blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 29
FÆREYINGA SAGA ÓLAFS SAGA ODDS NÝTT BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA Færeyinga saga er saga Götuskeggja, færeyskrar höfðingjaættar sem kennd var við óðalið Götu í Austurey. Aðalpersóna sögunnar er Þrándur í Götu, heiðinn og fjölkunnugur bragðarefur sem einskis svífst í öflun auðs og valda og í baráttu sinni við Noregshöfðingja. Færeyinga saga jafnast á við helstu fslendinga sögur að spennu og dramatík. Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason er að miklu leyti samin að fyrirmynd helgisagna. Oddur reynir ekki að koma Ólafi í tölu heilagra manna, en leggur áherslu á að hann hafi verið fyrirrennari Ólafs helga eins og Jóhannes skírari var fyrirrennari Krists. Því til stuðnings leitar hann fanga bæði í Biblíuna og heilagra manna sögur. Sagan er með elstu rituðum heimildum um uppruna og uppvöxt Ólafs, kristniboð hans og endalok. Lengi hefur skort aðgengilega lesútgáfu á Ólafs sögu eftir Odd munk. Nánar á www.hib.is Dreifing: Hið íslenska bókmenntafélag Skeifunni 3b • Sími 588 9060 • Netfang: hib@islandia.is • Heimasíða: www.hib.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.