blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 blaðið Náðu 300 milljónum Samkvæmt útreikningum yfirvalda i Bandaríkj- unum náði íbúafjöldi landsins 300 milljónum um hádegisbilið í gær. Fyrir þrjátíu og níu árum voru íbúar 200 milljónir. Utreikningarnir byggjast á fæðingar- og dánartíðni og á fjölda innflytjenda. ÍTALÍA Mannskætt lestarslys Einn lést og um hundrað slösuðust, þar á meðal tíu alvarlega, þegar neðanjarðarlest rakst aftan á aðra kyrrstæða lest í Róm í gærmorgun. Að sögn heimilda virti ökumaður lestarinnar ekki stöðvun- armerki þegar hún kom aö lestarstöðinni. Forseti náðar tilræðismenn Saparmurat Niyazov, forseti og einráður í Túrkmenistan, lýsti því yfir í gær að hann hafi náðað átta menn sem reyndu að myrða hann fyrir fjórum árum. Niyazov, eða „faðir allra Túrkmena’’ eins og hann kýs að kalla sig, hefur náðað tugi þúsunda sakamanna á valdaferli sínum og segir hann það til marks um ást sína á þegnum landsins. Slysatilkynningum í stóriðnaði fækkar stórlega: Slasaðir látnir vinna ■ Helmingsfækkun tilkynninga ■ Samkeppni um lægstu slysatíðni BOrð gegn orði hjá Norðuráli Slasaðir starfsmenn Starismenn álfyrirtækjanna kvarta yfirþvíað þurfa að mæta til vinnu þrátt fyrir slys eða veikindi. Svíþjóð: Enn einn í vanda Anders Borg, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, hefur í fjölda ára greitt ungum stúlkum fyrir að passa börn sín án þess að greiðslurnar hafi verið gefnar upp til skatts. Ein stúlkan hefur nú stigið fram og sagt að hún hafi gætt barna Borgs tvisvar í viku, stundum oftar, á tveggja ára tímabili. Greiðslur fyrir störf á heimili þarf ekki að gefa upp til skatts séu þær minni en tíu þúsund sænskar krónur á ári. Stúlkan segist hins vegar hafa fengið á milli þrettán og fimm- tán þúsund krónur á ári. Borg hafði áður sagt að hann hafi reykt marijúana. Ný ríkisstjórn í Svíþjóð tók við þann 6. október og hafa tveir ráðherrar þegar sagt af sér vegna skattsvika og fyrir að hafa ekki greitt afnotagjöld að sænska ríkissjónvarpinu. Eftir Trausta Hafsteinsson traustiOþladid.net „Tilkynningum um slys til okkar hefur fækkað í gegnum tíðina á meðan stóriðnaðurinn hefur vaxið gríðarlega. Tíðni vinnuslysa í þessum geira er ekki há miðað við önnur störf,“ segir Kristinn Tómas- son, yfirlæknir Vinnueftirlits rík- isins. Á síðastliðnum árum hefur slysatilkynningum i stóriðnaði til Vinnueftirlitsins fækkað um ríflega helming. Starfsmenn úr áliðnaði eru óánægðir með að þeir séú neyddir til að mæta til vinnu þrátt fyrir meiðsli eða veikindi. Hafsteinn R. Gunnarsson, trún- aðarmaður starfsmanna Norðuráls, kannast við þessa umræðu en segist ekki hafa orðið var við slík tilvik. „Sá orðrómur gengur meðal almennra starfsmanna að þeir sem slasast séu neyddir til vinnu. Yfirmenn fyrirtæk- isins sverja þetta allt af sér og maður veit ekki hverju maður á að trúa. Hér stendur orð gegn orði,“ segir Haf- steinn. „Mikil samkeppni í áliðnað- inum hefur leitt til samkeppni um lægstu slysatíðni. Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður starfsmanna Alcan, tekur undir orð Hafsteins. „Fyrirtækið leggur mjög hart að þeim starfsmönnum sem lenda í slysum að mæta samt í vinnu. Þannig hefur slysum ekki fækkað heldur aðeins skráðum tilvikum,“ segir Gylfi. Settir í léttari störf Hafsteinn bendir á að þeir sem slas- ast séu settir í léttari störf hjá fyrirtæk- inu og almennt sé stefna fyrirtækis- ins að koma í veg fyrir að starfsmenn séu fjarverandi. „Starfsmönnum er boðið út að borða og veitt verðlaun ef lítið er um fjarvistir. Ef einhver er fjarverandi á vinnustaðnum þá eru felldir niður bónusar allra starfs- manna. Við höfum lengi barist gegn þessu kerfi,“ segir Hafsteinn. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóriviðskiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls, segir fyrirtækið vinna markvisst í því að fækka slysum. „Árangur eftir markvisst starf í að fækka slysum hefur verið að skila sér undanfarin ár. Eftir ráðningar á nýju starfsfólki síðustu tvö ár samfara aukinni starfsemi hefur tíðnin aukist aftur en við munum bregðast við því með markvissri þjálfun starfsmanna og stjórnenda,” segir Ragnar. „Sem betur fer hefur verið um að ræða minniháttar óhöpp og hefur í nokkrumtilfellum verið reynt að finna starfsmönnum önnur störf innan fyrirtækisins tímabundið. Við tökum ekki þátt í samkeppni fyrirtækja um slysatíðni, heldur leggjum okkur fram um að tilkynna Vinnueftirliti ríksins um öll tilvik sem upplýsa ber um. Jákvætt að fólk fái að vinna Aðspurður segir Kristinn það já- kvæða þróun ef fyrirtæki gera fólki kleift að mæta áfram til starfa þrátt fyrir veikindi eða meiðsl. „I eðli sínu er ekki slæmt að fólk mæti í vinnu þrátt fyrir slys eða veikindi, ef fyrir- tækið lagar aðstæður að því að hægt sé að vinna áfram. Frí í vinnu á ekki að bjóðast nema einstaklingur sé ófær til vinnu,“ segir Kristinn. Nýtt How to Look Good Naked Geta allar konur litiö vel út naktar? Fylgstu meö Susan í kvöld kl. 22.00 á SKJÁEINUM SKJÁRE/WA/ næst í gegnum Skjáinn og Digital ísland

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.