blaðið - 04.11.2006, Side 14

blaðið - 04.11.2006, Side 14
blaðið milljóna lán Þú sparar milljónir í vexti og verðbætur með því að stytta lánstímann um 15 ár í Veltukerfi spara.is (Miðað við 4,9% vexti og 4% verðbólgu) Byrjaðu að spara strax! Næstu námskeið 7 & 14 nóvember i iiini ^ o , Úr mínus í Plús Námskeiöið sem hefur hjálpað fjölda fólks við að rétta fjármál heimilisins við á skömmum tíma. Þú átt nóg af peningum og Ingólfur H. Ingólfsson Félagsfræðingur ætlar að hjálpa þér að finna þá. Á námskeiðinu lærir þú að: •greiða niður skuldir á skömmum tíma •hafa gaman af því að eyða peningum •spara og byggja upp sjóði og eignir Næstu námskeið 7. & 14. nóvember Takmarkað sætaframboð Verö: 9.000- Skráning í síma: 587-2580 spara.is ogá www.spara.is 14 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 íslenskur matur í banda- rískum lúxusverslunum Stendur íslenskur landbúnaður í svipuðum sporum nú og sjávarútveg- urinn þegar honum var að opnast leið inn á markaði í Bandaríkjunum fyrr á árum? Sókn sjávarútvegsins inn á Bandaríkjamarkað lyfti grettis- taki í lífskjörum á íslandi, margfald- aði virði íslenskrar framleiðslu, lagði grunn að þeirri útflutningsverslun sem skapað hefur þjóðinni mikla velsæld á undanförnum áratugum. Dýravernd og hreinleiki í öndvegi Þessari spurningu velti ég fyrir mér eftir að hafa verið á ferð í Banda- ríkjunum á dögunum. Þar var ég sem landbúnaðarráðherra að fylgj- ast með markaðsherferð íslenskra landbúnaðarvara. Verkefnið Áform hefur náð merkum samningum við verslanakeðjuna Whole Foods, sem rekur 185 verslanir víðs vegar þar í landi. Whole Foods eru einhverjar glæsilegustu matvöruverslanir í viðri veröld. Gerðar eru miklar kröfur til allra þeirra matvæla sem þar eru seldar. Hvaðan sem mat- vælin koma þurfa þau að uppfylla ákveðna staðla um dýravernd, hrein- leika náttúru og aðra framleiðslu- hætti. Aðeins eru seldar vörur sem framleiddar eru á búum þar sem fjöl- skyldubúskapur er stundaður. Þetta eru lúxusverslanir, fyrst og fremst sóttar af bandarískri miðstétt, efn- uðu vel menntuðu fólki, sem vill ekki verksmiðjuframleiddan mat með gervi- og litarefnum heldur hreina vöru sem eykur þvi heil- brigði og þrótt eins og íslenskar land- búnaðarvörur gera. Áform undir stjórn Baldvins Jónssonar hafa náð miklum árangri í þessu samstarfi við Whole Foods. Með hverju árinu vex áhugi Bandaríkjamanna á Is- landi og afurðum íslenskra bænda. Af hverju er smjörið gult? Ég kom í eina af verslunum Whole Foods á sunnudegi þegar þar stóðu yfir Islandsdagar. Það var lambakjötslykt í loftinu og okkar þjóðfrægi kokkur Siggi Hall dró að sér viðskiptavini og gaf þeim að smakka lambakjötið, sem fólkið dá- samaði, og valdi síðan úr borðinu á eftir. Ekki var síður ánægjulegt að sjá íslenskar mjólkurvörur og súkku- laði í fyrirrúmi í þessum versl- unum og stórkostlegt að fylgjast með viðbrögðum bandarískra neyt- enda við íslenska smjörinu. Banda- ríkjamenn hafa aldrei fyrr séð svo Ég er ákaflega bjartsýnn á framtíð þessa starfs Umrœðan Guðni Ágústsson gult smjör og vildu vita hvort í því væri litarefni. Siggi Hall útskýrði fyrir fólki að guli liturinn kemur af því að íslenska kýrin gengur úti og bítur gras á sumrin en étur mikið hey yfir veturinn, sem er fá- títt í nútímamjólkurframleiðslu. Grasið og heyið gefur kúnum ka- rótín A-vítamín