blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaöiö Mriá. neytendur neytendur@bladid.net Wal-Mart fær á baukinn Verslanakeðjan Wal-Mart hefur verið dæmd til að greiða rúma 5 milljarða króna í bætur til starfsmanna sem voru neyddir til að vinna í lögbundnum hvíidarhléum. Á íslandi er lögbundið hlé 15 minútur á hverjum 6 klukkustundum. Gunnar Páll Pálsson, formaðj ur VR, segir það almennt virt nema í undantekningartilfellum. J WAL’MART AlVftVS IOW PfVCiS ALWAYS WAL UAfíT /mf'- Jón Gnarr lætur sig vlðskiptaVINI varða Ekki tækifæri til að vera ekki lengur. Það var ekki þörf á hæfni til samskipta í því bænda- og sjómannasamfélagi sem við lifðum i en nú er hún nauðsvn. Jón nefnir að við Islendingar höf- um mikið að læra af útlendingum sem hingað koma. „Miklu meira en okkar grunar. Við erum afar stolt og það er gott að vera ánægður með sjálfan sig en um leið og maður fer að trúa því að maður sé betri en aðr- ir þá einangrar maður sig og dregst aftur úr því staðreyndin er sú að flestar umbætur hafa komið hingað vegna útlendinga.” Jón segir okkur íslendinga gjarnan horfa fram hjá því sem gott er og einblína á það sem er leiðinlegt. „Við gleymum því að Danir færðu okkur margt gott, kynntu okkur til að mynda fyrir klósettinu, en meira er talað um að þeir seldu okkur ónýtt mjöl. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamönn- um, víðast hvar er því fagnað að þessir herskáu andskotar séu farnir héðan. En engin umræða fer fram um hvaða gagn við höfðum af veru þeirra hér; áhrifum þeirra á menn- ingu landsins og þeirri staðreynd að þeir björguðu mörgum íslenskum sjómönnum úr hættu.” Að gefa í stað þess að fá Jóni er umhugað um að fólk sýni hvert öðru vinsemd. „Það er allt í lagi að vera dónalegur í fámenni, þá er bara hægt að segja að bóndinn á næsta bæ sé hálfviti, en þetta verður okkur til trafala í opnu nútímasam- félagi. „Tímarnir eru breyttir," segir Jón og bendir á mikilvægi þess að við getum tekið breytingum. „Við erum svo stutt á veg komin,“ seg- ir hann. „Það eru ekki nema 20 ár síðan okkur var kennt að svara í síma. Það kom hingað maður að utan og kenndi fólki að svara svona í símann: „Dekkjaverkstæði Jóns, góðan daginn, get ég aðstoðað?” 1 staðinn fyrir hið dæmigerða ís- lenska svar sem var geðvonskulegt: „HALLÓ“.“ dista@bladid. net leiðinlegur við Eg er viðskiptaVINUR,” segir Jón og leggur áhersl- una á orðið vinur. Jón Gnarr hefur í samstarfi við Þekkingarmiðstöðina, á veg- um VR, haldið fyrirlestra um þjónustu á íslandi og upplifanir sínar á hugtakinu. „Þjónusta er samskipti,” segir Jón. „Samskipti þar sem önnur manneskjan er ekki óvinur þinn. Engin tortryggni og við- skiptaVINURINN er VINUR. Bara önnur manneskja. Þegar manni líður illa og er ófullnægður, finnst mörgum gott að nota tækifærið til að demba óánægju sinni á annað fólk. Það hefur þótt sjálfsagt hér á landi að maður geti ælt óánægju sinni á ná- ungann en þjónusta er ekki tækifæri fyrir eina manneskju til að vera leið- inleg við aðra manneskju.” aðra Skilagjald á keyptum bókum j bókaverslunum tíðkast það að innheimta sérstakt skilagjald á bókum. Gjaldið sem er allt að 250 krónur er oftast innheimt sé varan ekki keypt hjá viðkomandi fyrirtæki eða ef skilamiða eða nótu vantar til að staðfesta kaupin. Þórunn Inga Sigurðardóttir, verslun- arstjóri í Eymundsson, Austurstræti, segir verslunina innheimta 250 króna skilagjald ef bókin er keypt annars staðar. „Við endurgreiðum fólki í peningum sé nóta til að stað- festa kaupin og hafi þau verið gerð innan 10 daga, annars er hægt að fá inneignarnótu.” „Við höfum í of langan tíma komist upp með að vera durtar" Jón segir þjónustu ekki hafa verið háttskrifaða hér og landi og þjón- ustustörf þyki ekki eftirsóknarverð. „íslendingar hafa margir mjög úrelt- ar hugmyndir um þjónustu," segir Jón. „Þeim finnst að það að veita þjónustu sé einhverskonar þræls- lund, að þeir séu að taka niður fyrir sig, en það er útrunnið bændastolt og misskilningur.” Jón segir íslendinga í of langan tíma hafa komist upp með að vera durtar. „Fólk horfir niður á tær sér meðan það afgreiðir fólk og yrðir jafnvel ekki á viðskiptavini sína. En hæfni til samskipta skiptir svo miklu máli í dag að þetta dugar Nýtttákn um gaaði Komdu á lippskeruhátíö Brimborgar í clag. Ofurtilboö. Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt** veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvernig þú geturfengið þér nýjan Ford á uppskeruverði. frekari~ ~ '• ' . bnmborg Öruggur stadur til að vera i Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sfmi 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.lord.ls * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyla verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Bílasamningur er lán með 20% útborgun og mánaðartegum greiðslum i 84 mánuði og eru háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta. Rekstrarteiga er miðuð við mánaðarlegar grerðslur 139 nránuði sem eru háðar gengi erlerrdra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustuettirlit samwæmt lerli tramleiðanda og Brimborgar er innrtalio I leigugreiðslu og allt að 60.000 km akstur á tlmabilinu. ** Staðgreitt 45 dögum eftir alhendingu nýja Msins. Nárrari upplýsingar veita söluráðgjalar Brimborgar. Eitraðar samfellur Danska Ney tendablaðið Tænk hef- ur látið til sín taka á markaði neyt- enda og lætur sér sérlega annt um vörur sem eru markaðssettar fyrir börn. I könnun sem blaðið lét gera kemur í ljós að svokallaðar samfell- ur (nærföt) fyrir lítil börn geta inni- haldið afar skaðleg efni sem hafa áhrif á heilsu ungbarna. Af sextán samfellum sem Tænk lét kanna innhéldu sex af þeim óæski- leg efni svo sem þalöt og triclosan. Allar samfell- urnar voru litaðar og sumar voru með áprentuðu mynstri eða myndum. Fjórar samfellur innihéldu þalöt sem er efni not- að til að mýkja plast og eru skaðlegustu tegundirnarbann- aðar í barnaleik- föngum. Samfella frá Disney innihélt þalatið DEHP sem er einna verst og það í töluverðum mæli. Sú samfella sem fékk bestu ein- kunn er efst og sú sem er neðst á list- anum kom verst út. NIÐURSTÖÐUR SAMFELLU- KÖNNUNAR TÆNK 1. Katvig 9. Ductus 2. Living Craft 10. Holly's Baby 3. Petit Bateau 11.Joha 4. H&M 12. Little One 5. Friends 13. Trendy Wear 6. Bakito 14. Name it 7. Marimekko 15. Ipsen Cph. 8. Be Kids SÉÉ&*. - 16. Disney

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.