blaðið - 20.10.2006, Page 34

blaðið - 20.10.2006, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaðiö Ibróttir ithrottir@bladid.net Ólánið eltir Beckham Ólánið virðist elta David Beckham þessa dagana en hann meiddist á æfingu með Real Madrid i vikunni og verður ekki kiár i stórborgaslag Barcelona og Real Madrid um helg- ina. Beckham hefur verið að berjast við að vinna sér sæti í liði Real og enska landslið- inu á nýjan leik og koma því þessi meiðsl á óheppilegum tíma fyrir kappann. I rank Rijka- I ard, stjóri Barcelona, er viss um að félagið komist í gegnum riðlakeppnina þrátt fyrir tapið gegn Chelsea á miðvikudagskvöld. Liðið hefur aðeins unnið sér inn fjögur stig eftir þrjá leiki og mætir Chelsea í seinni leik liðanna í riðlakeppninni eftir tíu daga og mega alls ekki við tapi ætli þeir að ná öðru sæti riðilsins og komast í útsláttarkeppnina. Iosé Mourinho og forráða- menn Chelsea hafa verið háværir í fjölmiðlum eftir k liðsins gegn Reading um síðustu helgi. Þeir hafa kvartað yfir lélegum viðbrögðum og vinnubrögðum Reading eftir að Petr Cech, markvörður Chelsea, höfuðkúpubrotnaði í leiknum sem fram fór í Reading. For- ráðamenn Charlton hafa beðið Chelsea að líta sér nær og saka félagið um slæleg viðbrögð þegar Djimi Traoré fótbrotnaði á Stamford Bridge í leik liðanna í síðasta mánuði. „Þegar við báðum um að Traoré yrði færður þegar í stað á sjúkrahús leyfði lögreglan sjúkrabílnum ekki að yfirgefa völlinn. Á sjúkrahúsinu þurftum við svo að bíða í marga klukkutíma eftir myndatöku.“ sagði Wayne Diesel, læknir Charlton og full- yrti að svona vinnubrögð þekkt- ust ekki í þeirra herbúðum. Schumacher leggur hjálminn á hilluna: Síðasta orrusta þýska meistarans ■ Sjötitlaráfimmtánárum ■ Áenn mögujgSaááttundatitlinum -. l' ” " "«T' Síðasta keppnin í Formúlu eitt tímabilinu fer fram um helgina í Sao Paolo í Brasiliíu, en kappaksturinn er jafnframt sá síðasti hjá hinum margfalda heimsmeistara, Michael Schumacher. Þótt Spánverjinn Fern- ando Alonso leiði keppnina með tíu stigum eygir Schumacher enn möguleika á að landa sinum áttunda meistaratitli á ferlinum. Til að það geti gerst þarf Schumacher að vinna kappaksturinn og Alonso að koma stigalaus út úr keppninni, eða lenda í níunda sæti eða neðar. Schumacher hefur opinberlega sagst hafa gefið upp vonina um að verja titilinn, en víst er þó að hann mun reyna allt sitt til að hreppa sigur í rallinu. Ferrari- liðið ætlar að leggja allt í sölurnar og hefur breytt vélinni í bíl Þjóðverjans þannig að hún skilar meira afli, sem eykur jafnframt hættuna á að vélin brenni yfir. Besturfrá upphafi Þann tíunda september síðastlið- inn, eftir sigur í ítalska kappakstr- inum í Monza, tilkynnti þýski öku- þórinn Michael Schumacher að hann væri að keyra sitt síðasta timabil. Á fimmtán ára ökuferli sínum í Formúla eitt kappakstrinum hefur Michael Schumacher bætt næstum hvert einasta met sem skráð er í bækur kappakstursins: Hann hefur oftast orðið heimsmeistari, eða alls sjö sinnum; unnið flesta sigra í ein- stökum keppnum, 91, og er yngsti ökuþórinn í sögu kappakstursins til að verða tvöfaldur meistari. Helsti styrkleiki Schumachers sem ökumanns hefur verið talinn hæfi- leiki hans til að aka vel undir pressu, þekkja nákvæmlega takmörk bilsins og keyra á blautri braut, en undir slíkum kringumstæðum þykja öku- mannshæfileikar koma best í ljós. Á opinberri heimasiðu Formúlu eitt er það fullyrt að Michael Schumacher sé tölfræðilega besti ökuþór sem lagt hefur stund á íþróttina. Helstu