blaðið - 20.10.2006, Page 32

blaðið - 20.10.2006, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaðiö NiÚnUÞESS LHUGHRDHLSHÖLL 20. 22. QKTÓBER 2006 Anna Rún Frímannsdóttir, förðunarmeistari. UmsjónarKONA keppna í förðun og nöglum. NYJUSTU TÍSKUSTRAUMAR ÁKONAN! TiSKUFÖFlÐUN / „FRENCH MANICIJRE,, j WWW.ISLANDSMOT.IS , HMABIIAFÖRÐUN/FANTASlUNEGLUR J S: 534 7010 ■ INFOð’ISLANDSMOT.IS LAND ROVER RANGE ROVER H5E 4,6 05/02 Ek.53þ.km Lán getur lylgt CHEVROLET CORVEUE 25 ára afmælistýpa T-toppur '78 Ek.55 þ.m Heill og góður Sportari. Tilboð óskast. VW 60LF 1.6C0ME0RTLINE 10/98 Ek.124 þ.km 5 dyra V.550, MMC PAJERO SPORT Sjálfskiptur '03 Ek.85þ.km Tilboð Lán + kr.200,000,- Útboro. * Kaupendur athugið! Bilar á staðnum sem Bíiamarkaðurinn mælir með!!! ESSial! GOTTVERÐ Fallegur jeppi Gott lán Velbúin Jeppl Gott vetð fcGOTT VERÐ Bllítið ekinn nr FallegurBÍII Snyrtilegur Bíll FÍNN 8ILL GOTTVERÐ Gott verð | Gott viðhald Sjálfskiptur FALLEGUR BÍLL Toppeintak GOTT EINTAK Fallegurjeppi Frekari uppl. og myndir um bílana veita sölumenn Bílamarkaðsins í S: 567-1800 eða á bilamarkadurinn.is ÍSLANDSMÓT VEGNA GÖÐRAR SÖLU, HÖFUM VIÐ PlASS FYRIR NOKKRA NÝLEGA BÍLA A SVÆÐIOGISAL Bíll vikunnar: VOLVOV70 TURBOSTW Sjálfskiptur 07/02 Ek. Aðeins 56 þ.km Búnaður: Sumar og vetrardekk. 16“ Álf. Spólvörn. Stöðuleikakerfí. Cd. ABS. Rafm. í rúðum. Þjónustu og Smurbók. Hiti í sætum. Airbag. O.fl Bi'lalán getur fylgt •>« V * ‘SíCartuin&zcLunitui SftUíljtiVCQÍ 46 S • “fcífiMMKU matur matur@bladid.net 35 tonn af mat Vissir þú að meðalmanneskjan borð- ar um 35 tonn af mat yfir ævina. Það er heilmíkill matur og þvi ekki að furða að nauðsynlegt sé að hreyfa sig með öllu þessu áti. Sigurður Kári er mikill kokkur í sér Finnst ekki gaman að ganga frá Sigurður Kári Kristjánsson segist vera mjög duglegur að elda heima hjá sér þótt honum finnist heldur leið- inlegra að ganga frá eftir sig. „Ég held ég sé nokkuð mikill kokkur í mér, mér finnst gaman að elda og reyni að gera sem mest af því. Dekkri hliðin á eldamennskunni er sú að mér finnst ekki gaman að ganga frá eftir á en ég læt mig samt hafa það,“ segir Sigurður sem finnst gaman að elda allt, hvort sem það eru pastaréttir eða kjöt. „Ég er voðalega hrifinn af nauta- kjöti og fiski. Ég er í rauninni alæta á allan mat og mér finnst gamaldags matur nauðsynlegur með þessu nýja. Ég er voða hrifinn af svokölluðum mömmumat, nætursöltuð ýsa með smjöri og kartöflum, kjötsúpa og kjöt í karrí er rosalega gott. Við fjöl- skyldan erum nokkuð dugleg við að versla reglulega og mikið í einu en auðvitað kemur það fyrir að maður þarf að læðast út í búð þegar manni vantar eitthvað. Þá er best að fara í Melabúðina, þar er allt til og sú búð er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er að flytja í Vesturbæinn en samt sem áður hef ég verslað í Melabúðinni á tyllidögum í gegnum tíðina og ég kaupi til dæmis jólamatinn þar. Maður verður að styrkja kaupmann- inn á horninu." Hreindýrakjöt uppáhaldsmaturinn Þrátt fyrir að Sigurður Kári sé al- æta á mat er tvennt sem hann á erfitt með að borða. „Ég hef alltaf borðað allt sem tönn á festir en ég er ekki hrifinn af hrognum og lifur. Ég held ég borði allt annað og hef alltaf gert. Það er eitthvað við þann ágæta rétt sem ég næ ekki að tengja við. Ég tek lýsi