blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöiö HAGSTOFAN Hækkar um 11,4 prósent INNLENT Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðastliðna tólf mánuði. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er vísitalan, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, 352,3 stig og hefur hækkað um 0,26 prósent frá fyrra mánuði. LÍKAMSÁRÁS Fólskuleg árás Ráðist var aftan að pilti aðfaranótt sunnudags á Akranesi þannig að hann féll niður og tönn brotnaði. Pilturinn komst á lögreglustöð til þess að tilkynna atvikið en árásarmaðurinn hefur ekki fundist. INNBROT Þjófar gómaðir Tveir menn og kona voru handtekin á Selfossi fyrir innbrot og bílþjófnað. Bílnum sem þau voru á hafði verið stolið á Húsavík og í honum voru verðmæti sem talin eru þýfi. Einnig leikur grunur á að þau hafi brotist inn í félagsheim- ilið Árnes og stolið þaðan talsverðum verðmætum. Leiðtogar Vítisengla: í varðhald vegna dóps mbl.is Sex karlmenn, sem tengjast mótorhjólaglæpasamtökunum Vít- isenglum í Danmörku, voru í dag úrskurðaðir í fjögurra vikna gæslu- varðhald í Árósum í tengslum við rannsókn á eiturlyfjasölu. Að sögn lögreglu eru nokkrir af leiðtogum samtakanna þar á meðal. Vítis- englarnir voru handteknir í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögregl- unnar í Árósum og víðar. Lögregla lagði hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og peninga, sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu. Brotist inn í bíl hjá leikkonu og sex ferðatöskum stolið: Stálu fötunum en skildu matinn eftir FJORIR DISKAR - FJOCUR OLOS HEITREYKTUR lax með humar kartöflumús SALTFISK .BRANDADE' MEÐ HVÍTVÍNS SMJÖRS'ÓSU ORILLADAR nautalundir .surf and turf' með HUMAR- HÖLUM, .WOK' ORÆNMETI OC PORTVÍNSSÓSU KLASSÍSKT .TIRAMISU' MATSEÐILL KR. 6.900. SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI KR. 3.300. Barónsstígur 11, síma 5519555 ■ Tóku ættargripi og dýr merkjaföt ■ Tapaöi vegabréfinu og atvinnuleyfinu Lánlaus leikkona Pálína Jónsdóttir leikkona vill ferðatöskur aftur og hafi fólk upplýsingar getur það hringt íhana í síma 6966939. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég er enn í sömu buxunum og síðan ég var rænd,“ segir Pálína Jónsdóttir leikkona. Sex töskum sem hún átti var rsént úr bílnum hennar á þriðju- daginn í síðustu viku. Að sögn Pálínu var hún að pakka saman vegna þess að hún var að fara til Bandaríkjanna þar sem hún er búsett. Hún lét föggur sínar í bílinn sem var í porti fyrir aftan Alþjóða- húsið. Síðar um kvöldið sá hún að búið var að brjóta rúðu í bílnum og hirða allar töskurnar. „Það var reyndar líka matur í skott- inu en þeir létu hann vera, sem sagt ekki mjög svangir þjófar,“ segir Pá- lína og hlær þrátt fyrir ólánið. Þjófnaðurinn er dýrkeyptur fyrir Pálínu því mikil verðmæti voru í töskunum. Þar var talsvert af skarti, ættargripir og dýr merkjaföt. Henni finnst þó verst að vegabréfi hennar var stolið ásamt starfs- og dvalarleyfi í Bandaríkjunum sem hún þarf að framvísa þegar hún fer aftur. Hún átti að fljúga á föstudaginn næstkom- andi en telur að það verði ómögulegt vegna þjófnaðarins. „Þetta er bara svo andstyggilegt," segir Pálína sem saknar farangurs- ins sárlega. Pálína hefur verið búsett í tvö ár í New York þar sem hún starfar sem leikari. Margt er á döfinni hjá henni en hún mun taka þátt í alþjóðlegri listamessu eins og hún kallar það en þar verða sýnd þau verk sem þóttu skara fram úr á árinu. Hún segir dvöl sína frábæra í New York og að borgin sé yndisleg. Aðspurð hvort hún hafi lent í þjófnaði í stóra eplinu segir hún hlæjandi: „Nei, ég hef ekki enn lent í því. Ætli New York sé ekki bara ör- uggari borg en Reykjavík." Pálína vill höfða til þjófanna og biður þá um að skila sér því sem þeir tóku. Þó það væri ekki nema vegabréfið og þau skjöl sem voru í töskunni. Hún biður einnig fólk sem gæti hafa séð eða heyrt eitthvað til þjófanna að hafa samband við sig. Hún biður fólk í nærliggjandi húsum að hafa augun hjá sér því þjófarnir hafi hugsanlega hent plöggunum í nærliggjandi ruslatunnur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.