blaðið - 26.09.2006, Page 30
3 8 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaöiö
menntun
menntun@bladid.net
Evrópskur tungumáladagur
Stofnun Vigdisar Finnbogadóttur í samvinnu við menntamálaráðu-
neytiö efnirtil hátíðardagskrár i tilefni Evrópska tungumáladagsins i
Hátiðarsal Háskóla íslands í dag klukkan 15
Samfélagslegt
vandamál
Rannsóknir benda til að kyn-
skiptur vinnumarkaður skýri
stóran hluta af ójafnri stöðu
kynjanna. Sumir segja því að
kynbundið náms- og starfsval
sé samfélagslegt vandamál
þar sem það hindri bestu nýt-
ingu mannauðsins og dragi úr
sveigjanleika vinnumarkaðarins.
Vegna þessa var ný heimasíða
undir heitinu „Jöfn framtíð fyrir
stelpur og stráka" opnuð form-
lega á fundi jafnréttisnefnda
sveitarfélaga sem haldinn var í
Hveragerði í síðustu viku. Síðuna
má finna á www.jafnretti.felag-
smalaraduneyti.is
Stærðfræði er
skemmtileg
Háskólinn í Reykjavík býður
upp á námskeið í ólympíustærð-
fræði fyrir grunnskólabörn í 5.
til 8. bekk í tilefni af stærðfræði-
átaki sem kallast Stærðfræði
er skemmtileg. [ ólympíustærð-
fræði eru þrautir sem reyna á
hugmyndaflug og rökhugsun.
Markmiðið með námskeiðinu
er ekki að kenna nemendum
meiri stærðfræði, heldur að nota
stærðfræði sem þeir hafa lært
í skólanum til að leysa þrautir.
Með því að glíma reglulega við
þrautir byggja þeir upp færni
sína í þrautalausnum. Við það
styrkist hæfileikinn til að hugsa
rökrétt, draga ályktanir og vera
úrræðagóður og þrautseigur.
Tungumálanám í grunn- og framhaldsskólum á íslandi
Spænska aldrei vinsælli
Spænska á auknum vin-
sældum að fagna bæði
meðal grunn- og fram-
haldsskólanemenda sam-
kvæmt nýrri samantekt
Hagstofunnar á tungumálanámi í
grunn- og framhaldsskólum. „Þeim
Qölgar ár hvert sem læra spænsku,
sérstaklega í grunnskólunum, en
þýskan hefur verið á niðurleið. Það
virðist vera sem spænskan sé að vaxa
á kostnað þýskunnar því að það eru
ekki neinar rosalegar breytingar á
fjölda þeirra sem vilja læra frönsku,“
segir Ásta Urbancic, deildarstjóri á
mennta- og menningarmáladeild
Hagstofunnar.
467 nemendur lögðu stund á
spænskunám í grunnskóla á síðasta
skólaári og hafði fjöldi þeirra þrefald-
ast frá fyrra skólaári. Nemendur í
þýsku voru hins vegar 588 og hefur
fækkað hratt á undanförnum árum
en skólaárið 2003 til 2004 voru þeir
til dæmis 945.
Dægurmenning hefur áhrif
Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent
í spænsku við Háskóla íslands, telur
að skýringanna sé fyrst og fremst að
leita í spænskri og suðuramerískri
dægurmenningu sem hafi orðið
meira áberandi á undanförnum ár-
um.
„Þá er það viðhorf ríkjandi að það
sé auðveldara að læra spænsku en til
dæmis frönsku og þýsku. Það er ekk-
ert út í hött. Hljóðfræði spænskunnar
er mjög svipuð íslensku og málfræð-
in er auðvitað miklu einfaldari en til
dæmis þýsk málfræði,“ segir Hólm-
fríður.
Að sögn Hólmfríðar virðist vegur
spænskunnar fara vaxandi víðar en
á íslandi og að hún njóti aukinna vin-
sælda til dæmis í Bandaríkjunum, á
Norðurlöndum og víðar í Evrópu.
Líkt og í grunnskólunum á þýskan
undir högg að sækja í framhaldsskól-
unum hér á landi og hefur nemend-
um sem leggja stund á hana fækkað
hlutfallslega. Nemendum sem læra
frönsku hefur einnig fækkað hlut-
fallslega en spænskan er á uppleið.
Spænska og franska njóta núna
álíka mikilla vinsælda, en skólaárið
2005 til 2006 lærðu 11,9 prósent fram-
haldsskólanema spænsku en 11,8 pró-
sent frönsku. Nemendur í spænsku
eru nú í fyrsta sinn fleiri en nemend-
ur í frönsku þegar litið er á tölur bæði
frá hausti og vori en frönskunemar
voru fleiri á haustmisseri en nemend-
ur í spænsku.
