blaðið

Ulloq

blaðið - 11.11.2006, Qupperneq 18

blaðið - 11.11.2006, Qupperneq 18
019010= Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur ÞórGuðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Við erum vandinn Nú er að standa í báða fætur og viðurkenna að næstu kosningar snúast ekki um Evrópumál, umhverfismál eða skattalækkanir. Fólk vill ræða um útlendinga. Er ekki hægt að ræða málið án þess að fordómafullt fólk stjórni umræð- unni og hafi sem hæst? Ætla stóru stjórnmálaflokkarnir að sópa umræð- unni út af borðinu með því einu að úthrópa þann fjölda sem segist hafa snúið sér að Frjálslynda flokknum og segja hann rasista? Getur verið að fólk hafi áhyggjur af innflytjendum vegna óskipulags í ríkisstofnunum og handahófskenndum aðgerðum verkalýðsfélaga við komu erlendra til vinnu hér á landi? Það er högg í magann að ekki þurfi meira til en að stjórnmálaflokkur, sem hér áður hafði það eitt að leiðarljósi að breyta kvótakerfinu, þurfi ekki nema að nefna innflytjendur til að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosn- ingum, eins og könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós. Högginu er fylgt eftir með sparki í síðuna, því enginn annar stjórnmálaflokkur er tilbúinn að taka á málinu. Útlendingar koma ekki hingað til að svíkja undan skatti eða leggjast á kerfið. Þeir koma hingað til að bæta líf sitt, efnast, hafa það betra en þeir höfðu það heima hjá sér, í ævintýraþrá. Ástæðurnar eru örugglega jafnólíkar og fólkið er margt. Vandinn liggur ekki hjá þeim heldur hjá forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem ráða þá til vinnu, því á íslandi eru til stjórnendur fyrirtækja sem ráða útlendinga en leyfa sér að svíkja þær skyldur sem þeir hafa gagnvart ríkinu. Þetta gera þeir jafnvel án vit- undar útlendinganna sem þeir réðu. Þeir borga þeim laun sem lög segja að eigi ekki að líða hér á landi. Þeir borga þeim jafnvel enga yfirvinnu. Þetta gera þeir meðvitað. Á íslandi eru líka stjórnendur sem hirða ekkert um að greiða skatta af erlendum starfsmönnum sínum. Hér á landi eru líka stjórnendur sem vildu gjarnan gera upp á löglegan hátt, en geta það ekki þar sem langan tíma tekur að fá þá pappíra sem þarf svo fólkið sé löglega í landinu. Það eru ekki fordómar að hræðast það að komist fyrirtæki upp með að greiða útlendingum minna en lágmarkslaun þurfi íslendingar líka einn daginn að sætta sig við sömu laun. Það er ekki óeðlilegt að óska eftir því að ríkið lagi eftirlitsstofnanir sínar og verkalýðsfélög taki sig saman í and- litinu og taki í hnakkadrambið á þessum stjórnendum. Umræður um inn- flytjendur væri skynsamlegra að nálgast á þessum nótum frekar en þeim sem gert hefur verið undanfarna daga. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn &auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKI NU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, taeroglitarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndur sem geta smitað og eyðilagt flíkur eöa rúmföt. PENZlM PENZIM PENZIM RsjiAHwlir,4 GEL wrmAU n vu kai I.OÍION UIIM tll VtttRAI MARINI' r.vznriís Adtmrd Skm Ai fctdy marim t vrrwii s Ui.mi.il *yLiu fc ivd) Our I iMvmili XtiiMwtrlni h ■1 " . j VI>u*tiir>;inK Nruu-nJMnx. mí-tHean I mmmainino HEAf-TIÍY 1 SKIN.jOINrS fögt r-oR | MAINi/vlNINix. : HFAI.TMV I f>K IN.fOINT 1 ANH MUSCIJS 4 — ” * þenzíM Ioirw Penzim fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. WSBBSBBBSKSBMHHBk penzim.is 18 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaðiö írak - og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Fyrsta verk ríkisstjórnar jafnaðar- manna verður að taka Island með formlegum hætti af lista hinna sjálfviljugu, vígfúsu þjóða sem studdu innrásina í Irak. Innrásin var fólskuverk, sem var réttlætt með falsrökum og lygi. Stuðningur ís- lands, píndur fram með löglausum og algerlega siðlausum hætti í sam- ráði við sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, er svartasti bletturinn á utanríkisstefnu Islendinga svo langt ég muni. Það er löngu tímabært að Islendingar hreinsi þessa smán af sér með formlegum hætti. 