blaðið - 20.10.2006, Side 22

blaðið - 20.10.2006, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöið Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó bs. f gær var birt stjórnsýsluúttekt Deloitte á starfsemi Strætó bs. og þar er gagnrýnt að ekki sé til nein stefnumótun. Samkvæmt því er óljóst hvert eigendur þess vilji stefna. folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er óljóst hvert strætó er að fara? „Nei, það er alls ekki óljóst enda stendur það framan á vögnunum." HEYRST HEFUR... Jakob Frímann Magnússon er í miklu stuði þessa dagana en hann berst um þriðja sæti á framboðslista Samfylkingar- innar í Suðvest- urkjördæmi á móti Tryggva Harðarsyni Hafnfirðingi með meiru. Jakob hefur ráðið kosningastjóra en það er Hildur Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Árna Stefánssonar, sem einnig er mætur Hafnfirðingur. Sumir kannast kannski við Hildi úr veðurfréttunum á Popptíví sælla minninga en Hildur var þá fyrsti og eini veðurfrétta- maður landsins sem átti það til að fækka fötum og reyndar klæða sig í eftir því hvort hita- tölurnar sýndu mínus eða plús. Nú er bara að sjá hvort Hildur sýni sömu takta eftir því hvort fylgi Jakobs fari upp eða niður. Sumir hlutir virðast vera stimplaðir i huga þjóðar eins það að Davíð Oddson sé enn þá forsætisráð- herra en ekki :/\ v £ Seðlabanka- - * —' stjóri og Geir Haarde sé utan- ríkisráðherra eða jafnvel fjármálaráðherra. Eins virðist erfitt að venjast þeirri hugsun að Eiður Smári spili með öðru liði en Chelsea. En á dögunum mættust Barcelona, liðið sem Eiður spilar með í dag, og hans gamla lið Chelsea á Stamford Bridge. Eitthvað virðist vefjast fyrir blaðamanni Fréttablaðs- ins með hvaða liði Eiður spilar en á forsíðu blaðsins í gær er sagt að Eiður hafi verið í byrj- unarliði Chelsea. Eins virðast áhangendur Chelsea eiga erfitt að sætta sig við breytingarnar þar sem þeir hvöttu kappann þrátt fyrir að hann hafi spilað í hinu liðinu. Sannkallað afmælisár haldið hátíðlegt Eric Guðmundsson prestur í að- ventistasöfnuðinum í Reykjavík ætlar að eyða helginni við afmæl- ishöld en aðventistasöfnuðurinn heldur upp á hundrað ára afmælið sitt á morgun. „Aðventistasöfnuðinn í Reykja- vík var stofnaður 1906 og árið er sannkallað afmælisár. Hápunktur- inn á afmælishöldunum verður nú á laugardaginn og hefst dagskráin klukkan tíu með bíblíurannsókn og síðan verður guðsþjónusta klukkanellefusemverðurútvarpað í Ríkisútvarpinu á sunnudaginn. Klukkan fjögur verður síðan boðið til hátíðardagskrár með fjöl- breyttri tónlist, stuttum ávörpum safnaðarmeðlima, fulltrúa þjóð- kirkjunnar, annarra trúfélaga, full- trúa frá heimsstarfi Aðventista og dóms- og kirkjumálaráðherra.“ Aðventkirkjan í Reykjavik er ein fallegasta kirkjubyggingin í borg- inni. Kirkjan stendur í Ingólfsstræti og var vígð í janúar 1926 þannig að í ár er 80 ára vígsluafmæli hennar. Sama ár var systrafélagið Alfa stofnað sem er líknarfélag sem starfar hefur að líknarmálum í borg- inni í jafnmörg ár þannig að um sannkallað afmælisár er að ræða. „Undirbúningur hefur staðið lengi og það er búið að taka til í kirkjunni og mála og lagfæra ým- islegt sem þurfti, þannig að það er heilmikið sem tengist þessu.“ t Aðventistasöfnuðinum eru um 550 manns úr sex söfnuðum um landið. Reykjavíkursöfnuðurinn er stærstur en í honum eru um 200 manns. „Þetta er lítill og huggulegur söfnuður. Meginatriði safnaðarstarf- ins eru almennt kirkjustarf en við leggjum áherslu á sama boðskap og aðrar kristnar kirkjur sem er fagnað- arerindi Jesú Krists. Megináherslan í okkar boðskap er á endurkomu Krists, að Kristur sé að koma brátt aftur. Við viljum þjóna samfélag- inu á heildrænan hátt, við leggjum áherslu á menntun og skólastarf og Aðventistar reka skóla um allan heim. Við leggjum líka áherslu á heilsusam- legt líferni, á hollt mataræði eins og grænmetismat og hreyfingu. Síðan ekki síst leggjum við áherslu á hvíld- ardaginn en hann höldum við á laugardögum ekki á sunnudögum eins og í flestum kirkjum. Á hvíldar- deginum er lögð áhersla á tengsl við almættið og fjölskylduna og tíminn notaður til að slaka á og eiga góðan tíma með fjölskyldunni," segir Eric að lokum sem hefur í nógu að snúast um helgina. SU DOKU talnaþraut 2 9 5 3 1 6 8 4 7 3 7 1 8 4 9 5 6 2 8 4 6 7 2 5 3 9 1 9 2 4 1 3 7 6 8 5 5 3 7 2 6 8 4 1 9 6 1 8 9 5 4 7 2 3 7 5 2 4 8 1 9 3 6 4 6 3 5 9 2 1 7 8 1 8 9 6 7 3 2 5 4 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin ;nýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 4 7 5 9 2 5 3 7 7 8 2 1 6 6 1 5 3 8 9 3 6 5 3 4 1 9 1 4 6 2 8 9 4 1 eftir Jim Unger Ekki vandamálið. Ég er með eldspýtur hérna einhvers staðar. 12-10 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 A förnum vegi Hvað finnst þér um að fá útlendinga í verslunarstörf? Sverrir Sigfússon, nemi Það er í lagi ef það er í takmörk- uðum mæli. Hjalti Þór Grettisson, nemi Það er í lagi ef eftirlitið með þeim og réttindum þeirra er gott. Sverrir Sverrisson Mér finnst það vera I lagi svo lengi sem (slendingar fá einnig vinnu. Steinunn Rán Helgadóttir Ég hugsa að það sé ekkert við þessari þróun að gera. Inga Jóhannesdóttir Mér finnst þetta ekki góð þróun, en sjálfsagt ráðum við ekkert við hana.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.