og hef aldrei átt í neinum erfið- leikum með það en það er eitthvað við bragðið við hrogn og lifur sem ég get ekki vanist,“ segir Sigurður og bætir við að besti matur sem hann borðar sé jólamaturinn. „Á jólun- um borða ég steikta hreindýralund og geri með henni ofboðslega góða sósu upp úr hreindýrasoði sem ég fæ í Melabúðinni. Út í sósuna blanda ég alls konar krafti, rauðvíni og smá villiberjasultu til að fá þennan keim sem er svo nauðsynlegur með hrein- dýrakjötinni. f forrétt hef ég venju- lega humarhala sem eru steiktir upp úr hvítvíni og sósu sem ég geri úr hvít- víni, rjóma, graslauk og miklum hvít- lauk. Það er geysilega gott og þetta er eiginlega það besta sem ég fæ.“ Sigurður Kári ætlar að deila ljúf- fengum pastarétt með lesendum Blaðsins, rétti sem hann segir vera ótrúlega góðan þrátt fyrir að vera sérstök blanda. Steikt hreindýralund best Uppáhaldsmatur Siguröar Kára er jólamaturinn en þá eldar hann hreindýr. „Á jólunum borða ég steikta hrein- dýralund og geri með henni ofboðslega góða sósu upp úr hreindýrasoði sem ég fæ íMelabúðinni." TAGLIATELLE MEÐ KARRÝSTEIKTUM RÆKJUM Fyrir fjóra • 1 kg. Tagliatelle • Rækjur • 2 msk gult karrý • 1 kassi ferskir sveppir • 1 kassi kirsuberjatómatar • 0,75 lítrar matreiðslurjómi • 1 gráðostur • 4 lauf af hvítlaukur • 1 teningur fiskikraftur • 1 millistór dós af tómatpúrru • 1/2 smjörstykki „Ég byrja alltaf á sósunni en þá steiki ég sveppina og hvítlaukinn upp úr góðri ólífuolíu. Ég tek tóm- atana og sker þá í tvennt og bæti þeim í sósuna, helli rjómanum út í sósuna og læt þetta malla án þess að suðan komi upp. Ég bæti slatta af tómatpúrru út í og fiskikraft- inum. Þar á eftir sker ég gráðost- inn fínt niður og bæti honum út í sósuna. Það fer eftir smekk hvort maður notar heilan gráðost eða minna, allt eftir því hve hrifinn viðkomandi er af gráðost. Þetta er allt hrært saman og látið malla þar til gráðosturinn hefur bráðnað og er orðinn partur af sósunni. Svo er þetta látið malla í rólegheitum og pastað er soðið eftir leiðbeining- um á kassa en það er best að vera með ferskt pasta. Ég tek smjörið og bræði það í potti og set helling af karrý út í smjörið. Ég læt smjörið sjóða dálítið með karrýinu út í. Þeg- ar þetta karrýlegna smjör er farið að sjóða þá steiki ég rækjurnar upp úr smjörinu og karrýinu í stutta stund en þó þannig að karrýið fari vel inn í rækjurnar. Þegar ég er bú- inn að steikja það set ég rækjurnar í sigti og sigta smjörið frá rækjun- um. Ég bæti rækjunum síðan út í sósuna. Ef maður vill fá meira karrýbragð heldur en kemur inn í rækjurnar þá má bæta karrýi út í sósuna eða nota hluta af smjörinu út í sósuna. Þegar þetta er tilbúið má setja pastað á disk og hella þess- ari matarmiklu sósu yfir og úr verð- ur alveg dýrindis pastaréttur." svanhvit@bladid.net Borðiö grænt heilsunnar vegna Samkvæmt nýlegri breskri rannsókn má hamla vexti brjóstakrabba- meinsfrumna með því að borða grænt. Grænt grænmeti, eins og brokkólí og kál, inniheldur sameindir sem hamla vexti brjóstakrabba- meinsfrumna. Sérfræðingar segja að þessar niðurstöður geti útskýrt af hverju ávextir og grænmeti sé svona mikilvægt í daglegri neyslu. Það er því einkar mikilvægt fyrir alla að borða grænmeti, ekki síst konur.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.