blaðið

Ulloq

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 44

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 44
blaðið Megas og Magga Stína Magga Stína og félagar halda útaáfutónleika plötunnar Magga Stína syngur Megas i Salnum í Kopavogi í kvöld klukkan 2T. Þar mun hun syngja nokkrar af perlum meistarans meö sínu nefi. helgin@bladid.net 44 LAUGARDAGUR 4. 2006 Stæltir kroppar Þeir sem hafa áhuga a stæltum líkömum geta skellt sér á bikarmotiö í fitness og vaxtarrækt fer fram í Austurbæ klukkan 20 í kvöld. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga C®1 HjartaHeill sírai 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Nplheilsa Ll JBB -haföu þ*ö gott MÚLTÍ-VÍT Náttúruleg fjölvítamín með steinefnum V*bo b»l mtr* tyrtr þfiir ÍUtfHkngi 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. '*‘ðAV° heilsa -hdfðu þaö gott SMÁAUGLÝSINGAR KAUPA /SELJA blaðiön SMAAUGLYSINGAR igBLAOID.NET Risaball Á móti sól Magni Ásgeirsson og félagar í hljómsveitinni Á móti sól verða með risaball ásamt Veðurguð- unum í Ölfushöllinni í kvöld. Nýtt barnaleikrit Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir Höll ævintýranna, nýtt barnaleikrit eftir Bjarna Ing- varsson, á morgun, sunnudag, klukkan 14. Ganga gegn nauðgunum Jafningjaf- ræðslan stendur fyrir göngu gegn I nauðgunum frá Hlemmi niður Lauga- veginn á mið- nætti í kvöld. Gangan endar á Ing- ólfstorgi eða í kjallara Hins húss- ins (ef veður verður slæmt) þar sem trúbadorinn Toggi mun leika lög af nýútkominni plötu sinni. Gjörningur á Lækjartorgi í tilefni af degi alþjóðlegrar lofts- lagsherferðar standa fslandsvinir fyrir myndasýningu sem varpar Ijósi á þátt fslendinga í lofts- lagsþreytingum á Lækjartorgi klukkan 13 í dag. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ VIKULEGA Hárbylting Nær eigin hári kemst þú ekki. Með H.P.c injected hári. Einn helsti framleiðandi varanlegs viðbótarhárs býður nú lausn sem er svo eðlileg að þér finnst þú hafa fengið þitt eigið hár aftur. Efþú viit vita meira, hringdu þá til okkarí dag án nokkurra skuldbindinga og í fullum trúnaði. APOLLO hárstúdio Hringbraut 119 107 Reykjavík Sími: 5522099 www.apollohar.is Listahátíð ungs fólks í fullum gangi Undirbúningur í fullum gangi Nemar á fataiðnbraut í Iðnskólanum í Reykjavík undirbúa sig fyrir sýning- una íkvöld. Fatahönnuðir framtíðarinnar Unglist, listahátíð ungs fólks, stendur nú sem hæst og í kvöld klukk- an 20 blása nemar í fataiðn við Iðnskólann i Reykjavik til glæsilegrar tísku- sýningar í Tjarnarbíói. Þeir sýna föt sem þeir hafa sjálfir hannað og saumað og verður fjölbreytnin í fyr- irrúmi að sögn Tinnu Kvaran, skipu- leggjanda sýningarinnar. „Þessir krakkar eru að þróa sig áfram með að sauma á sig föt sem ekki fást úti í búð. Það er einmitt þess vegna sem margir þeirra eru í þessu námi. Þeir hafa áhuga á að fást við hönnun og skipta sér af því sem er í tísku og vera ekki allir eins,“ segir Tinna. Góð reynsla fyrir nemendur Tískusýning fataiðnnema hefur verið fastur liður Unglistar frá upp- hafi og segir Tinna að nemendur hefji undirbúning fyrir hana í haust- byrjun þó að skipulagning hefjist ekki af alvöru fyrr en tveimur vik- um fyrir sýningu. Jm HMé ' ■!'' jp’ Frá tískusýningunni í fyrra Tískusýning fataiðnnema hefur verið fastur liður á Unglist frá upphafi. „Kennararnir halda þessu við og ýta undir að nemendur taki þátt og sýni sitt og fái alla þessa reynslu í staðinn,“ segir Tinna og bætir við að það sé einnig mikilvæg reynsla fyrir sig að taka þátt í skipulagn- ingu sýningarinnar. Hún hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga enda koma um 6o manns að sýningunni. Nemendur úr Förðunarskólanum sjá um förð- un fyrirsætna, hárgreiðslunemar um hárgreiðslu og nemar af hönnun- arbraut eiga heiðurinn af umgjörð sýningarinnar. Þá munu nemar úr Tónlistarskóla Reykjavíkur sjá um upphitun áður en sýningin sjálf hefst. Sígild verk frá ýmsum tímum Unglist heldur áfram á morgun klukkan 20 en þá verður boðið til sí- gildrar tónlistardagskrár í Tjarnar- bíói. Ungt og upprennandi listafólk úr tónlistarskólum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið mun leika og syngja fjölbreytt sígild verk frá ýms- um tímabilum tónlistarsögunnar. Ókeypis er inn á alla viðburði Unglistar og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskrána í heild sinni má nálgast á unglist.is. Vökudagar a Akranesi Það verður mikið um að vera á Akranesi um helgina enda hófust Vökudagar, árleg menningarhátíð bæjarins, á fimmtudag og stendur til 9. nóvember. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá víða um bæ- inn meðan á hátíðinni stendur svo sem tónleika, myndlistarsýningar, leiklistarnámskeið og hagyrðinga- kvöld. f dag opnar ljósmyndarinn og bæjarlistamaðurinn Friðþjófur Helgason sýningu sína „Fólk í fimm heimsálfum“ í húsnæði Skagaleik- flokksins Vesturgötu 119. Klukkan 11 fer fram orgelkynn- ing fyrir börn í Akraneskirkju und- ir yfirskriftinni „Bach fyrir börnin" og síðdegis verður sérstök dagskrá um „Skagaskáldin“ á Safnasvæðinu á Akranesi. Þá verður handverk og ýmsir munir til sölu á Höfðabasarnum í dvalarheimilinu Höfða milli klukk- an 14 og 17. Unglingum á aldrinum 13-17 ára gefst tækifæri til að taka þátt í leik- listarverkefni í húsnæði Skagaleik- flokksins Vesturgötu 119 í dag og á morgun frá klukkan 13-16. Orkuveita Reykjavikur stendur fyrir flugeldasýningu á íþróttasvæð- inu á Jaðarsbökkum klukkan 20 annað kvöld og að henni lokinni verður blásið til hagyrðingakvölds í Safnaskálanum að Görðum. Menning á Skaganum Mennin- garhátíðin Vökudagar stendur yfir á Akranesi um þessar mundir. Dagskrá menningarhátíðarinnar í heild sinni má nálgast á vef Akra- nesbæjar akranes.is.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.