blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 4
Daily Vits FRÁ ffiSSP vwww.nowfoods.com GÓÐ HEILSA GULLI BETRI 4 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöiö INNLENT Kvikmyndaborg norðursins Borgarráð hefur samþykkt tillögu formanns borgarráðs um að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvik- myndafyrirtæki. Til að ná því fram verður skipaður starfs- hópur sem á að skapa þær kjöraðstæður sem alþjóðlegur kvikmyndaiðnaðurinn þarf á að halda. HJALPARSTARF Þúsundir fá hreint vatn [ síðustu jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar söfnuðust 32 milljónir króna sem verður varið í byggingu brunna. „Fyrir þá fjárhæð munu 266 þúsund manna í Mósambík, Malaví og Úg- anda fá hreint vatn,“ segir Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Fór í mál við ríkið vegna nauðungarflutnings í íslenskt fangelsi: Vildi vera í dönsku fangelsi ■ Var neyddur til íslands ■ Finnst íslensk fangelsi frumstæð Eftir Val Grettisson APÓTEK OO HEiLSUBÚOIB Rplheilsa kí Ji ■ fhiföu ímö gott UÐ-AKTÍN EXTRA Glucosamíne & Chondroitin Heldur liðunum liðugum! heilsa -hafóu þaö gott valur@bladid.net „Ég vildi ekki fara inn í þetta kerfi og upplifa þennan hrylling," segir Vil- helm Örn Ottesen. Hann var fluttur gegn sínum vilja úr dönsku fangelsi yfir í íslenskt. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu fyrir nauðungaflutn- inginn en ríkið var sýknað. Dómur féllst ekki á það að farið hefði verið gegn lögum um flutning mannsins til íslands og að hann hafi ekki sýnt fram á skaðabótaskyldu ríkisins. Samt kom hann því skriflega áleiðis í Danmörku að hann vildi alls ekki flutning til íslands. „Ég var rifinn heim og sendur beint í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og það var hreint helvíti," segir Vilhelm en hann var búinn að ná sér á ágætis strik í danska fangelsinu. Hann hafði verið dæmdur í Danmörku fyrir að fjármagna kaup á fíkniefnum. Vilhelm segir að það versta við að vera í hegningahúsinu hafi verið iðjuleysið. i Danmörku hafði hann getað unnið og eytt sínum frítíma í þær tómstundir sem honum hugnað- ist. Aftur á móti hafi ekkert af þessu verið í boði í Hegningarhúsinu. hvar sem er og hvenær sem er... _TL_ Microsott J ? Wicfosott q HOutlook Lnr* PowerPoint Microsoft Word MlCfOSOft Excel aMicrosoft \ | Microsoft Access H_____J FrontPage Adoh'Photoshop Lotus. HOteS VWW.T0LVUNAM.15 • SIMl: 552-2011 • TOLVUNAM TOLVUNAM.l Ömurleg vist/Að sögn Vilhelms Ottesens var vistin ííslenska fangels- iskerfinu hreint helvíti miðað við það danska. „Það endaði á því að ég bað um að fara á Litla-Hraun því mér var farið að líða svo illa þarna,“ segir Vilhelm en honum gekk afar illa að fóta sig í hráslagaralegu umhverfinu á Skólavörðustíg. Að hans sögn er enginn leið að eyða sínum frítíma á Litla-Hrauni en þar er eitt sjónvarpshol sem menn geta drepið tímann. Þar að auki eru allir fangar á sömu deild, hvort sem þeir eru barnaníð- ingar, morðingjar eða smáglæpamenn. f Danmörku eru hólf- aðar deildir að sögn Vilhelms. Hafi menn haft áhuga á að hitta vini eða kunningja á öðrum deildum stóð það til boða. „Ég bauð í matarboð á deildina mína og svo öfugt