blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 18
blaðið Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Borgum meira Landbúnaðarráðherra hefur kveðið upp dóm, sem verður ekki áfrýjað fyrr en í vor þegar kosið verður til Alþingis. Landbúnaðarráðherra útilokar að mjólkurframleiðendur hagi sér einsog aðrir seljendur vöru og þjónustu verða að gera á okkar dögum. Landbúnaðarráðherra mærir mjólkurfram- leiðendur og vegna þess hversu góðir menn ráða þar komi ekki til greina að þeir lúti nútímalögmálum. Enda ganga mjólkurframleiðendur á lagið og forstjóri MS segir í Blað- inu í dag að mjólkuriðnaðurinn sé ekki undir samkeppni búinn. „Við þurfum nokkurra ára undirbúning. Ég hef verið hér í eitt ár og hef meðal annars verið að búa fyrirtækið undir samkeppni. Áður var ég í sjávarút- veginum í 20 ár og þekki þess vegna samkeppni vel,” segir Guðbrandur Sigurðsson forstjóri. Hann var að svara athugasemdum Finns Árnasonar forstjóra Haga sem hann viðhafði í Blaðinu í gær. „Þegar litla mjólkurfyrirtækið Mjólka fór að framleiða fetaost fóru af- urðastöðvar að greiða bændum hærra verð fyrir mjólkina og verð á feta- osti lækkaði til neytenda. Það er ljóst hvað samkeppni hefur í för með sér fyrir neytendur,” sagði Finnur. Verðlagning á mjólkurvörum er nú opin- ber með þátttöku BSRB og ASÍ. „Annaðhvort ættu fyrirtækin í mjólkuriðnaðinum að vera undir sömu lögum og reglum og önnur fyrirtæki í landinu eða sameinast í eitt sterkt fyrirtæki og takast þá á við erlenda samkeppni,” leggur hann áherslu á. Samkvæmt breytingum á búvörulögum frá 2004 er mjólkursamlögum heimilt að hafa með sér verðsamráð, skipta með sér markaði og sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Forstjóri MS horfir meira fram á við en ráðherrann og segist gera ráð fyrir að forréttindunum ljúki. „Það er mat mitt að við eigum eftir að standa frammi fyrir samkeppni við mjög stóra aðila í framtíðinni.” Þegar Samkeppniseftirlitið fann að sérréttindunum var svar ráðherrans hefðbundið, ein eða tvær setningar sem hafa ekki mikið gildi. Hann kaus að segja að Samkeppniseftirlitið hefði brugðið sér í stjórnmál og fannst það bara ekkert fínt, að sett væri út á löggjöf sem hann sjálfur hefur ef- laust lagt meira á sig en aðrir til að láta verða að veruleika. Það hefur ekki dregið úr vilja og krafti ráðherrans, þegar hann vildi að mjólkurseljendur lifðu við önnur kjör en aðrir fslendingar, að forréttindin eru greidd af fólk- inu í landinu, ekki af ráðherranum eða ríkisstjórninni og ekki af þeim sem njóta forréttindanna. Vegna fjarlægðar má halda að íslenskur landbúnaður hafi mikið for- skot, einkum í mjólkuriðnaði. Nýmjólk og fleiri afurðir eru því marki brennd að ferskleiki skiptir hvað mestu máli og þess vegna er nokkuð víst að ekki stendur til hörð samkeppni í sölu nýmjólkur, frekar í ostum og öðrum þannig vörum. Þess vegna eru hagsmunir seljendanna ekki nærri eins miklir og ef hægt væri að keppa við þá um allar vörur. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Í T op pvaraáfrá bíæ mveröij ^ 4 Vörumcrki sem framleidd cru afMichclin - þckktasta og virtasta dckkjaframlciöanda I hcimi I sFGoodrich Kteber Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða ... þjónusta i fyrirrúmi Gæöakaffi, nettengd tölva, timarit og blöö ... ... fyrir þig á mcöan | Aiygj ian þú bíöur i Dugguvogi 10 568 2020 Hjallahrauni 4 Hfj. ^3* 565 2121 18 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaöiA flí) §TfUGA FíeNtívINí 'fi WU|fC« í HflTTÍIVN 0G r/IM HAN4 •EKKí UFP TYRH EN RrlT TYíiR. KcSNrNG/ÍR. Hundraðshlutinn sem hvarf Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku að virðisaukaskattur, tollar og vörugjöld verði lækkuð eða lögð af í mars á næsta ári. Sam- tals ætla menn að lækkunin muni nema 7 milljörðum króna á heilu ári, eða nærri 23 þúsund krónum fyrir hvern landsmann. Það munar um minna. Ríkisstjórnin hefur jafnframt tilkynnt að aukið verði við vega- framkvæmdir á næstu árum þar sem allt stefni í að þenslan svo- nefnda sé að minnka og draga muni úr verðbólgu á næstunni. Fleiri verkefni bíða Það er gott að skattar lækki og best að þeir geri það almennt. Ein leið til að lækka skatta almennt og draga úr mismunun er að afnema alla tolla. Tollar leggjast á vörur sem koma frá löndum utan