blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaAið
UTAN ÚR HEIMI
Fjölgað í friðargæsluliði
Afríkubandalagið tilkynnti í gær aö það myndi fjölga
friðargæsluliðum á þess vegum í Darfúr-héraði í Súdan
um fjögur þúsund menn. Með þeirri fjölgun verða ell-
efu þúsund menn við friðargæslustörf í landinu.
Friðargæsluliðarnir verða við störf til áramóta.
Hillary verri en djöfuliinn
Ef Hillary Clinton verður forsetaefni demókrata
verður það líklegra til að sameina kristna menn
en ef djöfullinn sjálfur væri í framboði. Þetta
sagði Jerry Falwell á fundi með þrestum. Falwell
hefur mikil áhrif á kristna Bandaríkjamenn.
Abbas frestar viðræðum
Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hefur
frestað viðræðum um myndun þjóðstjórnar við Ismail Haniyeh, forsæt-
isráðherra heimastjórnarinnar. Abbas og Haniyeh ætluðu að reyna að
höggva á þann hnút sem er kominn upp í viðræðunum um þjóðstjórn-
ina og þykir frestunin vera til marks um minni líkur á myndun hennar.
’f
- -jfc
^
Umferðarlögbrot:
Stoppaðir í
kappakstri
Tveir ökumenn voru stöðvaðir
á Miklubraut á sunnudagskvöld
þegar þeir háðu ólöglegan kapp-
akstur á götum borgarinnar.
Að sögn lögreglu voru þeir
svo uppteknir að þeir tóku ekki
eftir að lögreglan veitti þeim
eftirför. Þeir mældust á tæplega
130 kílómetra hraða og þurfa að
greiða hvor um sig 40 þúsund
króna sekt.
Karl Bretaprins:
Vandlátur á
eggin sin
Talsmenn Karls Bretaprins
hafa neitað staðhæfingum
breska sjónvarpsmannsins
Jeremy Paxman um að prinsinn
viti fátt betra en að snæða soðin
egg eftir að hafa verið við veiðar
en sé sérstaklega nákvæmur
þegar kemur að suðutíma eggja.
I nýrri bók Paxmans „Um
konungsfólkið” kemur fram að
prinsinn láti starfsfólk sitt sjóða
sjö egg i hvert sinn svo að hann
geti valið úr það egg sem kemst
næst því að vera fullkomlega
eldað að mati prinsins.
Þrátt fyrir neitun talsmanna
prinsins stendur Paxman við
söguna og segir hana hafða eftir
nánum vinum hinnar konung-
legu eggjaætu.
Foringi í Al-
Kaeda féll
Breskir hermenn felldu hátt-
settan meðlim Al-Kaeda-hryðju-
verkanetsins í írösku
borginni Basra í
gær. Maðurinn
hét Omar Faroug
og er sagður hafa
borið ábyrgð á
starfsemi hryðju-
verkanetsins í Suðaustur-Asíu.
Faroug var handsamaður í
Indónesíu árið 2002 og náði að
flýja úr bandarísku herfangelsi
í Afganistan í fyrra. Að sögn
talsmanns breska hersins í írak
var Faroug þungavigtarmaður í
röðum Al-Kaeda.
Faroug fór huldu höfði í Basra
og að sögn breska ríkisútvarps-
ins bendir ekkert til þess að
hann hafi verið að skipuleggja
aðgerðir á vegum Al-Kaeda í
írak.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsston
gunnar@bladid.net
Uppljóstranir Þórs Whitehead um
starfsemi leyniþjónustu á íslandi
koma Steingrími Hermannssyni,
sem var dómsmálaráðherra 1978-
1979, í opna skjöldu. Fyrir honum
hljóma fréttirnar af starfseminni
eins og að um leyniþjónustu Sjálf-
stæðisflokksins hafi verið að ræða.
Guðni Th. Jóhannesson segir eðli-
legt að rannsakað sé hvort yfirmenn
lögreglunnar hafi haft samráð við
ráðherra Framsóknarflokksins um
starfsemi leyniþjónustunnar.
Prívat njósnastarfsemi
Sjálfstæðisflokksins
;,Ég veit ekkert um þetta mál,“
segir Steingrímur Hermannsson
sem var dómsmálaráðherra 1978-
1979 og síðar forsætisráðherra. „Ég
heyrði þetta aldrei nefnt. Ég heim-
sótti allar mínar stofnanir eins og
tíðkast þegar nýr ráðherra tekur til
starfa. Eg þekkti Árna Sigurjónsson
og hitti hann í Útlendingaeftirlit-
inu en þetta nefndi enginn maður,“
segir hann. Árni Sigurjónsson er í
grein Þórs Whitehead sagður hafa
verið starfsmaður öryggisþjónust-
unnar og að starf hans hjá Utlend-
ingaeftirlitinu hafi verið eins konar
yfirvarp.
Steingrímur segist skilja það
mæta vel að til einhverra aðgerða
hafi þurft að grípa á óróatímum eins
og þeim sem voru í byrjun kalda
stríðsins. „Ég áfellist Bjarna Bene-
diktsson ekki fyrir það, alls ekki.