í Danmörku," segir hann en í klefunum þar eru ísskápar og boð- leg aðstaða að mati Vilhelms. Vilhelm hefur ekki áður setið inni á íslandi og segist hafa fengið menningarsjokk vegna munarins á milli fangelsa. Hann glímir við þ u n g - MJÓLKURVÖRUR ( SÉRFLOKKI rn? FLOKKI Er mikið ála i skólanum? ? LGG+ er fyrírbyggjandi vörn! Streita og kviði, skyndibitafæði, sætindi, stopular máltiðir - allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raskað bæði ónæmiskerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróað til að vinna gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. lyndi og segist enga aðstoð hafa fengið vegna veikinda sinna. Hann gagnrýnir fangelsiskerfið harðlega og bendir á að hann hafi haft greiðan aðgang að félagsfull- trúa í Danmörku sem aðstoðaði hann við upp- byggingu á sér sjálfum og að huga að framtíð- inni. Slíkt mun ekki vera til staðar hér * að hans sögn. „Þaðerheil- margt sem við getum lært af fangels- isstofnun í Dan- mörkusegir Vil- helm sem nú hefur náð lífi sínu á réttan kjöl. Hann er í fullri vinnu en þó enn hann að jafna sig eftir undarlega reynslu á fangelsiskerfum Norðurlanda. Tsjernobyl í Úkraínu er mengaðasta borg heims: Bestu dekkin átta ár í röð! [ átta ár í röð hafa Toyo dekkin veriö valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Vagnhöföa 23 - S: 590 2000 Mengun dauðadómur íbúanna Rúmlega tíu milljónir manna búa í tíu menguðustu borgum heims. Ný skýrsla líkir lífi þeirra við það að búa við dauðadóm. Skýrslan er gefin út af Blackwell-stofnuninni, sem er alþjóðleg umhverfisrann- sóknarstofnun, og í henni kemur meðal annars fram að íbúar í borgum þar sem mengun er alvar- legt vandamál eigi í mikilli hættu að sýkingar í lungu og krabbamein og meðalaldur þeirra sé mun sty ttri en þeirra sem búa í heilbrigðara umhverfi. Af tíu menguðustu borgum heims eru fimm í fyrrum lýðveldum Sov- étríkjanna og hinar fimm eru í Kína, Dóminíska lýðveldinu, Perú, Zambíu og Indlandi. Hvergi er mengun meiri en í Tsjernobyl í Úkraínu. Fram kemur í skýrslunni að allar borgirnar eiga það sameig- inlegt að vera fjarri höfuðborgum ríkjanna og öllum stöðum sem vekja áhuga meðal ferðamanna. Borgirnar eru sagðar vera minnis- LISTI YFIR MENGUÐUSTU BORGIR HEIMS 1 Samkvæmt skýrslu Blackwell-stofnunarinnar: Tsjernobyl, Úkraínu Dsershinsk, Rússlandl Haina, Dóminíska lýöveldinu Kabwe, Zambíu La Oroya, Perú Linfen, Kína jf Maiuu Suu, Kirgistan Norilsk, Rússlandi Ranipet, tndtand Rudnaya Pristan/Dalnegorsk, Rússland Frá Tjernobyl Bæði menn og fjórfætiingar eru enn að súpa seiðið af kjarn- orkusiysinu í Tsjernobyi. varðar þess skeiðs þegar stjórnvöld gáfu mengunarvörnum engan gaum og í flestum tilvikum stafar mengunin af blý- og kolanámum sem engar reglugerðir gilda um og frumstæðum verksmiðjum sem framleiddu kjarnavopn. 1 sumum þessara borga getur fólk einungis átt von á að lifa í rúma fjóra áratugi. Að sögn Robert Fuller, sem er stjórnandi og stofnandi Blackwell- stofnunarinnar, ráða menn bæði yfir tækni og getu til þess að leysa mengunarvandamál í borgunum. Þar af leiðandi liggur vandinn ann- ars staðar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.