blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul starfar hún sem tónskáld og hefur meðal annars samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir ásamt því að starfa með tónlistarmönnum úr öllum áttum. Hildi dreymir um að ferðast til Balí og spila þar með innfæddum enda tónlistin sögð þeim í blóð borin líkt og henni. Nýverið kom fyrsta sólóplata Hildar út hjá 12 tónum en að sögn hennar er platan mjög persónuleg enda ráð- færði hún sig hvorki við kóng né prest á meðan gerð plötunnar stóð og fór algjörlega sínar eigin leiðir. Leyndarmál í lífsháska i»44 | Jón verður Jónsi Fræga fólkinu er stundum ráðlagt að breyta nafni sínu þegar það er að öðlast frægð og hafa márgir tekið sér svokallað sviðsnafn eins og þessi hér: Eric Clapton eitir Eric Patrick Clapp The Edge í U2 leitir David Howell Evans Jodie Foster eiti Alicia Christian Foster Whoopi Goldberg he Caryn Johnson Courtney Love Michelle Harrison Weezer- hjartað sló DÝRARÍKIÐ Grensásvegl s:5686668 - Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Orðlaus mælir með... Veru og Linus Prósaverki eftir Pórdísi Björnsdóttur og Jessie Ball sem kom út á dögunum hjá Nýhil. Verkið hefur fengið lofsamlega dóma hér á landi sem erlendis. Eurowoman Danska tískutímaritinu Eurowoman til að sökkva sér í um helgina yfir góðum kaffibolla og súkkulaðistykki. Tímaritið er bæði skemmtilegt og tiltölulega ódýrt (á íslenskan mælikvarða.) í síðasta tölublaði má finna umfjöllun um nýjustu píkuhára- tískuna, götufótbolta, það sem hæst ber í tónlist, bókmenntum og listum auk þess sem blaðið er stútfullt af svölum tískuþáttum. Góðri tónlist Tónlist Devöndru Banhart og nýjasta disk ofurkrúttsins Charlotte Gainsbourough. Framkvæmdagleði Meiri framkvæmdagleði. Komdu öllum draumaverkefnum á kopp á næstunni. Gott ráð er að fjárfesta í dagbók og skrá árangur sinn markvisst. Skrifaðu í dagbókina á hverjum degi, notaðu úrklippur og Ijósmyndir til að gera dagbókina myndrænni. Ertu að gera nóg til að vinna að markmiðum þínum eða ertu bara enn einn draumóraletihaugurinn? Því að brosa Brostu meira. Nú þegar skammdegið nálgast er brosið besta fegrunarmeðalið. Geðheilsan stór- batnar líka teygir þú vel uppávið á andlitsvöðvunum. Lærðu að elska sjálfa þig og hafa húmor fyrir sjálfri þér. Orðlaus mælir ekki með því að taka sjálfan sig of alvarlega. Stefndu að því að skemmta þér og öðrum svolítið á hverjum degi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.