blaðið - 20.10.2006, Síða 10

blaðið - 20.10.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blafttó UTAN ÚR HEIMI Verkfall lamar samgöngur Verkfall starfsmanna Finnair, ríkisflugfélags Finnlands, lamaði flugsamgöngur í landinu í gær. Starfsmennirnir voru að mót- mæla ráðningu ódýrs vinnuafls frá Eistlandi. Verkfallið kom á slæmum tíma fyrir stjórnmálamenn en leiðtogar Evrópu voru á leið til landsins til þess að funda með Pútín forseta Rússlands. ÍTALÍA Tugir mafiósa handteknir ítalska lögreglan handtók 36 meinta mafí- ósa í umsvifamikilli aðgerð í Calabría-hér- aði í suðurhluta landsins. Mennirnir eru eft- irlýstir fyrir aðild að fjörutíu morðum sem voru framin í stríði á milli glæpagengja. BM0 Aftöku frestað Aftöku Breta, Mirza Tahir Hussain, sem var fundinn sekur um morð í Pakistan fyrir átján árum hefur verið frestað um tvo mán- uði. Talið er að ákveðið hafi verið að fresta henni þar sem Karl Bretaprins kemur brátt í opinbera heimsókn. Bresk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt pakistanskt réttarfar vegna málsins. IK^hbéð® heilsuvörur Kynning í Fjarðarkaupum 20.október á milli kl: 16 & 18 Verið velkomin Héraðsdómur: Jesus ákærður Búið er að birta Jesus Vicente Sainz Maza ákæru fyrir að hafa afritað ólöglega gögn frá íslenskri erfðagreiningu í síðasta mánuði. Jesus ásamt þremur öðrum og íslendingnum Hákoni Hákon- arsyni eru sakaðir um að hafa stolið viðkvæmum upplýsingum og látið spitala í Bandaríkj- unum fá þær. Jesus heldur fram sakleysi sínu og hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Erfða- greiningu. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, föstudag. r—MiCfOSOft j--1 Microsoft q_50utlook Lnr PowerPoint WWW.TOLVUNAM.IS •SlMI: 552-2011* TOLVUNAMvTOLVUNAM.IS Microsoft Word Microtoft Access <0 Microsoft Excel FrontPage Adobe’Photoshop Lotus. fíOÍeS TÖLVUMAM.II Skólavörðustíe 21 a Njálsgötumegin S. 551 4050 hvar sem er og hvenær sem er, Nýtt námskeiö Verö 5.900 kr. ic www.lolvunara. ingfararkostna LAUN ALÞINGISMANNA Fast þingfararkaup: 485.570 kr. Dvalarkostnaður (þingmenn utan Reykjavík og Kragannj: 80.300 kr. Ferðakostnaður (fyrir þingmenn Reykjavíkur): 41.500 kr. Ferðakostnaður (fyrir þingmenn utan Reykjavíkur): 53.760 kr Starfskostnaður: 58.840 kr. Varaforsetar Alþingis (15% álag): 72.835 kr. Formennska I þingnefnd (15% álag): 72.835 kr. Formenn stjórnarandstöðuflokka (50% álag): 242.785 kr Þingflokksformennska (15% álag): 72.835 kr. Mánaðarlaun þingmanna, þing- fararkaupið, er 485.570 krónur á mánuði, en við það bætist ým- iss konar álag, ferðakostnaður, starfskostnaður og húsnæðis- og dvalarkostnaður. Allir þingmenn fá mánaðarlega greiddan ferðakostnað. Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna fá 41.500 krónur, en þingmenn annarra kjör- dæma 53.760 krónur. Kostnaður Alþingismanns við ferðir milli heimilis og Reykjavíkur fást einnig endurgreiddar. Þegar þingmenn ferðast innanlands starfa sinna vegna eru kostnaður við ferðir end- urgreiddur, auk þess að þeir eiga rétt á dagpeningum. Þingmenn fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fá fasta upphæð mánaðarlega, 80.300 krónur, til að standa undir hús- næðis- og dvalarkostnaði í Reykja- vik. Haldi þingmenn tvö heimili fá þeir greiddar 32.120 krónur til viðbótar. Formenn nefnda, varaforsetar Alþingis og þingflokksformenn fá fimmtán prósenta álag á þingfarar- kaupið eða 72.825 krónur. Forseti Al- þingis fær ráðherralaun sem eru nú 871.441 krónur. Alþingismönnum er lögð til skrif- stofa og almennur skrifstofubún- aður. Kostnaður við síma og starfs- töð er endurgreiddur auk þess að fá dagblöðin send heim til sin. Þeir fá fasta fjárhæð, 58.840 krónur á mánuði, til að standa undir öðrum starfskostnaði, „svo sem af fundar- höldum, ráðstefnum, námskeiðum, bóka- og tímaritakaupum, risnu, póstburðargjöldum utan skrifstof- unnar og fleira sem sambærilegt getur talist," eins og segir i reglum um þingfararkostnað. Auk símakostnaðar á skrifstofu eiga Alþingismenn rétt á að fá end- urgreiddan kostnað við sima á heim- ili og starfsstöð. Farsímareikningur þingmanna er greiddur af skrifstofu Alþingis, en þingmenn geta fengið lánaðan NMT-farsíma til að nota við störf sin og fengið endurgreiddan kostnað við kaup á GSM-sima, allt að tuttugu þúsund krónur. ALÞINGISKOSTNAÐUR 2004 2003 Þingfararkaup 457,3 milljónir 464,6 mllljónir Þingfararkostnaður, fastar greiðslur (starfskostnaður, ferðakostnaður, húsnæðiskostnaður) 106 milljónir 105,1 milljónir Þingfararkostnaður, aðrar greiðslur (símakostnaður, dagblaðakostnaður, annar ferðakostnaður, tryggingar ofl) 78 milljónir 84 milljónir Samtals: 641,1 milljónir 654,7 milljónir Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Þingfararkaup: Ferðakostnaöur: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr. 41.500 kr. 58.840 kr. 585.910 kr. Kolbrún Halidórsdóttir þingmaður Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður Þingfararkaup: Ferðakostnaður: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr. 41.500 kr. 58.840 kr. 585.910 kr. Kristján Möller þingmaður Samfylkingar í NA-kjördæmi Þingfararkaup: Ferðakostnaður: Dvalarkostnaður: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr 53.760 kr. 80.300 kr. 58.840 kr. 678.470 kr. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Þingfararkaup: Varaforseti Alþingis: Ferðakostnaður: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr 72.835 kr. 41.500 kr. 58.840 kr. 658.745 kr. Guðjón Arnar Kristjánsson þingmaöur Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi Þingfararkaup Flokksformennska Ferðakostnaður: Dvalarkostnaður: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr. 242.785 kr. 53.760 kr. 80.300 kr. 58.840 kr. 921.255 kr. Þingfararkaup: Formennska I fjárlaganefnd: Ferðakostnaður: Dvalarkostnaður: Starfskostnaður: Samtals: 485.570 kr 72.835 kr. 53.760 kr. 80.300 kr. 58.840 kr. 751.305 kr.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.