öku- menn og sérfræðingar Formúlunnar hafa fullyrt að kappaksturinn muni fá allt annað yfirbragð þegar Schu- machers nýtur ekki lengur við. Ökusiðferðið umdeilt Ökusiðferði Þjóðverjans hefur þó stundum verið dregið í efa, en hann þykir af mörgum slægur og brögðóttur ökumaður. f siðasta kappakstri tímabilsins árið 1994 var Michael Schumacher sakaður um að keyra viljandi á keppinaut sinn, Damon Hill, með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni. Fyrir kappaksturinn leiddi Schu- macher keppnina með einu stigi og lengi var rifist um hvort Schumac- her hefði klesst viljandi á Hill. Bíll Schumachers hafði þegar orðið fyrir skemmdum fyrr í kappakstrinum og möguleikar Þjóðverjans því ekki miklir á að hafa Damon Hill undir í kappakstrinum. Svipað atvik átti sér stað i sfðasta kappakstri timabilsins 1997, þegar Schumacher barðist um titilinn við Kanadamanninn Jacques Villen- euve. Þá keyrði Schmacher inn í bíl Kanadamannsins sem gerði bíl Þjóð- verjans óökuhæfan en Villeneuve náði að klára keppnina. Dómstólar Formúlunnar úrskurðu að Schumac- her hefði vísvitandi keyrt inn í Villen- euve og dæmdu af honum öll stigin það árið. Ríkur en dygðugur Á lista Forbes árið 2004 yfir best launuðu íþróttamenn heims var Schumacher þar í öðru sæti með áttatíu milljón dollara í árslaun, en aðeins Tiger Woods var fyrir ofan ökuþórinn. Þrátt fyrir umdeilt íþróttasiðferði hefur Schumacher ávallt varið stórum hluta af launum sínum til mannúðarmála. Hann gaf andvirði 700 milljóna króna til neyðaraðstoðar eftir hamfaraflóðin í Asíu í hitteðfyrra og var útnefndur sendiherra mannúðarsamtaka Sam- einuðu þjóðanna UNESCO árið 2002. Þá hefur ökuþórinn ljáð lið barátt- unni um varúð við akstur og talað á málþingum víða um heim í þágu málstaðarins. Johansson stefnir á 20 ára valdatíð hjá UEFA: Berst gegn spillingu Hinn 76 ára gamli Svíi, Lennart Johansson, sem hefur verið forseti evrópska knattspyrnusambandsins síðustu sextán árin, hefur gefið út stefnuyfirlýsingu sína fyrir forsetakosningar sambandsins 26. janúar næstkomandi. Hann segir að þrátt fyrir háan aldur sé hann við góða heilsu og að honum finnist hann þurfa eitt kjörtímabil í viðbót til að ná markmiðum sínum. Mótframbjóðandi Johanssons er franski knattspyrnusnillingurinn fyrrverandi, Michel Platini, sem nú á sæti bæði í stjórnarnefndum al- þjóða- ogevrópskaknattspyrnusam- bandsins og hefur unnið sem ráð- gjafi Sepps Blatter, forseta FIFA, síðustu fjögur árin. í yfirlýsingu Johanssons segist hann ætla að skera upp herör gegn vaxandi spillingu í evrópskri knatt- spyrnu og herða allt eftirlit er lýtur að fjármálum og leikmannasamningum. Þá vill hann auka samvinnu við lögreglu í baráttunni við hag- ræðingu úrslita og neyslu ólöglegra lyfja. Johansson hyggst þá sundra samtökum fjórtán auðugustu knatt- spyrnuliða Evrópu, sem stofnuð voru árið 2000, en þau vilja aukið vægi í ákvarðanatökum er varða evrópska knattspyrnu og koma á fót sinni eigin Evrópukeppni. Stjórnarmenn Birmingham City kölluðu stjóra liðsins, Steve Bruce, á fund til sin í gær og tilkynntu honum að ef liðið færi ekki að ná hagstæðum úrslitum fengi hann að taka pokann sinn. Bruce, sem hefur stýrt liði Birmingham síðustu fimm árin, féll með liðið úr úrvalsdeild í fyrr og hefur ekki tekist að stýra lið- inu til sigurs í síðustu sex leikjum. orráðamen Ham neita yfirlýsing; vænta um að E; Magnússon, for KSÍ, hafi eigi meirihluta í Þeir segja vi standa enn

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.