blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006
blaðið
VEÐRIÐ I DAG
Hvasst
Hvessir, suðaustan 13 til 20 m/s
síðdegis, en hægari vindur norðantil
á landinu. Rigning, einkum suðaust-
aniands, og hiti 3 til 10 stig.
ÁMORGUN
Lægir aðeins
Suðaustan 10 til 15 m/s og rign-
ing, einkum suðaustanlands, en
úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða
5 til 10 stig.
■ VÍÐA UM HEIM 9
Algarve 14 Glasgow 4 New York 7
Amsterdam 1 Hamborg 1 Orlando 7
Barcelona 14 Helsinki 3 Osló 0
Berlín -1 Kaupmannahöfn 6 Palma 20
Chicago 7 London 6 París 0
Dublin 9 Madrid 14 Stokkhólmur 3
Frankfurt -1 Montreal -6 Þórshöfn 8
Danmörk:
Banaslysum
fækkar
Banaslysum í umferðmni
í Danmörku fækkar milli ára,
en 293 hafa látist það sem af
er ári samanborið við 331 í
fyrra. Fjöldi ungra ökumanna
sem láta lífið hefur þó vaxið.
Þrjátíu prósent þeirra sem
hafa látist í umferðinni árið 2006
hafa verið á aldrinum sextán til
24 ára þrátt fyrir að vera aðeins
um tíu prósent þjóðarinnar. Á
árunum 2001 til 2005 voru tutt-
ugu prósent þeirra sem létust
á aldrinum sextán til 24 ára.
Samkvæmt þessum tölum
hafa rúmlega fimm af hverjum
hundrað þúsund íbúum látist í
umferðinni í Danmörku á árinu,
samanborið við tíu af hverjum
hundrað þúsund á Islandi.
-T?
Fasteignamarkaður:
Minni sala
Alls var 166 kaupsamningum
vegna fasteignakaupa á höftið-
borgarsvæðinu þinglýst í síðustu
viku samkvæmt tölum Fasteigna-
mats ríkisins. Er þetta minni sala
miðað við sömu viku í fyrra en
þá var þinglýst 185 samningum.
Heildarvelta á markað-
inum nam tæpum 4,1 milll-
jarði en í fyrra nam veltan
rúmum 4,2 milljörðum.
Mest var verslað með eignir
í fjölbýli eða 130 og þá voru 25
samningar gerðir um sérbýli
og 11 um annars konar eignir.
Það er ekki gó fyrr
en Bó segir gó Plötu
Björgvins var dreift inn
á öll hafnfirsk heimili í
álumbúðum.
Samsettmynd
Sól í Straumi ætlar ekki að gefa gjafir:
Bó Halldórs á hvert
heimili í boði Alcan
■ Segir boðstónleika merki um rökþrot ■ Átta þúsund diskar inn á
hafnfirsk heimili ■ Alcan ekki búið að sækja um stækkun
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Við vildum minna á okkur í ljósi
þess sem er framundan,“ segir
Hrannar Pétursson, upplýsingafull-
trúi álversins í Straumsvík, en fyr-
irtækið gaf alls átta þúsund geisla-
diska í Hafnarfirði. Diskurinn er
upptaka af tónleikum Björgvins
Halldórssonar þegar hann söng
með Sinfóníuhljómsveit Islands
síðasta sumar. Alcan bauð þá starfs-
mönnum sínum og bæjarbúum að
mæta á tónleikana frítt.
Diskurinn barst inn á öll heimili
í gær. Hann var innpakkaður í ál-
pappír og innan í honum var kort
frá Rannveigu Rist og Alcan. Þar
þakkaði fyrirtækið fyrir samver-
una síðastliðin fjörutíu ár. Þar stóð
einnig að vegna skorts á húsrými
þegar tónleikarnir voru haldnir hafi
fyrirtækið ákveðið að gefa öllum
bæjarbúum geisladiskinn og færa
þeim tónleikana inn í stofu.
Alcan gengur
grímulaust inn í
umræðuna
Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Alcan
í Straumsvík
„Við munum ganga grímulausir
inn í þessa umræðu og kappkosta
að upplýsa fólk um það hvernig
við sjáum þetta fyrir okkur,“
segir Hrannar en Alcan hyggur
á stækkun álversins. Fyrirtækið
hefur þó ekki enn sótt formlega
um hana. Enn er verið að ljúka við
samninga um orkuverð þó þeir séu
langt komnir að sögn Hrannars.
Aðspurður hvort þeir séu ekki að
styðja poppheiminn alldyggilega
segir Hrannar svo vera en ekki
þarf að selja nema fimm þúsund
diska til þess að ná gullsölu. Disk-
urinn hans Björgvins er ein mest
selda hljómplatan í ár.
