blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 28
blaöiö
Matthíasarstefna
Málþing um Matthías Jochumsson hefst klukkan 11 í dag í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af út-
gáfu ævisögu hans eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Fyrirlesarar verða auk Þórunnar: Dr. Gunnar
Kristjánsson prófastur, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, Helga Kress prófessor, Krist-
ján Árnason, bókmenntafræðingur og þýðandi, og Sveinn Yngvi Egilsson dósent.
Listamannaspjall
Georg Guðni Hauksson og Jón Óskar leiða
gesti um sýninguna Málverkið eftir 1980 í
Listasafni (slands á morgun klukkan 14. Aö-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
11. NÓVEMBER 2006
9
Damien Rice
Frábær
í skammdeginu
/r
Eg hef aldrei verið aðdáandi
Damien Rice, hann hefur
einhvern veginn aldrei náð
til mín. Með sinni nýjustu plötu,
sem kallast einfaldlega 9, tekst
honum í fyrsta skipti að grípa mig
almennilega. 9 er Ijúfsár plata,
uppfull af dramatískum útsetn-
ingum þar sem Rice notast við
strengjahljóðfæri á sérstaklega
smekklegan hátt. Hann er alls
ekki að fara nýjar leiðir í tónlist-
arsköpun en fjandinn hafi það,
kappinn er einlægur. Rice ferðast
um troðnar slóðir popptónlistar-
innar og gerir það vel, hvort sem
það er í hinu Ijúfa Accidental Ba-
bies eða hinu léttpoppaða Dogs.
Með þessari plötu mun Damien
Rice án efa halda í sína gömlu
aðdáendur ásamt því að næla sér
í nýja. 9 er vel heppnuð popp-
plata til að hlusta á í hinu dimma
íslenska skammdegi sem er að
gera út af við okkur öll.
atli@bladid.net
heimili
alla miðvikudaga
blaöi
jtir börn á öllum aldri
Að bjóða upp á það besta
etta er brot af því besta,
sýnishorn úr verkum
sem við höfum verið
að sýna á undanförn-
um árum og hafa þótt
aðgengileg og heppileg til sýn-
inga fyrir alla fjölskylduna," segir
Katrín Hall, listrænn stjórnandi
fslenska dansflokksins, en í dag
sýnir dansflokkurinn sýningu fyr-
ir alla aldurshópa. Um er að ræða
brot úr þremur verkum, Lúnu eftir
Láru Stefánsdóttur, Súrt og sætt
eftir Didy Veldman og Screensaver
eftri Rami Beer. „Verkin eiga það
sameiginlegt að vera litrík og fjör-
leg og við reyndum að velja bestu
brotin úr hverri og einni. Þetta er
afar metnaðarfull sýning og gerir
miklar faglegar kröfur til dansar-
anna þannig að við erum alls ekki
að ráðast á garðinn þar sem hann
er lægstur."
Áhorfendum fjölgar
Aðspurð um hvort erfiðara sé
að fá Islendinga til að koma og sjá
danssýningu en hefðbundið leik-
húsverk segir Katrín að svo sé og
að fyrir því séu ákveðnar ástæður.
,Leikhúsið er svo ríkt í okkar hefð.
Við erum bókmenntaþjóð og leik-
húsið á sér miklu sterkari og dýpri
rætur en dansinn í okkar sögu og
menningu. íslenski dansflokkur-
inn var stofnaður 1973 og síðan þá
höfum við verið að skapa okkar
hefð og slíkt tekur tíma. Það kostar
mikla vinnu að ná upp þeirri sýn í
samfélaginu að dansinn sé partur
af okkar menningu og menningar-
arfi.
Við getum þó verið mjög sátt
við árangur undanfarinna ára því
hópurinn sem kemur á sýningar
hjá okkur fer sífellt vaxandi. Áhorf-
endahópurinn hefur einnig verið
að yngjast á síðustu árum.“ Islenski
dansflokkurinn hefur einkum ein-
beitt sér að nútímadansverkum.
,Klassísku hóparnir úti í heimi eru
með tugi dansara á sínum snærum
og hafa því tök á að setja upp klass-
ískar sýningar með fjölda dansara
en við erum aðeins 10-14 og eigum
því ekki kost á því. Mín listræna
sýn hins vegar og markmið eru
háleitari en það að reyna að halda
uppi miðlungsgóðum klassískum
listdansflokki hér á íslandi. Með
samtímadansinum erum við að
einblína á styrkleika okkar, byggja
upp gæði og höfum tækifæri til að
móta okkar eigin sérstöðu. Það er
að mínu mati mun eftirsóknarverð-
ara og árangursríkara þegar til
lengri tíma er litið, enda er Islenski
dansflokkurinn að vekja talsverða
eftirtekt erlendis. Eftirspurn eftir
sýningum okkar er sífellt að auk-
ast. Tuttugasta og fyrsta öldin er
runnin upp og við erum að tala allt
öðruvísi við fólk nú með dansinum
en gert var á átjándu öld.“
Hugsað til framtíðar
Með sýningunni í dag einbeitir
dansflokkurinn sér að yngri áhorf-
endum og hvetur Katrín foreldra
til þess að bjóða börnunum sínum
að kynna sér dansheiminn enda er
aðgangur ókeypis fyrir börn yngri
en tólf ára og unglingar á aldrinum
þrettán til sextán ára þurfa aðeins
að borga hálft gjald. „Við teljum
að við eigum að bjóða börnunum
okkar það besta og með þessari
sýningu viljum við leggja okkar
af mörkum til þess. Við erum að
hugsa til framtíðar og vekja áhuga
á dansinum hjá þeim yngstu sem
svo vonandi munu flykkjast á sýn-
ingar dansflokksins þegar þau
komast á fullorðinsár. Við erum að
bjóða þeim upp á skemmtilega sýn-
ingu sem ég vona að áhorfendur
kunni að meta hver á sinn hátt.“
Aðeins þrjár sýningar eru í boði,
í dag klukkan 14 og næstu tvo laug-
ardaga á sama tíma.
hilma@bladid.net
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Innritun fyrír vorönn 2007
Innritun fyrir vorönn 2007 stendur nú yfir. msóknareyöublöö fást á skrifstofu
skólans sem er opin 8:0-15:0 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. ftirtaldar námsbrautir eru í boði:
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: Heilbrigðisskólinn:
málabraut, framhaldsnám sjúkraliða
félagsfræðibraut, heilsunuddarabraut,
náttúrufræðibraut og hjúkrunar- og móttökuritarabraut,
viðskipta- og hagfræðibraut. lyfjatæknabraut,
Starfsnámsbraut; læknaritarabraut,
upplýsinga- og fjölmiðlabraut -veftæknanám, sjúkraliðabraut og
-viðbótarnám tii stúdentsprófs tanntæknabraut. -viðbótarnám til stúdentsprófs Aimenn námsbraut.
Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Skólinn býður einnig upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu.
Skóiameistari
...ÞAÐ BESTA VIÐ
AÐ FARA í LEIKHÚS ER
AÐ SJÁ GÓÐAN LEIK
OG ÞAÐ ER MIKIÐ AF
HONUM í ÞESSUM
SVARTNÆTTISFARSA."
MK/MBL
www.borgarleikhus.is Simi miöasölu 568 8000
BORGARLEIKHÚSIÐ