blaðið

Ulloq

blaðið - 20.10.2006, Qupperneq 25

blaðið - 20.10.2006, Qupperneq 25
blaðið FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 2 5 eða þjálfa heilann upp á nýtt. Spítal- inn útvegaði mér konu sem lét mig hafa bók til að lesa og sú bók var alveg fáránlega erfið og mamma mín stað- festi það seinna. Eg hugsa að Litla gula hænan hefði verið fín fyrir mig,“ segir Edda sem segist þó ekki hafa fyllst vonleysi þrátt fyrir allt. „í mínu tilfelli held ég að það hafi bjargað mér hvað ég var rugluð í rím- inu. Ég var ekkert hrædd við þetta og alveg viss um að þetta myndi allt lagast. Ég hef verið svona barnalega bjartsýn.“ Hún segir að það sem hafi skipt hana mestu máli hafi verið að ná aftur heilsu. „Ef ég hefði aldrei lært að lesa aftur eða náð tökum á því að læra eitt- hvað utan bókar þá hefði maður bara orðið að snúa sér að einhverju öðru en leiklist. Aðalmálið var að ná heilsu.“ MacBeth stuðlaði að endurhæfingu Þegar Edda er spurð hvernig hafi gengið að takast á við daglegt líf og sinna vinnu á ný segist hún hafa verið afar heppin því að röð tilviljana leiddi til þess að hún fékk hlutverk í leikhúsinu nokkrum mánuðum eftir heilablóðfallið. „Þorsteinn Gunnarsson var þá að fara að setja upp Macbeth eftir Shake- speare hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Skömmu áður en ég veiktist hafði ég unnið með Þorsteini í sjónvarpsverk- efni og hann vildi endilega fá mig til að leika frú Macbeth. Það er náttúr- lega ansi snúið hlutverk og mjög stór biti fyrir manneskju sem er nýbúin að fá heilablóðfall en Þorsteinn hafði svona mikla trú á því að ég gæti gert þetta,“ segir Edda sem var sjálf ekki jafntrúuð á að hún gæti valdið hlut- verkinu enda átti hún enh mjög erfitt með að lesa og gat alls ekki lært neitt utan að. „Ég fékk langan tíma til að liggja yfir þessu hlutverki og ég vann eins og hestur við það alla daga að reyna að læra hlutverkið og það tókst. Eg held að þetta hafi verið mín lækning. Eg hef oft sagt við fólk sem hefur lent í svona heilaskaða að ég sé ekki fagmanneskja í því hvernig hægt er að hjálpa fólki að endurhæfa heilann en ég hef reynslu af því að gera það með þessari aðferð: Að taka texta, glíma við hann og helst að reyna að læra hann og ég hef trölla- trú á þeirri aðferð,“ segir Edda. Fékkflogakast hálfu ári síðar Eftir að Edda hafði náð heilsu á ný var hún auðvitað hrædd um að heila- blóðfallið myndi endurtaka sig og hálfu ári síðar fékk hún flogakast sem rekja má til heilablóðfallsins. „Eftir þetta fyrsta flogakast var ég á mjög sterkum lyfjum i ein átta ár en hætti smám saman á þeim. Ég fékk reyndar einu sinni flogakast eftir það en lærði af því að ef maður fer nógu illa með sig, sefur lítið og borðar ekki þá geta allir fengið flogakast. Mitt þak er að- eins lægra en hjá manneskju sem er alveg heilbrigð. Maður verður bara að læra á kerfið og lifa með því,“ segir Edda. Virkt og sýnilegt starf Edda verður ásamt fleirum á málþingi Heilaheilla á Hótel Sögu á morgun. Heilaheill eru samtök fólks sem hefur fengið heilablóðfall eða heilaslag og aðstandenda þeirra og fagfólks. Undirskrift málþingsins er „Áfall er ekki endirinn" og er það öllum opið en þar fjalla sérfræðingar