blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 30
3 0 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006
blaðiö
Drukkinn brennuvargur
20%
afsláttur
af gluggatjaldahreinsun
í nóvember
Gædahreinsun Þekking Góó þjónusta
Árið er 1928 og vinnu var lokið í
prentsmiðjunni Gutenberg. Einn
starfsmanna var Stefán Daníels-
son. Eftir vinnu, um klukkan
fimm, settist hann að drykkju
ásamt þremur öðrum starfsmönn-
um. Saman drukku þeir tvær
flöskur af Spánarvíni sem höfðu
verið keyptar hjá Áfengisverslun-
inni. Um klukkan átta um kvöld-
ið fór Stefán úr prentsmiðjunni
og settist inn á kaffihúsið Fjall-
konuna. Þar var hann i um hálfa
klukkustund og drakk einn pil-
sner. Þar hitti hann Vilhjálm Þór-
arinsson. Þeir fóru saman á Hótel
ísland og borðuðu þar og Stefán
drakk tvo pilsnera og púrtvín. Að
lokinni máltíð gengu þeir yfir í
Bröttugötu þar sem þeir hittu
stúlku, Margréti Sigurðardóttur.
Þau þrjú fóru á Hótel ísland þar
sem Stefán drakk einn pilsner til.
Að þessu loknu fóru þau í bíl
inn á Laugarnes en stönsuðu þar
stutt og óku aftur niður í bæ. Stef-
án lét aka sér að Grettisgötu þar
sem hann hugðist hitta stúlku.
Húsið var læst og þar sem hann
náði ekki sambandi við stúlkuna
fór hann áfram með bílnum og fór
úr honum í Bankastræti til móts
við Þingholtsstræti. Hann gekk
að prentsmiðjunni Gutenberg en
þar var búið að læsa. Því næst fór
hann aftur á Hótel Island og setti í
sig einn pilsnerinn enn.
Ásakaður um rúðubrot
Á meðan Stefán sat í veitingasal
hótelsins kom þar inn Karl Guð-
mundsson yfirlögregluþjónn. Guð-
mundur Jónsson, þjónn á hótelinu,
tók Karl tali og sagði honum að
Stefán hefði brotið rúðu á hótelinu
nokkrum dögum fyrr. Karl gekk
til Stefáns og spurði hvort það væri
rétt að hann hefði brotið rúðuna.
Stefán brást ókvæða við og sagðist
enga rúðu hafa brotið. Or varð að
þeir gengu út saman og í átt að
lögreglustöðinni. Þeir ræddu um
rúðubrotið á göngunni. Stefán neit-
aði ákveðið að hafa brotið rúðuna
og rann í skap vegna þessara ásak-
ana. Vegna þess hversu mikið Stef-
án hafði drukkið var hann farinn
að finna nokkuð á sér. Karl ók Stef-
áni á Laugaveg 28 þar sem hann
bjó. Stefán var orðinn rólegri þeg-
ar þeir skildu.
Stefán gekk að húsinu, tók í
hurðarhúninn en þar sem hurðin
var nokkuð stíf taldi hann að hún
væri læst. Hann var ekki með lykil
og reyndi ekki frekar að opna held-
ur gekk á burt og niður í Banka-
stræti og þaðan aftur upp Lauga-
veg og að húsi númer 55 þar sem
hann hugðist heimsækja móður
sína. Þar var allt læst.
Kveikti í
Hann gekk í hægðum sínum
aftur áleiðis niður Laugaveg og
þegar hann kom að húsinu númer
52 sá hann að kjallaradyr hússins
voru opnar og bjart í kjallaranum.
Hann gekk inn i kjallarann, tók
upp sígarettu og kveikti í henni.
Hann lét það ekki nægja, heldur
kveikti hann einnig i fötum sem
héngu til þerris í kjallaranum.
Þegar tekið var að loga í fötunum
gekk hann út. Hann hélt áfram
göngu sinni niður Laugaveg og
beygði upp Frakkastíg. Þar sá
hann að kjallaradyr hússins núm-
er 44 við Laugaveg voru einnig
opnar. Hann gekk að kjallaran-
um en dimmt var þar inni. Hann
lýsti sér leið og sá þar körfu sem
í voru tuskur og fleira þess hátt-
ar. Hann bar eld að því sem í
körfunni var. Brátt tók að loga í
innihaldi körfunnar. Að þessu
loknu gekk hann heim til sín og
nú komst hann inn.
Vegfarendur urðu í báðum
tilfellum varir við eldinn. Senni-
lega er það því að þakka hversu
fljótt fólk varð vart við eldana
sem tókst að slökkva þá áður en
verulegt tjón og mannskaði hlut-
ust af.
Sjúkleg alkóhólverkun
Grunur féll fljótlega á Stefán og
hann var handtekinn. I ljós kom
Karl gekk til Stefáns
og spurði hvort það
væri rétt að hann
hefði brotið rúðuna.
Stefán brást ókvæða
við og sagðist enga
rúðu hafa brotið.
að hann hafði brotið fleira af sér.
Rúmu ári fyrr hafði hann farið inn
í húsið númer 12 við Frakkastíg
seint um kvöld. Hann var á gangi á
efri hæð hússins þegar húsráðandi
kom þar ásamt fleira fólki og hitti
þar Stefán sem var talsvert drukk-
inn. Hann gat ekki gert grein fyrir
veru sinni í húsinu. Húsráðandinn
skipaði honum að fara út og fylgdi
honum út fyrir dyrnar.
Eftir að húsráðandi hafði lokað
á eftir sér gekk Stefán að kjallara-
dyrum hússins og komst þar inn.
Hann gekk að þvottahúsinu þar
sem hann sá tuskur og hann fór
ekki út fyrr en talsverður logi hafði
hlotist af. Eldurinn var síðar slökkt-
ur áður en verulegt tjón hlaust af.
Stefán neitaði að hafa brotið
rúðu í Hótel íslandi. Hann viður-
kenndi hins vegar að hafa kveikt
í þau þrjú skipti sem áður voru
rakin. Talið var að öll þrjú húsin
hefðu brunnið upp ef eldarnir
hefðu ekki verið slökktir eins
fljótt og raun bar vitni. Jafnframt
var talið líklegt að mannslíf hefðu
verið í hættu þar sem í öllum til-
fellum var um að ræða stór timb-
urhús þar sem bjó fjöldi manns.
Stefán gat ekki skýrt hvað fyr-
ir honum vakti en fyrir liggur
að hann var ölvaður þegar hann
kveikti eld í húsunum þremur.
Álit geðlæknis var að Stefán væri
hvorki fábjáni né geðveikur. Hann
hefði hins vegar tilhneigingu til
sjúklegrar alkóhólverkunar.
Dómarinn í aukaréttinum
komst að því að Stefáni hefði ekki
verið ljós sú hætta sem hann stofn-
aði til með íkveikjunum en eigi að
síður væri hann sakhæfur. Hann
var dæmdur í þriggja ára fangelsi
í aukarétti en Hæstiréttur taldi að
sökum alkóhólsverkunar Stefáns
væri ekki hægt að sakfella hann
á sama hátt og heilbrigðan mann.
Hæstiréttur dæmdi Stefán til
tveggja ára fangelsisvistar.
Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380
Álfabakka 12 • Sími 557 2400
www.bjorg.is
EFNALAUG
ÞVOTTAHÚS