blaðið - 20.10.2006, Page 42

blaðið - 20.10.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöið Eigandi Torrent.is hefur verið gert að loka síðunni r „Lífiö er of stutt til aö hafa annað en ranghugmyndir um sjálfan sig.“ Gene Simmons, úr hljómsveitinni Kiss sviðs.. Atta þúsund kærðir Alþjóðleg samtök höfundaréttar á hljóðverkum (IFPI) hafa kært um átt þúsund aðila um allan heim vegna ólöglegrar dreifingar á tónlist á netinu. Dæmi eru um að ákærðir hafi þurft að reiða fram allt að 1.600 pund, eða rúmar 200.000 íslenskar krónur, til að semja um dómsátt. Ákært í 17 löndum Ákærurnar hafa verið birtar einstaklingum í 17 löndum. Gunnar Guðmundsson, sem situr í stjórn Samtóns, segir samtökin hafa sent bréf til eiganda vefsíðunnar Torrent.is og farið fram á síðunni verði lokað. Eigandi síðunnar er eini íslendingurinn sem málið nær yfir að þessu sinni. Torrent.is gerir notendum Netsins auðveldara að nálgast tónlist og annað efni á netinu en Gunnar segir að ekki verði farið út í að hafa upp á notendum síðunnar en bendir á að þeir stundi ólöglega iðju. „Ekki verður farið út í að kæra eiganda síðunnar að svo stöddu né rukka hann um fjársektir,“ segir Gunnar. „í þessum áfanga ætlum við að fá hann til að loka léninu. Hann er ekki á leiðinni í fangelsi. Ég hef engin viðbrögð fengið frá eigenda siðunnar." Gunnar bætir við að frekari aðgerða sé að vænta innan skamms. „Notendur torrent.is eru að sjálfsögðu að taka áhættu með því að deila efni.“ Örlög síðunnar óákveðin Svavar Lúthersson, eigandi vefsiðunnar torrent.is, segist ekki hafa ákveðið hvort síðunni verði lokað eður ei. „Ég á eftir að hafa nánar samband við lögfræðinga Samtóns." Að sögn Svavars verður öllum lagalegum aðgerðum beitt loki hann ekki síðunni. „Ég held að ég taki ekki lokaákvörðun um lokun síðunnar fyrr en ég er búinn að skoða málið nánar.“ Notendur torrent.is eru rúmlega 4.800. Á síðunni kemur fram að ekkert efni sem deilt er með torrent- forritun sé hýst á vefþjóni torrent. is. Enn fremur kemur fram að síðan beri ekki ábyrð á því efni sem notendur dreifa. atli@bladid.net Metallica Sveitin hefur barist hart gegn ólgölegu niðurhali á netinu. Heyrst hefur í skúmaskotum að enginn annar en Magni „okkar“ Ásgeirsson hafi sést á skrifstofum Hr. Örlygs, skipu- k leggjanda Airwaves- hátíðarinnar, þar ) sem hann reyndi að fá að spila á hátíð- inni. Starfsmenn Hr. örlygs tjáðu Magna að listamenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni hafi allar sótt um og að enginn „fljúgi" inn. Sagan segir að Magni hafi verið tilbúinn að „sætta sig við“ að spila á minnstu stöðum hátíðar- innar en allt kom fyrir ekki og honum var neitað. Hin sænska Jenny Wilson gat ekki komið fram á Airwaves sökum veikinda en annar Svíi, Jens Lekman, kom í hennar stað. Jens þessi ku vera hinn sænski Benni Hemm Hemm. Það er því engin tilviljun að hann hefur beðið Benna ásamt hljómsveit hans að troða upp með sér á hátíðinni. Nýjustu fréttir herma þó að meðlimir Stórsveitar Nix Noltes munu kom fram með Jens í stað Benna og félaga. ICELAND AIRWAVES FESTIVAL SCHEDULE Í • • • • 9 9 9 9 9 9ÆLM 9JM 9 9U 9 9 9 9 i 999999999 9 M W9 9 9 9 Jt 9 9 9 9 9 $999999999_MMáM 9 9 9 9 9 9 9 9 9* 9 _9_9^9 OFF VENUE_ Bar 11, 20.oct at 