650 þúsund saklaus líf Fráþví Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Irak í mars 2003 - með mórölskum stuðningi íslands - hafa meira en 650 þúsund óbreyttir borg- arar beðið bana í stríðsátökum í land- inu. Þetta er niðurstaða rannsóknar, sem birt var í október í einu virtasta læknariti heimsins, The Lancet. Rannsóknin var gerð í samvinnu bandarískra og írakskra lækna. Þetta gríðarlega mannfall er mun meira en Bandaríkjastjórn og hinir bresku taglhnýtingar hafa viljað við- urkenna. Aðferðin er þó alþjóðlega viðurkennd. Nær tvö þúsund heim- ili á 47 stöðum í írak voru heimsótt, og samtals var rætt við tæplega þrettán þúsund íraka. Fæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina voru metin á grundvelli samtala. Niðurstaðan var sú, að 650 þúsund saklausir borgarar - börn, konur, gamalt fólk, karlar - hefðu látið lífið beinlínis vegna innrásarinnar, sem ísland meðal annarra studdi. Löglaus og siðlaus ákvörðun Ákvörðunin um stuðning Islands var tekin án þess að vera borin undir Alþingi - og var hvergi rædd. Löngu síðar kom fram, að hún var ekki einu sinni rædd í ríkisstjórn Islands. Aðeins tveir menn tóku ákvörð- Össur Skarphéöinsson unina, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Verstur er hlutur Hall- dórs Ásgrímssonar. Hann hafði marglýst yfir að gefa ætti vopnaeft- irliti SÞ tíma til að ganga úr skugga um hvort gereyðingarvopn væri að finna i landinu. Síðar kom í ljós að svo var ekki - og rökin fyrir innrás- inni uppdiktuð haugalygi. En Hall- dór snerist á einni nóttu - enda for- sætisráðherrastóll í húfi. Ákvörðun hans var versta feilspor nokkurs forystumanns Framsóknar frá upp- hafi. Hún leiddi beinlínis til þess að hann hrökklaðist uppgefinn úr emb- ætti, og skildi Framsókn eftir rúna trausti og fylgislausa. Ákvörðun þeirra tvímenninganna var í senn löglaus - og siðlaus. Ábyrgð stjórnarþingmanna Davíð Oddsson er að sönnu hættur. Halldór Ásgrímsson er hættur. Don- ald Rumsfeld er hættur. Pólitískir dagar Tony Blair verða senn út taldir. Forsetatíð George Bush er í rúst. Pól- itísk arfleifð allra þessara manna er yfirskyggð af Irak. Alþingi verður hins vegar að þvo af sjálfu sér og íslensku þjóðinni blett smánarinnar, sem löglaus ákvörðun íslensku tvímenninganna leiddi af sér. Það verður einungis gert með því að Alþingi samþykki ályktun þar sem ísland er formlega tekið af lista hinna 30 sjálfviljugu, vígfúsu þjóða. Sú tillaga liggur nú fyrir Álþingi, flutt af mér og öðrum formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar. Þjóðin mun fylgjast með því hvort þingmenn stjórnarinnar fylkja sér bak við ósómann með því að svæfa tillögu okkar félaganna - eða hreinsi ísland af þessari smán. Fari svo, að þingmeirihlutinn horf- ist ekki í augu við skömm sína gagn- vart saklausri þjóð Iraks verður það fyrsta verk nýrrar rlkisstjórnar, sem jafnaðarmenn taka þátt í, að taka Is- land með táknrænum og formlegum hætti af lista hinna vígfúsu þrjátíu þjóða. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Klippt & skorið Meðal sitjandi þing- mannaSamfylking- arinnar í Reykjavík er mikill ótti við að flokks- menn verði óhræddir við að kjósa nýtt fólk eins og gerðist í Suðurkjördæmi og Kraganum þar sem reyndir þingmenn ýmist stráféllu eða ýttust niður listann. Þannig þykj- ast menn merkja að Kristrún Heimisdóttir hafi sótt mjög á Steinunni Valdísi Óskars- dóttur, sem flestir töldu í upphafi prófkjörs- baráttunnar að helst gæti velgt þingmönn- unum undir uggum. Nú spyrja sumir hvort hún sé nógu „ný", enda enginn nýgræðingur á ferð. En svo hafa aðrir áhyggjur af því að á listanum verði alltof margar konur, sem aftur kann að styrkja þá Helga Hjörvar og Mörð Árnason. Iprófkjörsvertíðinni grípa menn til marg- víslegra ráða til þess að vekja athygli á sér, stefnumálum sinum og áherslum. Guðrún Ög- mundsdóttir minnir á sinn blíða málróm með herhvöt um að hennar rödd þurfi að heyrast á Alþingi. Sem er auð- vitað alveg laukrétt. Flokkssystir hennar í Samfylkingunni, Bryndís ísfold Hlöðvers- dóttir, hugsar hins vegar ekki aðeins um raddirnar, heldur líka tungurnar. Þannig varð hún fyrst íslendinga til þess að birta grein undir erlendri fyrirsögn í Morgunblaðinu, á pólsku nánar tiltekið, en hún hefur einnig látið snara sjónarmiðum sínum á taílensku og svahílí, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nefnt var ( þessum dálki i gær getur brugðið svo við að auglýsingar stuðn- ingsmanna séu svona og svona, sérstaklega þegar meintir stuðnings- menn eru ekki endilega stuðningsmenn viðkomandi frambjóðanda í prófkjöri. Árni Johnsen birtir þannig heilsíðuauglýsingu í gær þar sem skylmingaþrællinn Maximus, sem Russel Crowe lék svo eftirminnilega, er meðal annarra stuðningsmanna. Gárung- arnir segja að Spartacus hafi neitað að taka þátt í auglýsingunni í Ijósi afstöðu Árna til samkynhneigðar. andres.magnusson@bladid.net
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.