blaðið - 20.10.2006, Síða 8

blaðið - 20.10.2006, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöiö B R A S S E R I E •tL HÓTEL REYKJAVÍK Fiskur hollur þrátt fyrir kvikasilfur Bandaríska Vísindaakademían hefur komist aö þeirri niðurstöðu að fiskát sé hollt fyrir flesta þrátt fyrir kvikasilfursmengun og áhrif annarra skaðlegra efna. Akademían gagnrýnir þó stjórnvöld fyrir að að uppfræða ekki almenninig um hvers konar fisk hann ætti að borða og fyrir að gera ekki nægilegar mælingar á kvikasilfursmagni í fiski. Villibráð & dekur á Grand Hótel Reykjavík Fordrykkur Fjögurra rétta villibráðarmatseðill Vínflaska: Corona de Aragon Reserva 2000 Gisting fyrirtvo Morgunverður Alls kr. 19.800 fyrir parið Eingöngu matseðill Kr. 12.400 fyrirparið Gildir allar helgar frá 20. okt. - 18. nóv. Bókaðu á netinu www.reykjavikhotels.is eða ísíma 514 8000 m KCtLIR HOFUM HKTT Konur í forystu: Ekki fjölgað í stjórn í sjö ár Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur haldist nánast óbreytt frá árinu 1999, sam- kvæmt samantekt Hagstofunnar. Árið 1999 voru 21,9 prósent stjórn- armanna i fyrirtækjum konur en í fyrra voru þær 22,3 prósent. Konum sem gegna stjórnarfor- mennsku hefur fækkað hlut- fallslega á tímabilinu úr 22,4 prósentum í 21,7. Á sama tíma hefur fyrir- tækjum með konur sem fram- kvæmdastjóra fjölgað úr 15,4 pró- sentum árið 1999 í 18,2 prósent árið 2005. Algengast er að konur gegni framkvæmdastjórastöðu í smærri verslunar- og þjónustu- fyrirtækjum með innan við tíu starfsmenn. ELDHÚSIÐ KOMIÐ HEIM OG SAMAN FYRIRJÓL! efgengið er frá pöntun íoktóber. FUUKOMIN lOGUN OG LÍIKNI 20% AFSLÁTTUR VEITTUR AF AEG HEIMILISTÆKJUM ÞEGAR KEYPTAR ERU INNRÉTTINGAR FRÁ HTH. 1 M Glæsieldhúsin frá HTH eru ekkieinsdýr ogþaulítaút fyrirað vera! Ef þið leitið að eldhúsinnréttingu, innréttingu í baðherbergið eða fataskápum, sem sameinar fegurð og gegnheil gæði, ættuð þið að skoða HTH. Við bjóðum afar fjölbreytt úrval innréttinga í margvíslegum út- færslum, svo þið ættuð að finna hjá okkur vandaða innréttingu, sem hentar smekk ykkar og þörfum. Þið fáið mikið fyrir peningana, því innifalið í verðinu er ráðgjöf fagfólks við hönnun innréttingarinnar - allt eftir ykkar óskum. Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur hina fjölbreyttu möguleika, sem felast I lausnum HTH. Lítið inn í glæsilegan sýningarsal okkar í Lágmúla 8 og sjáið það allra ferskasta í hönnun eldhúsinnréttinga. Opið virka daga frá 9-18og laugardaga frá 11-15. ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 ... þú færð það aðeins betra! FRÉTTAVIÐTAL ■ Árið 1994 skipaði norska Stórþingið sérstaka rannsóknarnefnd, Lund-nefndina, til að rannsaka hleranir norsku lögreglunnar og leyniþjónustunnar á kaldastríðsárunum. Nefndin skilaði af sér sex hundruð blaðsíðna skýrslu árið 1996 HLERANIR í NOREGI ■ SteingrímurJ. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, rifjar upp hlerunarmál í Noregi. „Líkt og hér á landi var þetta eitthvað sem vinstri- menn hafði grunað. Á daginn kom að þessar hleranir leyniþjón- ustunnar voru reknar í mjög þéttu sam- starfi við norska Verkamannaflokkinn." Hið sanna leitt í Ijós Hleranir án leyfa ■ Fylgst með sósíalistum Eftir Atla ísleifsson atlii@þladid.net Árið 1994 skipaði norska Stórþingið sérstaka rannsóknarnefnd, Lund- nefndina, til að rannsaka hleranir norsku lögreglunnar og leyniþjónust- unnar á kaldastríðsárunum. Nefndin skilaði af sér sex hundruð blaðsíðna skýrslu árið 1996. Skýrslan vakti mikið umtal sökum þess að í ljós kom að stór hluti hlerananna hafði verið ólöglegur og eftirlit dómstóla ekki nógu öflugt. Símar þúsunda vinstrimanna höfðu verið hleraðir allt til ársins 1989 og spjaldskrár haldnar, meðal annars um ellefu ára gömul börn. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að eftir að nefndin hafi tekið til starfa hafi smátt og smátt komið upp úr kafinu að víðtækar símhleranir og persónu- njósnir hafi verið stundaðar á tímum kalda striðsins í Noregi. „Líkt og hér á landi var þetta eitthvað sem vinstri- menn hafðigrunað. Á dag- inn kom að þessar hler- anir leyniþjónustunnar voru framkvæmdar í mjög þéttu samstarfi við norska Verkamannaflokk- inn. Þetta var mjög erfitt mál fyrir kratana, en sá flokkur er stóri valdaflokkurinn í Noregi. Þeir voru oftast í ríkisstjórn á kaldastríðs- árunum og í ljós kom að þeir hefðu látið leyniþjónustuna fylgjast mjög náið með þúsundum sósíalista." Eftir að upplýsingarnar um þessar víðtæku njósnir komu upp á yfir- borðið voru mismunandi hugmyndir um hvað ætti að gera. „Kratarnir reyndu að þæfa máli í fyrstu og er í raun mjög fyndið hvað viðbrögð Sjálf- stæðisflokksins hér á landi líkjast viðbrögðum norsku kratanna. Minni- hlutastjórn var í Noregi og þingið lét ekki bjóða sér það að stjórnvöld þvæld- ust eitthvað fyrir. Þingið skipaði hins vegar rannsóknarnefnd, Lund-nefnd- ina, sem var skipuð vönum rannsókn- ardómurum og löglærðum mönnum. Munurinn á þeirri nefnd og þessari íslensku skjalanefnd er að þeirri fyrr- nefndu var beinlínis uppálagt að rann- saka atburðinn sem slíkan. Hún stóð fyrir sjálfstæðum rannsóknum og hafði til þess sterkar lagaheimildir." Steingrímur segir að lög hafi verið sett um ferlið til að létta af mönnum trúnaðarskyldu og sumum mönnum var veitt sakaruppgjöf. „Mönnum var gert skylt að upplýsa nefndina um allt sem þeir vissu um hleranirnar og gátu verið öruggir til að mæta fyrir nefndina og bera vitni. Hleranirnar voru rækilega rannsakaðar og í ljós kom að leyniþjónustan hafði hlerað síma og haldið spjaldskrár. Þá hafði Verkamannaflokkurinn haldið spjald- skrár á grundvelli þessara upplýsinga um tugi þúsunda manna lengst til vinstri i norskum stjórnmálum.“ Á grundvelli hlerananna galt fólk skoðana sinna í formi þess að það fékk ekki stöður og var því mis- munað á vinnumarkaði. Steingrímur segir að niðurstaðan hafi verið sú að greiða fólki sem þannig háttaði til um bætur. „Allmiklar miskabætur hafa verið greiddar á grundvelli þess- arar vinnu Lund-nefndar- innar. Þetta varð til þess að Norðmenn bjuggu í lögum mjög rækilega um það hvernig með allar heimildir til sím- hlerana og eftirlits með borgurunum skuli farið. Stórþingið sjálft skipaði sérstaka eftirlitsnefnd sem vaktar það hvernig þessar heim- ildir eru notaðar af stjórnvöldum. Eins konar verðir sem líta eftir vörðunum.“ Steingrímursegirþaðveraalmenna skoðun í Noregi að vel hafi tekist að vinna úrþessum málum. „Þeim tókst að eyða tortryggni og koma fjandsam- legu andrúmslofti út úr heiminum sem þeir drögnuðust með á þessum tima líkt og við. Grunnhugsunin var að leiða hið sanna í ljós þannig að fólk fengi að vita hvað gerðist í raun og veru. Á grundvelli þess átti svo að vinna úr málum, ná sáttum og græða sár. Þetta er gert þannig að menn dragnist ekki með slíkt með sér inn í framtíðina, geri þetta upp og eru þá lausir frá því eftir því sem . kostur er.“ —— Lund-nefndin skilaði skýrslu sinni árið 1996 / Ijós kom að stór hluti hlerananna hafði verið ólöglegur og eftirlit dómstóla ekki nógu öflugt.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.