Hins vegar hljómar þetta eins og
þetta hafi síðar þróast yfir í að vera
einskonar prívat njósnastarfsemi á
vegum Sjálfstæðisflokksins." Hann
segir, að hafi starfsemin enn verið
við lýði í tíð hans sem dómsmálaráð-
herra sé greinilegt að ekki hafi verið
farið eftir settum reglum.
Steingrímur segir að sér finnist
að þeir aðilar sem óskað hafi eftir
því að fá aðgang að gögnum um
símhleranir frá þessum tímum eigi
að fá því framgengt. „Mér finnst
sjálfsagt að þeir sem voru aðilar
að þessum hlerunum fái að sjá það
sem þar er til. Ég held að mönnum
sé ekki stætt á því að halda því frá
þeim. Enda er svo langur tími lið-
inn frá þessu að ég held að það sé
best að sem mest sé gert opinbert,
það væri langhreinlegast."
Tortryggni á milli
Ólafs og Sigurjóns
Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur segist ekki hafa haldið
því fram að um leyniþjónustu sjálf-
stæðismanna hafi verið að ræða en
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur gagnrýnt ummæli
Guðna sem hann lét fjalla í við-
tali á Stöð 2 um síðustu helgi.
Guðni segist einfaldlega vilja
spyrja þeirrar spurningar hvort
yfirmenn lögreglunnar hafi
Eðlllegt
að spyrja
spuminga
GuðniTh.Jóhannesson
sagnfræðingur
haft jafn náið samráð og sýnt jafn-
mikið traust þeim sem voru dóms-
málaráðherrar í vinstri stjórnum
1956-1958 og 1971-1974- ..Og jafnvel
ráðherrum í ríkisstjórnunum sem
sátu 1974-1978 og 1978-1979 þrátt
fyrir að þá hafi þessi starfsemi
verið orðin mun minni í sniðum.
Þetta er ósköp sjálfsögð fræðileg
spurning,“ segir Guðni og bætir
því við að þegar svona miklar
nýjar upplýsingar koma fram
eins og í grein Þórs White-
head sé sjálfsagt að slíkar
spurningar vakni. „Þetta er
bara fræðimennska en ekki
pólitík."
Guðni efast hins vegar um
að hægt verði að svara þessum
spurningum á óyggjandi hátt
„Okkur vantar skriflegar
heimildir
og þeir sem gætu svarað þessu eru
flestir eða allir fallnir frá. Þegar svo
er, þá verðum við að leyfa okkur að
draga ályktanir og geta {eyðurnar.“
I viðtali á laugardag sagði Guðni
að sér þætti líklegt að Olafur Jó-
hannesson, ráðherra Framsóknar-
flokksins, hafi ekki verið leiddur í
jafnmikinn sannleika um starfsemi
öryggisþjónustunnar og forverar
hans, sjálfstæðismennirnir Jóhann
Hafstein og Bjarni Benediktsson.
Guðni segist þó ekki hafa slegið
neinu föstu í þeim efnum. „Hitt veit
ég þó, að það var nokkur tortryggni
á milli Sigurjóns Sigurðssonar og Ól-
afs Jóhannessonar árin 1971 og þar
á eftir,“ segir hann, en Sigur-
jón var lögreglustjóri í
Reykjavík og er talinn
einn af þeim sem að
leyniþjónustunni
komu í grein Þórs.
„Fyrir því hef ég heim-
ildir,“ segir Guðni Th.
Jóhannesson.
Steingrímur Hermannsson
Dómsmálarádherrann fékk ekki
að vita af tilurö leyniþiónustu
Bandarískur sjóður til að hreinsa upp eftir herinn:
Fáum ekkert þegar herinn fer
„Flestir dómar sem fallið hafa
á sjóðinn hafa verið í þá veru að
hann sé skuldbundinn að leggja
út fé til hreinsunar landsvæðis þar
sem Bandaríkjaménn hafa haft yf-
irráð. Á meðan varnarliðið var hér
var varnarsvæðið skilgreint sem
bandarískt yfirráðasvæði,” segir
Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við
Háskóla íslands.
Hún bendir á að bandaríska um-
hverfisráðuneytið eigi sjóð, Sup-
erfund, sérstaklega til að hreinsa
landsvæði eftir opinberar stofnanir
og stórfyrirtæki. Sjóðurinn hefur
yfir að ráða jafnvirði 600 milljarða
króna.
„Erlendis þekkist að þar sem banda-
ríski herinn lokaði herstöðvum
sínum var fengið fé úr þessum sjóði
til að hreinsa upp og því undarlegt
að slíkt hafi ekki komið til umræðu
hér,” segir Brynhildur. „f lögum
sjóðsins kemur skýrt fram að ekk-
ert fæst greitt úr sjóðnum ef herinn
er farinn frá landinu og landsvæðið
hefur verið látið af hendi án bind-
andi samnings um hreinsun.” Vilji
íslendingar fé úr sjóðunum þurfa
þeir því að hafa hraðar hendur.
SUPERFUND:
Átakssjóður bandaríska umhverfisráðuneyt-
isins sem veitlr fé til að hreinsa upp Jarðveg
á yfirráðasvæðum bandarískra stórfyrir-
tækja og opinberra stofnana.
Herinn á förum Eftir að herinn
fer er ekki hægt aö óska eftir
fjárframlögum úr sjóönum.