blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaöiö heimili@bladid.net Verslunin Kokka selur allt i eldhúsið og þar á meðal laufabrauðsjárn sem allir vita að er nauðsynlegt í laufabrauðsgerðinni. Járn- ið erfagurt og framleitt af renniverkstæði Haraldar Einarssonar. Nú er um að gera að fara að græja sig upp fyrir jólaundirbúninginn en kannski er líka hægt að nýta járnið við óárstiðabundinn bakstur. Mjúkt fyrir kalda fætur Að vakna á köldum og dimmum vetrarmorgnum getur verið átak í sjálfu sér sem reynir á viljastyrk margra, þó ekki bætist við að berir fætur mæti ísköldu svefnherberg- isgólfi að morgni dags. Falleg og mjúk gólfmotta við rúmið verndar viðkvæma fætur og gerir svefnher- bergið hlýlegt. Tæki í öllum regnbogans Stundum er talað um eldhúsið sem hjarta heimilisins. Eldhúsið er gjarnan helsti íverustaður fjölskyld- unnar og þar safnast iðulega flestir saman í partíum. í dag eru kröfurnar um „hið fullkomna” eldhús orðnar miklar og tækin og græjurn- ar verða sífellt fullkomnari og fullkomnari, dýrari og dýrari. Skápar sem ná upp í loft eru að verða algeng ósk þeirra sem eru að endurgera eldhúsið og búrskápar sem hafa geymslugetu á við flugmóðurskip eða að minnsta geta þjónað hlutverki neyðarskýlis á stríðstímum eru alger krafa. Það eru þó kannski frekar litlu hlutirn- ir og græjurnar sem gefa eldhúsinu líf og fá hjartað til að slá. Kaffivélar í öllum regnbogans litum hafa verið áberandi að undanförnu og þær gefa naumhönnuðum eldhúsbekkjum lit og sjá eigendum fyrir góðu kaffi. Litagleðin þarf ekki endilega að stoppa við kaffivélina heldur eru hrærivélar og blandarar til í allskyns litum. Brauðrist- in úr burstuðu stáli hefur staðið fyrir sínu en nú er hægt að eignast brauðrist í ýmsum litum. Konur (og menn) sem í æsku léku sér með barbí geta nú loksins látið bleika eldhús- drauminn verða að veruleika. Stœkkaðu við þig fyrir aðeins 1.990.000 kr. HAUST TILBOÐ A VECTRA ELEGANCE Reynsla blleiganda er að pláss sé dýrt. Nýr Opel Vectra býður upp á hámarksrými fyrir alla farþega en er í verðflokki með mun smærri bllum. í akstri gefur hann dýrari bílum ekkert eftir og öll hönnun er gjörbreytt með gæði og þægindi sem algjört forgangsatriði. Núna bjóðum við þennan frábæra bíl á hausttilboði. Komdu til okkar, keyrðu hann og kollvarpaðu fyrri hugmyndum þínum um Opel.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.