blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Borgar þú afnotagjöld? „Já, ég hef alltaf borgað mín afnotagjöld. Lika þegar ég var starfsmaður Ríkisútvarpsins." Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra Cecilia Stegö Chiló, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér á mánudaginn eftir að upp komst að hún hafði ekki greitt afnotagjöld af saenska ríkissjónvarpinu í 16 ár HEYRST HEFUR... Rebekka Rán Samper myndlistarmaður haslar sér senn völl á nýjum vett- vangi en hún hefur verið ráðin í stöðu markaðs- stjóra Háskól- ans á Bifröst og tekur við nýja starfinu í byrjun næsta mánaðar. Rebekka hefur getið sér gott orð í listheim- inum en hún á ekki langt að sækja hæfileikana enda foreldrar hennar báðir mynd- listarmenn og bróðir hennar Baltasar þekktur leikari og leikstjóri. Hún er ekki heldur ókunnug markaðsfræðum og viðskiptum enda lauk hún MBA-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor. Enn fremur hefur hún fjölþætta starfs- reynslu að baki en hún hefur meðal annars starfað við grafíska hönnun, markaðs- setningu, leiðsögumennsku, fjölmiðlun og kennslu auk þess að annast ýmiss konar verkefnastjórn á sviði lista, menningar og viðskipta. Aðdáendur Guðbergs Bergssonar hafa ástæðu til að kætast því að rithöfund- urinn síungi hefur tekið til við að skrá daglegar hugsanir ^ sínar á vef- síðu JPV-for- lags www. jpv.is. Sumar hugs- anir meistar- ans minna á spakmæli eins og þessi: „Maður er aldrei of gamall til að vera ungur.“ Fyrr í vikunni varð hlerunarmálið honum að umhugsunarefni eins og fleirum: „Er hægt að þjarma að fortíðinni í síma- hlerunarmálinu svo lygarar verði leitendur? Myndast ekki þannig dauðasveitir sannleikans?" Róbert Douglas Segist hljóta að vera á mjúku tímabili sem kvikmynd- agerðamaður. Mynd/Rax Oft er skorpuvinna í kvikmyndabransanum Róbert Douglas kvikmynda- gerðarmaður er að undirbúa sína næstu kvikmynd þessa dagana auk þess að vera með heimildarmynd í vinnslu. „Ég er búinn að vera að skrifa handrit. Og rétt að byrja að athuga með fjármögnun. Leikin mynd þar sem söguþráðurinn er Evróvisjón-söngvakeppnin.” Róbert segir tíma til kominn að fjalla um Evróvisjón-söngvakeppn- ina sem allir íslendingar hafi svo mikinn áhuga á sem raun ber vitni. „Ég hef áhuga á Evróvisjón eins og aðrir íslendingar,” segir Róbert og vill meina að hann sé dæmigerður íslendingur þegar kemur að því þjóðarsporti sem Evróvisjónglápið er. Róbert er búinn að vera að skrifa handrit að myndinni með Þorsteini Guðmundssyni og er að athuga hvernig staðið verði að framleiðslu hennar. „Ég vonast til að tökur hefj- ist á næsta ári,” segir hann. Aðspurður um það hvort hann sé á einhvers konar mjúku tíma- bili sem kvikmyndagerðarmaður segir hann það hljóta vera. „Ég gerði mynd um homma sem spilar fótbolta og næsta mynd er um Evr- óvisjón, þannig að það mætti kalla þetta bleikt tímabil eða eitthvað svoleiðis." Áður en Róbert byrjaði að leikstýra myndum vann hann baki brotnu við uppvask og afgreiðslu. „Ég vann við uppvask á Kaffi List og Múlakaffi og á vídeóleigunni Vídeóheimum en ég var alltaf að vesenast við að búa til stuttmyndir og hef viljað starfa við kvikmyndir síðan ég man eftir mér.” Hann segir það ekki hafa verið auð- velt að byrja ferilinn og það þurfi sterka trú á sjálfan sig til að komast að settu marki. „Maður þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og ekki gef- ast upp. „Allar þessar klisjur gilda,” bætir hann við. Róbert segir vikuna hafa verið annasama. Þannig sé það oft og tíðum. Það sé skorpuvinna í kvik- myndabransanum. Stundum sé rólegt en oft verði álagið mikið. „Sérstaklega við tökur, þá verður sól- arhringurinn 30 tímar.” dista@bladid.net SU DOKU talnaþraut 7 6 8 2 5 9 3 4 1 1 4 2 6 3 7 9 5 8 9 3 5 1 4 8 6 2 7 8 5 3 9 6 2 1 7 4 4 9 1 7 8 5 2 3 6 6 2 7 3 1 4 5 8 9 2 8 6 4 9 3 7 1 5 3 1 4 5 7 6 8 9 2 5 7 9 8 2 1 4 6 3 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir I hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 4 5 6 3 9 1 6 7 5 4 6 1 2 3 9 9 8 3 1 7 2 9 6 5 8 6 7 8 eftir Jim Unger Ég vona að ég fái mitt eigið herbergi! 12-7 © Jlm Unger/dlst. by United Medla. 2001 Á förnum vegi Hver nær 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík? Siggeir Örn Steinþórsson, nemi Klárlega Blöndalinn. Áfram Samfylkingin! Valdís Magnúsdóttir, nemi Björn Bjarnason nær öðru sætinu. Haukur Örn Gunnarsson, nemi Ég hugsa að það verði Björn Bjarnason. Bjarki Sörens, nemi Blöndal. Pétur Blöndal. Tindur Júlíusson, nemi Guðlaugur Þór tekur annað sætið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.