blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöiö Danmörk: Óeirðir í Kaup- mannahöfn Mikil mótmæli brutust út á Nörrebro í Kaupmannahöfn á sunnudag og handtók lögreglan 268 ungmenni í kjölfarið. Um þúsund ungmenni höfðu komið saman til að mótmæla úrskurði dómstóls. Hústökufólki hafði verið gert að yfirgefa byggingu í miðborg Kaupmannahafnar og afhenda húsnæðið kristnum söfnuði sem keypti húsið fyrir fimm árum og hefur reynt að láta bera fólkið út síðan án árangurs. Þegar mótmælendur neituðu að fylgja fyrirmælum lögreglu leysti lögreglan hópinn upp. Þá æstust mótmælendur og brutu rúður í verslunum, köstuðu steinum og flöskum að lögreglu og kveiktu bál. Fimm mótmæl- endanna verða ákærðir fyrir að hafa ráðist á lögreglumann. Áfengissala: Drekkum meira Sala á áfengi jókst um rúm 27% í síðastliðnum ágústmánuði miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt samantekt Rann- sóknaseturs verslunarinnar á vísitölu dagvöru. Sé miðað við júlímánuð jókst salan um 4,4%. Skýringin á þessari hækkun er fyrst og fremst rakin til þess hversu seint verslunarmanna- helgin var á ferðinni miðað við fyrri ár. Áhrifa hennar gætti því ekki í júlímánuði og skekkir það allan samanburð. Lögregla: Alvarlega slösuð Ekið var á 18 ára gamla, skoska stúlku þegar hún var að hjóla austur Kirkjugarðsstíg. Svo virðist sem stúlkan hafi ekið inn í hlið bíls sem kom úr gagnstæðri átt. Hún var flutt á slysadeild og fór beint í aðgerð vegna höfuðáverka. Lögreglan er að vinna í því að ná í vandamenn hér á landi og í Skotlandi. Líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga Fjöldi fatlaöra barna og unglinga eru í vanda vegna deilu um hver skuli greiða fyrir þjónus- tuna og hversu mikiö. Ríki og sveitarfélög deila um kostnað: Börn og ungmenni pikkföst í kerfinu ■ Óljós ábyrgö ■ Foreldrar langþreyttir á áhugaleysi hins opinbera. ■ Börnin og foreldrar líöa fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga „Ég sit uppi með það að tólf ára gömul dóttir mín þarf að bera ábyrgð á 17 ára gömlum bróður sínum á daginn,“ sagði Hrafnhildur Kjartansdóttir flugfreyja í samtali við Blaðið í síð- ustu viku. Hrafnhildur glímir, ásamt mörgum öðrum foreldrum fatl- aðra barna og ungmenna, við þann vanda að ekki er boðið upp á lengda viðveru eftir að skóla lýkur á daginn. Ríki og sveitarfélög virð- ast ekki vera á eitt sátt um hvar ábyrgðin á þessum málaflokki hvílir og hver á að borga. Sveitar- félögin benda á ríkið og ríkið á sveitarfélögin. 1 millitíðinni þurfa foreldrar að reiða sig á hvers konar skammtímalausnir og vonast til þess að ættingjar og vinir geti hlaupið undir bagga með pössun. „í þessari stöðu verður yfirleitt annað foreldrið að minnka við sig vinnu og jafnvel hætta,“ sagði Jar- þrúður Þórhallsdóttir, foreldraráð- gjafi hjá Sjónarhóli. Vill að sveitar- félögin taki málið að sér Jarþrúður Þórhalls- dóttir, foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli Slitu sig frá verkefninu Vandamálið er tvískipt og snýr ann- ars vegar að fötluðum ungmennum á aldrinum 16 til 20 ára og hins vegar að fötluðum börnum á aldrinum 10 til 16 ára. Svæðisskrifstofa Reykja- ness hóf árið 2001 að bjóða upp á lengda viðveru fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Þetta var til- raunaverkefni sem Svæðisskrifstofan hélt utan um í samvinnu við sveitar- félögin