„Mér þykir merkilegast að í kort-
inu frá forstjóra Alcan skuli vera
beðið um málefnalega umræðu,"
segir Pétur Óskarsson, talsmaður
hópsins Sól í Straumi. Samtökin
kappkosta að upplýsa bæjarbúa
um hugsanlega stækkun álversins.
Hann segir að í gjöfum felist ekki
mjög málefnaleg umræða og bendir
á að hugsanlega séu forsvarsmenn
álversins í raun komnir í rökþrot.
Boðstónleikar séu ekki gagnlegt
innlegg í umræðuna.
„Bæjarbúar mega allavega ekki bú-
ast við gjöfum frá okkur heldur ein-
mitt málefnalegri umræðu,“ segir
Pétur en hópurinn hefur staðið
fyrir fjörugri umræðu í Hafnar-
firði um málefni Alcan og hugs-
anlega stækkun. Einnig bendir
Pétur á að dráttur vegna umsóknar
um stækkun sé óþægilegur fyrir
bæjarbúa.
Stefnt er á að halda kosningar
um málið í febrúar þannig að
sennilega verður ekki gó fyrr en Bó
segir gó.
Tryggingastofnun:
Afsláttarkort
send heim
Frá áramótum verður afsláttar-
kort fyrir læknis- og heilsugæslu-
þjónustu sent sjálíkrafa heim til
þeirra sem ná hámarksgreiðslum
séu upplýsingar um það til hjá
Tryggingastofnun. Endurgreiðsl-
ur verða lagðar beint inn á
bankareikninga einstaklinga.
Þegar hámarksgreiðslum er
náð vegna heilbrigðisþjónustu á
fólk rétt á afsláttarkorti. Trygg-
ingastofnun berast upplýsingar
frá sjálfstætt starfandi sérfræð-
ingum sem eru með samning
við Tryggingastofnun en ekki frá
heimilis- og heilsugæslulæknum
eða sjúkrahúsum. Greiðslukvitt-
unum frá þeim þarf effir sem
áður að safna og senda stofnun-
inni til að fá afsláttarkortið.
Reykjavík:
Ellefu brennur
um áramótin
Alls verða 11 áramótabrennur í
Reykjavík og hefur þeim fækkað
um eina frá því fvrir ári. Engin
brenna verður í Ártúnsholti
en hinar verða allar á sömu
stöðum og í fyrra. Stóru brenn-
urnar verða íjórar, við Ægissíðu,
á Geirsnefi, í Gufunesi við gömlu
öskuhaugana og við Rauðavatn.
Starfsmenn hverfastöðva fram-
kvæmdasviðs verða við móttöku
og uppröðun í bálkesti frá og með
deginum í dag. Hætt verður að
taka við efni þegar kestirnir eru
orðnir hæfilega stórir eða í síð-
asta lagi klukkan 12 á gamlársdag.
r
1. Janúar verða settar 90 km/klst. hra&atakmarknir.
Eigum enn til bíla á lager sem verða án hraða-
takmarkana. Nýtt útlit, Laramie búnaður, leður, allt
rafknúið, klædd skúffa, ofl. Tveggja ára ábyrgð,
þjónustaður af Ræsi.
Sýningarbíl! á staðnum,
Okkar verð: 4.400 þús.
www.sparibill.is
Skúlagötu 17
Sími: 577 3344
V
J
Systur í sín hvorum flokknum í sömu nefndinni:
Heyjum ekki blóðuga baráttu
Systur saman í nefnd Falasteen
og systir hennar Fida eru báðar í
mannréttindarnefnd en þær eru
þó í sitthvorum flokknum.
„Við erum báðar vinstra megin
þannig við heyjum ekki blóðuga bar-
áttu,“ segir Falasteen Abu Libdeh en
hún og systir hennar, Fida Abu Lib-
deh, eru báðar í mannréttindanefnd
Reykjavíkurborgar. Það vekur þó
athygli að þær eru í sín hvorum
flokknum. Sjálf er Falasteen í Sam-
fylkingunni en Fida er í VG.
Systurnarerfapólitískanáhugann
frá móður sinni, Amal Tamimi sem
er í Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Þær eru rekja upprunann til Pal-
estínu en systurnar eru miklir bar-
áttumenn fyrir mannréttindum og
friði.
„Við erum reyndar báðar vara-
menn í mannréttindanefndinni
þannig við höfum ekki enn þurft að
berjast á fundum," segir Falasteen
en hún býst ekki við átökum í nefnd-
inni enda allir nokkuð sammála um
tilvist mannréttinda og að berjast
fyrir þeim að hennar sögn.
Hún segir alla fjölskylduna pólit-
íska en hún og móðir hennar eru í
sama flokknum. Aðspurð hvað hafi
klikkað með Fidu segir Falasteen
hlæjandi, „ætli hún þurfi ekki bara
alltaf að vera öðruvísi.“