blaðið - 04.11.2006, Side 13

blaðið - 04.11.2006, Side 13
blaöiö LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 13 Umrœðan Freyja regnjakki verð áður 3.410 kr. nú 1.700 Freyja regnbuxur verö áður 2.890 kr. nú 1.400 kr. kr Lagersala ■ Faxafeni 12 Opið virka daga kl. 09-18 • laugardag kl. 10-16 NORÐUR Þórunn er hugsjónakona Kristin Pétursdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi þann 4. nóvember nk. Að öðrum ólöstuðum er Þórunn best til þess fallin að leiða listann af þeim góða hópi sem gefur kost á sér í prófkjörinu. Hún hefur setið á Alþingi frá ár- inu 1999 og hefur verið virk í stjórn- málum um langa hríð, fyrst með Kvennalistanum og síðan með Sam- fylkingunni. Á þessum tíma hefur hún öðlast ómetanlega reynslu og áunnið sér traust og virðingu þeirra sem hafa kynnst henni. Þórunn er jafnaðarmanneskja af bestu gerð og ötull talsmaður mann- réttinda. Hún er femínisti og hefur beitt sér af krafti í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þórunn vill að hagsmunir barna hafi forgang í samfélagi sem kennir sig við vel- ferð og jöfnuð. Hún vill styðja við fjölbreytta menntun og nýsköpun, meðal annars með því að stórauka framlög til rannsókna og þróunar í fyrirtækjum og háskólum landsins. Þórunn er umhverfissinni og stuðningsmaður þess að ósnortin og ómetanleg náttúrusvæði séu vernduð. Hún er einn helsti sérfræð- ingur Samfylkingarinnar í utan- rikismálum og hefur m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum íslands til þróunarsamvinnu. Þeir sem þekkja Þórunni vita að þar fer hörkuduglegur stjórnmála- maður. Hún er kraftmikií hugjóna- kona, traust og fylgin sér. Styðjum Þórunni til forystu. Höfundur er kennari og varabæjar- fulltrúi í Kópavogi. Til hvers eru stjórnmálamenn? Hvernig nennirðu þessu? Er ég stundum spurð af vinum og stuðn- ingsfólki þegar rætt er um hörkuna í íslenskum stjórnmálum. Harkan er að vísu mest í pípulögnunum en á stundum brestur lögnin og þá flæðir út um allt svo að eftir er tekið. Svar mitt er einfalt: Ég nenni þessu af því stjórnmálin snúast ekki um mig sem persónu, heldur um hugsjónir mínar og flokkinn sem ég hef valið að starfa í - Sam- fylkinguna. Stjórnmál snúast um fólk - hinn almenna borg- ara - réttindi hans og lífsgæði. A því megum við stjórnmálamenn aldrei missa sjónar. Pólitíkin snýst ekki um persónu okkar þótt hún hafi auðvitað áhrif á kjósendur og val þeirra. Hún er miklu stærri en við sjálf. Dómur kjósenda Svo eru það verkefnin. Það er vin- sælt að tala fyrir atkvæðgreiðslum um mál sem deilur standa um og ekki að undra í samfélagi sem er jafn illa haldið af meirihlutaræða og Island er. Það er mjög mikilvægt að hægt sé að vísa stærstu hagsmuna- málum þjóðarinnar til kjósenda, t.d. aðild að Evrópusambandinu eða stjórnarskrárbreytingum. Annað væri bæði óeðlilegt og ólýðræðislegt. Fyrir því hefur Samfylkingin lengi barist. En það að vísa stórum málum til kjósenda leysir stjórnmálamenn ekki undan þeirri skyldu að hafa skoðun á þeim. Þjóðaratkvæða- greiðslur eiga ekki að vera skjól fyrir skoðanaleysi eða hlutleysi í mikil- vægum málum. Svo að aftur sé vikið að hugsanlegri aðild að ESB þá geta hvorki flokkar né stjórnmálamenn gert sér upp afstöðuleysi í því máli vegna þess að kjósendur eigi síðasta orðið. Þeir þurfa hins vegar að lúta vilja kjósenda sama hver skoðun þe- irra sjálfra á málinu er og þótt þeir lúti í lægra haldi. Erfíð mál Það sama á við um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík. Atkvæðagreiðslan leysir bæjarfull- trúana ekki undan þeirri skyldu að lýsa skoðun sinni á stækkun- inni. Hér er um stórmál að ræða og það er ekki einkamál Hafnar- fjarðarbæjar, ekki frekar en Kára- hnjúkavirkjun gat verið einkamál Héraðsbúa og Austfirðinga. I raun er um þjóðarhagsmuni að tefla, bæði í efnhagslegu og umhverfis- legu tilliti. Af þessum ástæðum hef ég leyft mér að lýsa skoðun minni á hugsanlegri stækkun álversins í Straumsvík og tel hana óráðlega og hvorki til hagsbóta fyrir Hafn- arfirðinga né aðra landsmenn. Ég geri mér alveg grein fyrir því að með því að lýsa þessu yfir set ég höfuðið í gin ljónsins. Én það hef ég áður gert og lifað af. Forystan leiðir Stjórnmálamenn eiga ekki að hlaupa á eftir hjörðinni eða láta karlakjaftaþættina stjórna sér. Þeir eiga að hlusta á fólkið, taka upplýstar ákvarðanir byggðar á lífsskoðun sinni og hugsjónum og vera óhræddir við að leiða þjóð- nu Súlur vind- og regnheldur jakki verð áður 24.500 kr. 9.800 Súlur vindheld og hlý verð áður 14.490 kr. 5.800 nu kr Þórunn er jafnaðar- af bestu gerð ina inní nýja tíma. Þannig hef ég alltaf starfað í Samfylkingunni og þannig vil ég starfa áfram í forystu Samfylkingarinnar. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. Stjómmála menn eiga að hlusta á þjóð ina og veita henni forystu Þórunn Sveinbjarnardóttir

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.