um heilablóðfall út frá ýmsums sjónarhornum. Málþingið er til marks um það öfluga starf sem unnið hefur verið á vegum Heilaheilla á undanförnum misserum. „Félagið er mjög virkt og sýnilegt til dæmis á sjúkrahúsunum. Nýr for- maður félagsins er Þórir Steingríms- son leikari og lögreglumaður og er hann að framkvæma alveg stórkost- lega hluti. Á þessum stutta tíma frá því að Þórir tók við hefur hann verið snið- ugur að virkja krafta félagsmanna. Hann hefur sett á laggirnar nokkrar nefndir sem eru mjög virkar eins og til dæmis ein sem heitir Faðmur. Þeir nefndarmenn eru ungt fólk sem hefur fengið heilablóðfall eða heilas- lag og fer Katrín Júlíusdóttir Alþing- ismaður fyrir þeim hópi. Þau eru búin að safna töluverðu fé sem fer í sjóð og er ætlaður ungum foreldrum sem lenda í þessu,“ segir Edda. Edda hefur tekið virkan þátt í starfi Heilaheilla og er meðal ann- ars í svokallaðri Framvarðasveit samtakanna en framverðirnir skipt- ast meðal annars á að svara fyrir- spurnum í síma og eru alltaf tilbúnir til skrafs og ráðgerða. Samtökin hafa einnig gefið út bækling eða svo- kallað „fyrsta dags kort“ með mik- ilvægum upplýsingum um félagið fyrir þá sem lenda í heilablóðfalli. Heilaheill heldur einnig úti heima- síðunni heilaheill.is þar sem nálgast má ýmis konar fróðleik, greinar eftir fagfólk og reynslusögur sjúklinga svo nokkuð sé nefnt. Heimasíðan bjargar mannslífum Edda segir að heimasíðan hafi þegar sannað gildi sitt. „Ég þekki dæmi þess að hún hafi hreinlega bjargað mannslífum eins og mann- inum sem fann fyrir skrýtnum ein- kennum en hélt að þetta væri ekk- ert sérstakt eins og sjálfsagt margir hugsa. Hann fór þó inn á heimasíð- una og gluggaði í þessar reynslusög- urnar og sá að ein þeirra stemmdi við hans líðan. Hann fór strax á spít- alann og það kom í ljós að hann var um það bil að fá heilblóðfall. Þessi saga og margar fleiri sanna að það er mikilvægt að við kynnum samtökin og heimasíðuna sem allra víðast þannig að fólk viti af þessu og geti fræðst um sjúkdóminn. Það getur skipt máli að fólk gefi sér tíma til að kíkja á heimasíðuna þó að það sé ekkert að því. Þetta er á vissan hátt eins og að læra hjálp í viðlögum. Ef maður kemur að manni sem er hugs- anlega að veikjast af heilablóðfalli vill maður geta hjálpað og ráðlagt,' segir Edda og bætir við að bækling- urinn sé gefinn út í sama tilgangi, að breiða út orðið. „Það þyrftu sem flestir að vita af þessu og það er meðal annars þess vegna sem við höldum þetta mál- þing. Bæði er það til fróðleiks fyrir okkur sem vitum af þessu en það er líka liður í þvi að kynna félagið fleirum og helst sem allra flestum. Líka þeim sem eru alhraustir því að hver veit hvenær kemur að ein- hverjum sem stendur manni nærri, en tölfræðin segir að á íslandi veik- ist 2 á dag af þessum sjúkdómi,“ segir Edda Þórarinsdóttir að lokum. <. V) Jakkaföt áður 32.900 nú 14.900 Tvíhnepptir ullarfrakkar áður 18.900 nú 5.900 Gallabuxur áður 12.900 nú 3.900 Úlpur áður 9.900 nú 3.900 Skyrtur áður 6900 nú 2.900 Bolir áður 2.900 nú 590!!! Ps. vorum einnig að taka upp helling af nýjum vörum. Firði Hafnarfirði Sími 565 0073 Mnaifjörður

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.