blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 33
blaðið 400 miðar eftir Tæplega 400 miðar eru eftir á lceland Airwaves í ár. Ekki verður hægt að kaupa miða á stök kvöld nema i Iðnó og á Pravda en þeir sem kaupa armband, sem gildir á alla hátíðina, hafa forgang. Miðar fást í Skífunni og á www.midi.is. MIÐVIKUD Rás 2 hljóðritar í ár eins og fyrri ár hljóðritar Rás 2 fjölmarga tónleika á lceland Alrwaves. Rásin mun einbeita sér að dag- skrá Hafnarhússins fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld. en þar koma fram hljómsveitir á borð við The Go! Team, Islands og Kaiser Chiefs. tónlist Ekki missa af þessu... Iceland Airwaves-hátíðin hefst í kvöld með tónleikum á flestum af helstu tónleikastöðum Reykjavíkur. Tónlistaráhugamenn eiga von á sælkeramáltíð næstu daga, en hátíðin hefur aldrei litið eins vel út. 1 Fimmtudagur Nasa 20.00 Lay Low Fyrsta breiðskifa Lay Low, Please Don't Hate Me, kemur út skömmu fyrir tónleikana. Hun kemur í fyrsta skipti fram ásamt þriggja manna hljómsveit á morgun, en hún hefur ávallt setið eln á sviðinu með kassagítarinn i kjöltunni. Grand Rokk 22.30 Royal Fortune Royal Fortune er eitt best geymda leyndarmál Reykja- vikur. Sveitin spilar melódiska popptónlist en blandar i grautinn hádramatísku rokki sem skilur kjálka áhorf- enda eftir á gólfinu. Tónleikar Royal Fortune gætu verið eina tækifæri hátiðargesta til að sjá banjó um helgina. Gaukurinn 00.00 The Whitest Boy Alive Stórskemmtilegt popp frá Noregi. Ef meðlimir Franz Ferdinands væru kurteisir og myndu bjóða manni i dans i staðinn fyrir að skipa manni út á gólf myndu þeir hljóma eins og The Whitest Boy Alive. Föstudagur Hafnarhúsið 21.30 Islands Ó Kanada! Islands eru hluti af Montreal-bylgjunni tittnefndu og spila popp i bland við menningu ým- issa landa. Sveitin er þekkt fyrir að vera frábær á tónleikum og hefur opinberlega lofað hátiðargest- um frábærri skemmtun. Gaukurinn 00.00 Wolf Parade Tvímælalaust hápunktur Airwaves i ár. Wolf Parade átti eina allra bestu plötu siðasta árs, Apologies to Queen Mary, sem meðal annars fékk fullt hús, fimm stjörnur, í Blaðinu. Gaukurinn 01.45 Hölt Hóra Hölt Hóra hefur lítið látið fyrir sér fara síðan á síð- ustu Airwaves-hátíð. Sveitin hyggst spila ný lög i bland við eldri slagara af EP-plötunni Love Me Like You Elskar Mig. Islands Wolf Parade augardagur Hafnarhúsið 20.45 Pétur Ben Hvíti tigurinn Pétur Ben hefur vakið mikla athygli fyrir sina fyrstu plötu, Wine For My Weakness. Kappinn er stórskemmtilegur á tónleikum og ef áhorfendur verða heppnir tekur hann sina útgáfu af Michael Jackson-slag- aranum Billy Jean. Nasa 22.15 Benny Crespo’s Gang Gengið hans Benna er ein þéttasta tónleikasveit landsins. Ef fólk hefur ekki áhuga á stórskemmtilegum lögum sveit- arinnar ætti það samt að mæta til að horfa á trommarann snúa kjuðunum eins og trommari húsbandsins i Rockst- ar: Sugernova. Hafnarhúsið 00.00 Kaiser Chiefs Kaiser Chiefs er ein skemmtilegasta útflutningsvara Breta um þessar mundir. Sveitin stóð sig frábærlega á Hróarskeldu-hátíðinni i sumar og er engin ástæða til að ætla að annað verði uppi á teningnum á islandi. Kaiser Chiefs HALTU ÞINU 5TRIKI MEÐ KB TEKJUVERND KB BANKI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.