21:00 ON VENUE NASA, 21.oct at 20:00 icELÆnd niruinuES myspace.com/wulfgangtheband Iceland Airwaves, miðvikudagur Weezer-hjartað sló Engin hátíð fær jafnmarga ís- lendinga til að fara á tónleika á miðvikudegi og Iceland Airwaves. Tónleikastaðir voru flestir fullir í fyrrakvöld og raðir mynduðust fyr- ir utan Gaukinn og Grand Rokk. Að- standendur hátíðarinnar höfðu gert ýmsar ráðstafanir gegn röðunum, til dæmis fækkað miðum og stillt stærstu nöfnunum upp á sama tíma. Virkni aðgerðanna kemur þó varla í ljós fyrr en framboð tónleika eykst. Á Gauknum voru flestir mættir til að hlýða á Bandaríkjamennina I We Are Scientists. Nokkrar hljóm- sveitir spiluðu á undan þeim og ég mætti stuttu áður en Telepathet- ics byrjuðu. Þeir voru augljóslega mættir til að skemmta fólk og tókst það mjög vel. Spilagleðin geislaði af þeim og smitaði út frá sér til áhorf- enda sem voru vel með á nótunum. Hljómburður var með besta móti (allavega þar sem ég stóð) og hljóm- ur trommusettsins var svo „djúsí?? að mig langaði til að borða það. We Are Scientists stigu á svið klukkan 22.30 og áttu að spila í klukkutíma. Mér var létt þegar þeir kölluðu það gott eftir 40 mínútna tónleika. Hvorki tónlistin né sviðs- framkoman náði að heilla mig. Allt sem þeir reyndu að vera voru þeir ekki. Ekki eins hressir og Franz Ferdinand, ekki eins svalir og Strok- es og ekki eins breskir og Arctic Monkeys. Eftir vísindamennina tölti ég á Grand Rokk þar sem hljómsveitin Weapons var í þann mund að byrja. Þeir náðu ekki að rífa mig með í stemninguna sem var uppi á sviði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þeir mega samt eiga að þeir voru þéttir en hljómurinn í salnum vann ekki með þeim. Lada Sport steig á svið tilbúin að sigra heiminn með hjartalaga blöðrur, tvo gestagítarleikara og þrjár stúlkur sem léku á blásturs- hljóðfæri í síðasta laginu. Sveitin spilaði mestmegnis (eða einungis?) nýtt efni sem hljómaði mjög vel og fékk gamalt Weezer-hjarta til að slá. Þá var sviðsframkoma drengjanna með allra besta móti, þeir öskruðu, hoppuðu og létu eins og óðir menn og fór það vel í mannskapinn. atli@bladid.net Reykjavík! gefur út vefskífu Hljómsveitin Reykjavík! í samstarfi við vefritið Rjómann hefur gefið út vefskífuna „Because We Love You“. Platan inniheldur lagið Changes, eftir David Bowie, You Always Kill, tvær endurhljóðblandanir af laginu All Those Beautiful Boys, demó af laginu Mömmukisi og tvö lög sem tekin voru upp á lceland Airwaves í fyrra; Óberón og Ted Danson. Loks fylgir með umslag til útprentunar. Pötuna má nálgast ókeypis á vef- síðu Rjómans; www.rjominn.is. Við erum að leggja okkar að mörkum til að drepa breiðskífuna sem form,“ segir Haukur Magnússon, gítarleikari Reykjavíkurl, um útgáf- una. Spurning hvort það takist hjá köppunum en framtakið er engu að síður gott. Tónleikar i Elvis Nóg verður um að vera í Smekk- leysu plötubúðinni og Elvis í dag og á morgun. Fjölmargar hljóm- sveitir troða upp og ber þar hæst að nefna kanadísku hljómsveitina Islands. ■ Föstudagur kl. 17.00 Skakkamanage kl. 17.30 Islands kl. 18.00 Kalli ■ Laugardagur kl. 13.00 Reykjavlk! kl. 14.00 Ninety Nine kl. 14.40 Dikta kl. 15.20 Óvænt atriði

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.