og það efni gefur smjörinu gula litinn. Ég heyrði viðskiptavini segja þetta smjör það fallegasta sem þeir hefðu séð og að það væri einstaklega gott í bakstur. Margir Bandaríkjamenn geta nú borið fram orðið skyr á lýtalausri ís- lensku enda hafa margir viðskipta- vinir Whole Foods tekið ástfóstri við skyrið sem megrunar- og holl- ustufæði, það er ýmist selt í dósum eða í lausu máli í sælkeraborði verslananna. Hér á íslandi kostar lítil skyrdós um 80 krónur en hjá Whole Foods fást um 200 krónur fyrir skyrdósina. Þennan dag var líka í verslun þessari bandarískur ostameistari að kynna ostana Dímon og Höfðingja og var einkum hrifinn af þeim báðum sem hann segir einhverja þá bestu sælkera- osta sem hann hafi smakkað. ímynd íslands verði nátengd gæðum og hreinleika Eftir þessa heimsókn vestur um haf er ég sannfærðari en nokkru sinni um að íslendingar eiga mikla möguleika á að selja afurðir sínar í verslunum Whole Foods um leið og vakinn er áhugi fólks fyrir því að ferðast til landsins fagra í norðri. Þarna hefur gott starf verið unnið og miklir möguleikar eru enn ónýttir á að gera veg íslenskra af- urða og ferðaþjónustu sem mestan á markaði fyrir lúxusafurðir í Banda- ríkjunum. Ef okkur tekst að vinna á þann veg að ímynd Islands verði nátengd gæðum og hreinleika á öllum sviðum er ég ekki í vafa um að við munum uppskera árangur á flestum sviðum okkar atvinnulífs. Ég er ákaflega bjartsýnn á framtíð þessa starfs. Ég sé fyrir mér að það muni bera þann ávöxt að byggðirnar í landinu og íslenskur landbúnaður standi á styrkari stoðum en áður. Ánægjulegast af öllu er þó sú mikla hrifning sem íslenskur landbún- aður og starfsaðferðir bænda njóta. Lömb sem fæðast og þroskast í frelsi undir sól og regni; mjólk úr kúm sem bíta gras og eru náttúrulega öðruyísi en risakýrin í verksmiðju- fjósinu; bændur sem af umhyggju þekkja hvern grip og beita alúð bónd- ans sem ann landi sínu og búfé. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Jafnréttisvottun - skref í rétta átt Margt bendir til þess að jafnrétt- isbaráttan á íslandi hafi litlu fengið áorkað ef litið er til viðvarandi launa- munar kynjanna. Bilið milli karla og kvenna stendur óbreytt frá árinu 1994 , launamunur mælist enn um 16%. Nýlegar fréttir af vettvangi íþróttanna beina enn frekar kast- ljósum að launamun kynjanna. Hér þarf bersýnilega að jafna leikinn og þó fyrr hefði verið. Það gildir reyndar um allmargt í okkar auðuga íslenska samfélagi, þar sem því er haldið fram að allir hafi það gott að meðaltali en við vitum sem er að það hallar í vaxandi mæli á þá efnaminni , t.a.m. hina öldruðu og þær ungu fjölskyldur sem berjast Vinna þarf bugá launamun kynjanna Umrœðan Jakob Frímann Magnússon í bökkum við að ná endum saman í óðaverðbólgu og verðtryggðum heimsmetavöxtum. Við hljótum að hafna því að konur og karlar á íslandi hafi það aðeins gott að meðaltali. Ein leið til að ráða bót á viðvar- andi launamun kynjanna gæti falist í að veita þeim fyrirtækjum sérstaka vottun eða viðurkenningu sem sýnt gætu fram á að laun kvenna væru sambærileg við laun karla að teknu tilliti til vinnuálags og fjölda vinnustunda. Slík fyrirtæki gætu varðað veg- inn til þeirra framtíðar sem okkur er sæmandi. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í dag.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.