og aðrar svæðisskrifstofur á suðvesturhorninu. Sveitarfélögin greiddu fyrir sína einstaklinga með þeirri undantekn- ingu að Reykjavík tók ekki þátt í kostnaði vegna verkefnisins. í því til- viki var það ríkið sem greiddi. Vísa alllr hver á annan og englnn tekurábyrgð Hrafnhildur Kjartansdóttir, móðir fatlaðs drengs Verkefnið hélst óbreytt fram á sið- asta vor en þá ákvað Svæðisskrifstofa Reykjaness að slíta sig frá því og var aðstöðunni í Miðbergi í Breiðholti lokað. Töldu menn þar í ljósi breyttra áherslna og aukinna umsókna rétt- ara að verkefnið yrði eftirlátið sveit- arfélögum. Var meðal annars bent á að um tómstundaþjónustu væri að ræða sem undir eðlilegum kringum- stæðum heyrði undir sveitarfélög en ekki ríki. I kjölfarið var erindi sent til borg- aryfirvalda og sveitarfélaga þar sem þess var óskað að þau tækju verkefnið að sér. Málið hefur nú beðið umfjöll- unar hjá velferðarsviði Reykjavíkur- borgar í fjóra mánuði en engin niður- staða liggur fyrir. Um 20 ungmenni fá því hvergi inni eftir að skóla lýkur. Sigríður Jónsdóttir, staðgengill sviðs- stjóra velferðarsviðs, sagði í samtali við Blaðið að málið væri í skoðun og von væri á niðurstöðu innan skamms. „Eftir að þetta erindi kom inn á borð til mín hefur verið sett af stað ferli til að skoða þetta. Það þarf allt að vera í samræmi við fjárhagsáætlun og við ætlum okkur að lenda þessu.“ Daglegar útréttingar Á meðan fjallað er um málið hjá Reykjavíkurborg þurfa foreldrar að finna skammtímalausnir fyrir ung- mennin sem flest eru ófær um sjá um sig sjálf. Móðir fatlaðrar stúlku sem ekki vildi koma fram undir nafni sagð- ist vera orðin langþrey tt á aðgerða- og skilningsleysi yfirvalda. Margoft hafi hún leitað svara hjá borgaryfir- völdum en alltaf komið að lokuðum dyrum. Sjálf vinnur hún til klukkan fimm á daginn en stúlkan lýkur skóla upp úr hádegi. Því þarf hún nánast Bill Clinton svarar fyrir sig: Fyrirskipaði aftöku bin Ladens Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, svaraði gagnrýnis- röddum úr röðum repúblikana í við- tali við Fox-sjónvarpsstöðina. Hann sagðist hafa gert meira til þess að handsama og drepa Osama bin La- den, leiðtoga Al-Kaeda-hryðjuverka- netsins, en allir stjórnmálamenn á hægri vængnum til samans. Ciinton hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við af nægri festu við hættunni sem stafaði af bin Laden og Al-Kaeda í forsetatíð sinni. Clinton sagðist hafa skipað bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, að drepa bin Laden eftir að Al-Kaeda gerði sprengju- árás á herskipið USS Cole árið 2000 og steypa stjórn talibana af stalli. Hinsvegar hafi leyniþjónustan ekki framfylgt skipuninni þar sem Bandaríkjamenn gátu ekki fengið hernaðaraðstöðu I Úsbekistan og CIA og Alríkislögreglan gátu ekki Á ferð á flugi Sór af sér aögeröa- leysi gagnvart Al-Kaeda. sannað að bin Laden stæði að baki árásinni. Fréttamaðurinn Chris Wallace tók viðtalið við Clinton en forsendur þess voru að forsetinn fyrrverandi myndi ræða um umhverfisverndun- armál. Clinton brást hinn versti við þegar fréttamaðurinn tók að spyrja hann um hvers vegna hann gerði ekki meira til þess að berjast gegn Al-Kaeda í forsetatíð sinni. í við- talinu sakaði Clinton Wallace um að vera útsendara repúblikana og ganga erinda þeirra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.