evr- ópska efnahagssvæðisins og mis- muna þar með innflutningi eftir því hvaðan hann kemur. Islenskir neytendur eru þar með sviptir hluta af þeim ábata sem þeir gætu notið af samkeppni frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins. Undanfarin misseri hefur staða Bandaríkjadals til að mynda verið veik gagnvart krónunni og því rakið í mörgum tilfellum að kaupa bandarískar vörur. En margar þeirra bera tolla sem evrópskar vörur gera ekki. Þetta ruglar verðskyn okkar neytenda enda eru tollarnir ekki sýnilegir Sigríður Andersen okkur á nokkurn hátt. Tollarnir skila ríkissjóði aðeins 1% af heild- artekjum hans og því liggur beint við að fella þá niður. Hundraðshlutinn þinn Eins og menn muna greip ríkis- stjórnin til annarra efnahagsráð- stafana í byrjun sumars. Þær ráð- stafanir voru gerðar fyrir atbeina Alþýðusambands Islands og fólu meðal annars í sér að afnema áður lögfesta lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Hin lögfesta lækkun um næstu áramót átti að verða 2% en með samkomulaginu við ASÍ var lækkunin ákveðin 1% en persónuafsláttur hækkaður til mótvægis. Margir urðu forviða að ASÍ hefði slík áhrif á lýðræðis- lega kjörna ríkisstjórn. Sjálfstæð- isflokkurinn hafði lofað þessari skattalækkun fyrir síðustu kosn- ingar og kjósendur hans eðlilega gengið að þeim vísum því flokkur- inn á sér ágæta sögu hvað helstu kosningaloforð snertir. Menn bentu með réttu á að flokkurinn hefði ríkari skyldum að gegna við kjósendur sína en ASÍ. Nú þegar aðstæður hafa að því er virðist breyst til batnaðar í efna- hagslífinu hljóta sjálfstæðismenn að tryggja að þessi skattalækkun skili sér til almennings áður en kjörtímabilið er úti. Verkefni næsta kjörtímabils Á næsta kjörtímabili þarf svo auðvitað að halda áfram að lækka tekjuskatt einstaklinga. Það er raunhæft markmið að ríkið lækki sinn hlut niður í sama hlutfall og ríkið leggur á fyrirtæki eða 18%. Þar með yrði tekjuskattur einstak- linga orðinn um 30% að útsvari sveitarfélaga meðtöldu. Það er forsendan fyrir því að hægt verði að taka upp jafnan og flatan skatt á allar tekjur í framtiðinni að tekjuskattshlutfall einstaklinga lækki jafnt og þétt næstu árin. Höfundur er lögfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið Ofurbloggarar landsins virðast hafa afskaplega ólfkar hugmyndir um mik- ilvægi sitt, hversu mikil áhrif þeir geti haft og hversu mikið þeir geti grafið upp af fréttum. Jónas Kristjánsson, kennari í rann- sóknarblaðamennsku og fyrrum ritstjóri til áratuga, gerirsérekki miklar grillur um mikilvægi blogg- ara í pistli á heimasíðu sinni. „ Við vitaverðir, sem skrifum hundrað orð á vefinn um spennandi mál líðandi stundar, erum engir rann- sóknablaðamenn. Við getum varla sagt fréttir. Það gera hefðbundnir fjölmiðlar, dagblöð og Ijósvakamiðlar." Hlutverk vitavarðanna, eins og hann kallar fréttabloggarana, segir hann að koma einum punkti á framfæri, lýsa sýn sinni á fréttir. Steingrímur Sævarr Ólafsson sem farið hefur mikinn á vefnum eftir að hann hætti sem upplýsingafulltrúi forsætisráð- herra tók þetta óstinnt upp. Sjálfur hefur hann enda verið ódrepandi við að skúbba og skrifar nú: „Hver skyldi fyrstur hafa birt fréttirnar sem urðu Maríu Borelíus, ráðherra í sænsku hægri stjórninni, að falli aðeins viku eftir að hún tók við völdum nema bloggari? Magnus Ljung- kvist, blaðafulltrúi hjá Jafnaðarflokknum, skoðaði skattskýrslur ráðherrans eftir ummæli um að hún hefði ekki haft efni á öðru en að borga barnapíum sínum undir borðið. Skatt- skýrslurnar sýndu að ráðherrann lapti alls ekki dauðann úr skel. Upplýsingarnar urðu frétta- matur i öllum helstu miðlunum í Svíþjóð." Ekki fékk Ljungkvist þó mikla upphefð fyrir störf sín segir Steingrímur Sævarr, stóru fjölmiðl- arnirstálu upplýsingunum. ó atburðir eigi sér stað í Sviþjóð eiga þeir sér þó íslenskan flöt segir Steingrímur Sævarr og spyr hvort ungir íhaldsmenn hér sjái af þessu hvers vegna menn eigi að hafa aðgang að skattaupplýsingum samborgara sinna. Hér hafa ungir sjálfstæðismenn löngum barist gegn birtingu skatta- skráa og þess er skemmst að minnastað Borgar ÞórEin- arsson og félagar þrömm- uðu á skrifstofur tollstjóra til að meina almenningi aðgang að skattskránum. brynjolfur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.