Yngri nemendur í tungumálanámi
Aldrei áðurhafa fleiri grunnskóla-
nemendur lagt stund á enskunám
en skólaárið 2005 til 2006 lærðu
28.782 grunnskólabörn ensku, sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofu
Islands. Það vekur jafnframt at-
hygli að yngri nemendum sem læra
ensku hefur fjölgað verulega á milli
ára og fleiri sex ára nemendur læra
nú ensku en nokkru sinni fyrr.
Á síðasta skólaári.lærðu 421 nem-
andi í 1. bekk ensku og hefur fjöldi
þeirra nærri tífaldast frá skólaár-
inu 2002 til 2003 þegar þeir voru
44. Skólaárið 2003 til 2004 lærðu
57 nemendur í 1. bekk ensku og 129
2004 til 2005.
Flestir grunnskólanemendur
hefja enskunám í 5. bekk en í
nokkrum skólum hefst kennsla í er-
lendum tungumálum fyrr en kveð-
ið er á um í aðalnámskrá og skýrir
það fjölgun yngri nemenda sem
stunda tungumálanám. Sem dæmi
má nefna að í 13 skólum er boðið
upp á enskukennslu í 1. bekk.
Sænska og danska í
yngri bekkjum
„I örfáum skólum er líka verið að
kenna dönsku og sænsku í yngri
bekkjunum neðar en á að byrja á
henni samkvæmt námskrá. Það
kemur manni á óvart hvað það eru
margir ungir krakkar sem eru að
læra tungumál og mun fyrr en aðal-
námskrá kveður á um að sé skylda,“
segir Ásta Urbancic.
Ásta segir að ekki sé hægt að
sjá beinlínis út úr tölunum hvað
valdi þessari aukningu. „Ég held
að umræðan í þjóðfélaginu um að
nýta þessa hæfileika barna til að
læra tungumál og að reyna að færa
þennan aldur neðar hafi áhrif,“ seg-
ir Ásta en slær þó þann varnagla að
hér sé aðeins um hennar eigin til-
gátur að ræða.
einar.jonsson@bladid.net
Innritun á myndlistarnámskeið
er að Ijúka
Enn er laust í barnahópa og unglingahóp
Fullbókað í alla fullorðinshópa
Fyrstu námskeiðin hefjast í vikunni
Innritun í símum 566 8710/663 5160
Skemmtileg tómstundaiðkun í góðum félagsskap!
Aukió álag á stoðkerfi barna
Iðjuþjálfafélagið hóf í gær að
fræða börn á miðstigi grunnskóla
um þyngd á skólatöskum og líkams-
stöðu. Fræðslan sem nær til um 60
grunnskóla um land allt stendur út
vikuna og taka 45 iðjuþjálfar þátt í
henni.
Margir þættir sem hafa áhrif
Erla Björk Sveinbjörnsdóttir iðju-
þjálfi segir að um forvarnavinnu
sé að ræða sem miði að því að gera
fólk meðvitað um hvaða álag börn-
in bera og hvað sé best að gera til að
sporna við álagseinkennum á stoð-
kerfi barna sem hafa verið vaxandi
á undanförnum árum.
„Rannsóknir hafa sýnt okkur að
stoðkerfisvandi barna hefur farið
vaxandi þannig að börn fá oftar illt
í bakið, höfuðverk og vöðvabólgu.
Það er náttúrlega erfitt að segja
hvort það sé nákvæmlega þetta sem
hafi áhrif. Það getur líka verið mikil
kyrrseta og lengri skóladagur. Börn-
in sitja lengur við tölvurnar og
sitja kannski ekki heldur rétt.
Það þarf að huga vel að því
hvernig maður situr því að
það hefur áhrif á kroppinn
okkar,“ segir Erla Björk.
Þarf að stilla töskuna rétt
„Við förum í skólana,
erum með fræðslu, segj- ér
umkrökkunumhvernig •
eigi að stilla töskurnar,
raða í þær og annað slíkt.
Hvernig töskurnar eru best-
ar með breiðum böndum og
ólum yfir axlirnar vegna þess
að í öxlum og hálsi er fullt af
fíngerðum taugum og æðum
sem verða fyrir hnjaski ef
böndin eru mjó,“ segir Erla
sem mælir jafnframt með því
að mittis- og brjóstólar séu notaðar.
Að lokinni fræðslunni fá nemendur
síðan eins konar gátlista sem þeir
láta foreldra sína fá.
Að sögn Erlu er æskileg þyngd
sem maður ber, hvort sem maður
er barn eða fullorðinn, á milli 10
og 20 prósent af líkamsþyngd
einstaklingsins.
„Við bjóðum þeim upp
á að vigta töskuna hjá
hverjum og einum til
að reikna út hlutfallið.
Þannig getum við líka
haldið utan um tölfræði
yfir hvaða aldurshópur
verði fyrir álagi,“ segir Erla
Björk.
Taskan skiptir máli
Þyrtgd skólatösku og fleiri
þættir hafa áhrif á líöan barns-
ins og geta átt þátt í stoökerf-
isvandamálum.