slíkt efni haft áhrif á sjálfsmynd einstaklinga þótt það leiði ekki til alvarlegra geðrænna vandamála. „Efni líkt og þetta er svo yfirþyrmandi í fjölmiðlum, þetta er í blöðunum og í sjónvarpinu. Þetta get- ur orðið jafnvel enn meira yfirþyrm- andi á fslandi en erlendis. í stórborg- um erlendis þá hafa flestir einhverjar leiðir til að leita sér að sínum líkum á meðan ísland er einsleitt samfélag og ákveðin viðmið verða svo ríkjandi.“ Bera sig saman við aðra Margrét segir að það vandamál skapist að fólk fái ákveðin skilaboð í gegnum blöðin og þættina. „Skilaboð- in eru að svona eigi maður að vera og að það sé takmark að búa í svona um- hverfi. í kjölfarið getur fólk farið að hugsa á þá leið að það sé eitthvað að því, það sé ekki nægilega sterkt, dug- legt eða að það sé veikfynt. Fólk ber sig saman við aðra og heldur að það standi sig ekki nógu vel. Slíkt getur haft áhrif á sjálfsmyndina," segir Margrét og bætir við að rannsóknir frá Bretlandi sýni að þunglyndi og kvíði, sem hefur líka áhrif á sjálfs- myndina, er að aukast í þeim löndum þar sem bilið á milli ríkra og fátækra eykst. „Það er mjög athyglisvert og af því eru dregnar þær ályktanir að fólk sé að líta í eigin barm og bera sig sam- an við aðra. Það veltir fyrir sér hverjir veikleikar þess eru og af hverju það nái ekki eins langt og aðrir.“ Viðmiðiðergallað Margrét segir að það sem henni finnist alvarlegast sé gildismatið sem er verið að miðla til allra. „Viðmiðið er að ánægjan og lífsgleðin komi frá ytri hlutum í stað þess að vera það sem kemur innan frá og stjórna því hvernig þú vilt lifa lífinu á þínum forsendum. Það er engin spurning að þetta getur verið mjög mótandi fyrir óharðnað ungt fólk.“ Margrét talar líka um að þennan veruleika megi finna annars staðar en bara í blöðum og sjónvarpi. „Það er nóg að fara í göngutúr í Nauthólsvíkinni en þar má sjá að það er hægt að rífa heilu og hálfu húsin og byggja nýtt því manni líkuðu ekki einhverjar innréttingar. Ég hef starfað i geðheil- brigðisgeiranum í 20 ár og kröfurnar eru orðnar gríðarlega. Ég held það sé mjög erfitt að vera ung manneskja f dag og koma sér upp heimili og þurfa að standa undir þessum efnislegum kröfum auk þess að rækta sambúð eða hjónaband og sinna öllu sem þarf að sinna þar.“ Orsakar ekki þunglyndi eða kvíða Hins vegar segir Margrét að þótt sjálfsmyndin skerðist þá geti þetta eitt og sér ekki þróast út í alvarlegt geðrænt vandamál. „Því sterkara sem fólk er í lífinu því betur getur það mætt svona hlutum og horft á það gagnrýnum augum. Við erum náttúrlega líka mótuð af okkar uppvexti og þvi gildismati sem okkur hefur verið miðlað í barn- æsku. En auk þess erum við mótuð af þeim skilaboðum sem umhverf- ið færir okkur um það hvernig við eigum að vera. Við fáum mjög sterk skilaboð um það hvers konar líf er eftirsóknarvert en það eitt og sér getur ekki orsakað þunglyndi eða kvíða. Hins vegar getur það haft áhrif á sjálfsmyndina og hún mótast kannski of mikið í gegnum það hvað þú ert efnislega séð en ekki hvað þú hefur til brunns að bera sem mann- eskja.“ svanhvit@bladid.net Margrét Bárðardóttir: ,Skilaboðin eru aö svona eigi maður að vera og að það sé takmark að búa í svona um- hverfi. I kjölfarið getur fólk far- ið að hugsa á þá leið að það sé eitthvað að því, það sé ekki nægilega sterkt, duglegt eða að það só veiklynt.“ Nútímaleg hönnun í eldhúsi Það má með sanni segja að fram- tíðin sé komin, að minnsta kosti ef litið er til hönnunar á heimilum og heimilistækjum. Litirnir eru silfrað- ir, hvítir og svartir og mínimalism- inn er ráðandi. Á heimasíðu Yanko Design má sjá sérstaka hönnun sem hæfir einstaklega vel á heimili nú- tímans. Fyrst ber að nefna veggseríu í eldhúsinu sem hentar vel í eldhús mínimalista því hann vill vitanlega ekki hafa óþarfa drasl í kringum sig. Hönnunin miðar að því að blanda saman upplýsingatækninni og eld- húsáhöldum. Sjáanlegt drasl er í lág- marki þegar öllum helstu áhöldum er komið fyrir í seríu á veggnum. Það er hönnuðurinn Terence Woon sem á heiðurinn af þessari nýtísku- legu veggseríu. Á síðunni má líka sjá áhugaverða hönnun eftir Imogen Lawson. Imogen hannaði nokkurs konar matarborð en sjálf kýs hún að kalla hönnunina miðstöð félags- legra samskipta og veitinga. Miðstöð- inni er ætlað að ýta undir og hvetja mpr- - FÁr>\ 9 AlOEVfM V ■ . "" Nú líka með ALOE VERA NMseline / v\? IHff Vaseline Vaseline *°CKE1 PtrnoituM t. Jllit ■■■■■■ A°CKn Æ k... ÆÆ varasalvi Nútímalegt Hönnun sem blandar saman upplýsingatækni og eldhúsáhöldum. til samskipta í gegnum undirbúning og borða hann en i kringum borðið matar og eldamennsku. Á borðinu eru fjórar sessur. sjálfu er því aðstaða til að elda mat

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.