blaðið - 20.10.2006, Side 2

blaðið - 20.10.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ Í DAG Hvasst Norðaustanátt, víðast 8 til 15 metrar á sekúndu en 18-25 suðaustanlands og enn hvassara í hviðum. Skúrir eða slydduél norðaustantil á landinu, annars bjartviðri. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig. ÁMORGUN Hlýnar aðeins Norðaustanátt, 8 til 13 metrar á sekúndu suðaustanlands. Léttskýjað á suðvestur- og vesturlandi, annars skýjað og lítilsháttar skúrir eöa slydduél allra austast. Hiti 2 til 8 stig. VÍÐAUM HEIM 1 Algarve 21 Amsterdam 15 Barcelona 21 Berlín 14 Chlcago 3 Dublin 13 Frankfurt 15 Glasgow 14 Hamborg 15 Helsinki 5 Kaupmannahöfn 13 London 16 Madrid 15 Montreal 7 New York 17 Orlando 21 Osló 8 Palma 24 París 16 Stokkhólmur 9 Þórshöfn 9 Úttekt Deloitte: Óljóst hvert strætó stefnir Reglan um skiptingu kostn- aðar Strætó bs milli sveitarfé- laganna býður upp á tortryggni og ágreining milli eigenda byggðasamlagsins. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Deloitte á Strætó. Núverandi stjórn Strætó hefur óskað eftir því að vinnu við nýja kostnaðarskiptingu verði flýtt og munu tillögur til stjórnar verða lagðar fram innan fárra daga. Deloitte segir í úttekt sinni að óljóst sé hvert eigendur Strætó vilji stefna enda sé ekki til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir Strætó. Ennfremur kemur frain að bein pólitísk afskipti af daglegri starfsemi Strætó séu töluverð og skaðleg fyrirtækinu. írak: Hræöast borgarastríö Ahmed Abul Gheit, utanríkis- ráðherra Egyptalands, varar við því að allsherjar borgarastríð á milli trúarhópa brjótist út í írak. Hann hvetur trúarleiðtog- anna sem funda um ástandið í Irak í Mekka í Sádi-Arabíu í dag til þess að gera sitt til þess að stuðla að friði. Fundur trúarleiðtoganna snýst um hvernig megi lægja ófriðaröldurnar í írak. Fund- urinn er haldinn að tilstuðlan samtaka íslamskra ríkja. Blind og sjónskert börn læra ekki blindraletur Blindir flytja úr landi ■ Brot á mannréttindum ■ Þekkingarmiðstöð nauðsynleg Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það er hreinlega mannréttinda- brot að ekki skuli vera séð til þess að blind börn læri að lesa. Það er skammarlegt fyrir okkur fslend- inga sem sendum fé til þróunar- hjálpar að aðstoð okkar við blinda hér á landi skuli vera á því stigi að börnin geti ekki lært blindraletur," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir. Dætur hennar tvær, Áslaug Ýr og Snædís Rán sem eru tíu og tólf ára gamlar, eru báðar mjög sjón- og heyrnarskertar. Báðar veiktust þær um fimm ára aldur af óþekktum sjúkdómi sem leiddi til heyrnar- skerðingar og siðar skerðingar á sjón. Bryndís segir að dætur sínar hafi reyndar verið orðnar læsar þegar þær fóru að missa sjón. Þær lesi báðar með aðstoð lestækis og standi sig vel í náminu í Hlíðaskóla. Þangað kom kennari úr blindra- deild Álftamýrarskóla, á meðan hún var enn starfandi, til að kenna þeim blindraletur. Blindradeildin var hins vegar lögð niður fyrir tveimur árum. Það var mat fræðsluyfirvalda að nem- endur væru ekki nógu margir til að halda úti slíkri sérdeild. Nú hafa yf- irvöld ákveðið að koma á fót einni ráðgjafastöðu í eitt ár til að sinna bæði grunn- og framhaldsskólastigi. Þetta er eingöngu bráðabirgðalausn, að mati Blindrafélagsins. „Við viljum fá þekkingarmið- stöð, svipaða þeim sem reknar eru í nágrannalöndunum, þar sem öll þekking sem snýr að kennslu og end- urhæfingu verði á einni hendi. Þjón- ustan á að vera bæði fyrir börn og fullorðna,“ leggur Bryndís áherslu á. Hún segir foreldra háða því að börnin lendi hjá kennara sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig til að takast á við verkefnið. Slíkt sé ekki sjálfgefið. „Þetta snýr ekki bara að blindraleturskennslu heldur að öllu námsefni. Hvernig á til dæmis að kenna blindum landafræði? Það þarf sérstök námsgögn til þess. Það er ekkert víst að þau fáist í Blindra- bókasafninu. Aðgangur að slíku námsefni skiptir miklu máli fyrir almenna kennara. Þeir útskrifast ekki með sérþekkingu á fötlun. Tölvukennslan fer fram samkvæmt almennri námskrá en það eru til sér- stök tæki og forrit fyrir blinda við töluvnotkun sem kennarar kunna ekki á,“ bendir Bryndís á. „Kennarar sem leggja mikið á sig til afla sér upplýsinga um aðstoð við fötluð börn eru undir miklu álagi. Það þarf að grípa til einhverra að- gerða svo að við missum þá ekki í önnur störf.“ Samkvæmt upplýsingum frá Blindrafélaginu koma fjögur til átta börn að jafnaði á hverju ári inn í grunnskólana sem þurfa á sér- kennslu að halda vegna sjónskerð- ingar eða blindu. Alls eru börnin um 6o á öllum stigum grunnskól- ans. Aðeins einn skóli, grunnskól- inn á Álftanesi, hefur ráðið til sín blindrakennara og sinnir hann einu barni. Tvær fjölskyldur hafa flutt úr landi vegna skorts á aðstoð við sjón- skert börn þeirra. Hæstiréttur: Lengdi dóm yfir Litháa Dómur yfir Romas Ko- sakovski var þyngdur úr tveimur og hálfu ári í fjögur í Hæstarétti íslands í gær. Romas var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í sumar fyrir að flytja inn í landið amfetam- ínbasa sem hægt var að vinna tæp tuttugu kíló úr. í dómsorði Hæstaréttar segir að skýringar hans hafi verið fráleitar og að hann eigi sér engar máls- bætur. Frá dómi hans dregst gæsluvarðhald. Hamas-samtökin: Eru hissa á andstöðunni Það kom ráðamönnum innan Hamas-samtakanna, sem leiða ríkisstjórn palestínsku heima- stjórnarinnar, algjörlega í opna skjöldu hversu mikil andstaða alþjóðasamfélagsins var við valdatöku þeirra fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í blaða- grein Ahmed Youssef, sem pól- itískur ráðgjafi Ismail Haniyeh forsætisráðherra skrifaði. Grein Youssef er hluti af greinaröð háttsettra Hamas- liða sem er ætlað að útskýra afstöðu samtakanna í veiga- miklum málum og lægja ófriðarbálið sem nú geisar á heimastjórnarsvæðinu. Hamas neitar að viðurkenna tilverurétt ísraels og standa við samninga fyrri ríkisstjórnar. 11 ÍSLANDS NAUT /Sl)/o íilvláUur al Ivlandvnaiitvi/örum í t/('.rvliinum Ifónuv |)((vva irileti Nemi í Garðyrkjuskólanum segir kannabisræktun furðu einfalda: Kannabis í Þykkvabæ Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Fimmtíu kannabisplöntur og tugir gramma af unnu marijúana fundust við húsleit í Þykkvabæ á miðviku- daginn. Stærsta plantan reyndist vera um no sentimetrar á hæð. Lög- reglan á Hvolsvelli og Selfossi hand- tóku mann á fertugsaldri. Hann var yfirheyrður og kom þá í ljós að hann hafði verið með græna fingur í allnokkurn tíma. Honum var sleppt samdægurs og áhöld til ræktunar og neyslu gerð upptæk. Samkvæmt lögreglunni á Hvol- svelli hefur heimaræktun á kannabis aukist nokkuð undanfarin ár. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, fer mesta framleiðsla kannabisefna fram á tslandi. Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli hefur eingöngu lagt hald á um 8oo grömm af marijúana á öllu árinu. „Það er mjög einfalt að rækta kannabis," segir Ingimar Ingimars- son nemandi í Garðyrkjuskólanum á tslandi en hann áréttar að hann hafi þó ekki prófað það. Hann segir að það eina sem þurfi sé ákveðin birta, hitastig og reglulega vökvun. Þó sé eflaust flóknara að vinna eitrið úr plöntunni.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.