blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 1
ORÐLAUS » siða 52 260. tölublað 2. árgangur fimzntudagur 28. desember 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! U ÍÞRÓTTIR David Beckham hefur enn ekki svarað ráðamönnum hjá Real Madrid um hvort hann verði áfram hjá félaginu | siða 44 ■ HEILSA Vilji fólk standa við áramóta- heitið um að hætta að reykja er best að ætla sér ekki að hætta strax á nýársdag | s(ða42 Deila flugumferðarstjóra og flugmálastjórnar: Sturla skiptir sér ekki af ■ 200 milljónir í biðlaun er réttur starfsmanna ■ Ráðherra fylgist náið með Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Rúmlega helmingur þeirra flugumferðarstjóra sem láta af störfum um næstu áramót á rétt á biðla- unum frá ríkinu í allt að eitt ár. Heildarupphæðin gæti numið allt að 200 milljónum króna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir lítið við þessu að gera enda um lögbundinn rétt að ræða. Hann segir mál flugumferðarstjóra og flugmálayfir- valda í réttum farvegi og að ráðuneytið muni ekki skipta sér af deilunni. „Ráðuneytið mun ekki aðhaf- ast meira umfram það sem nú þegar er búið að gera. Ég fylgist náið með þessu en þetta er í höndum stjórnar Flugstoða og stjórnenda Flugmálastjórnar.“ Flugstoðir ohf. taka við rekstri flugumferðar- stjórnar um næstu áramót en um 60 flugumferðar- stjórar hafa enn ekki viljað skrifa undir ráðningar- samning hjá hinu nýja fyrirtæki. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir ljóst að ef ekki náist að leysa deiluna muni það kosta rikið verulegar upp- hæðir í biðlaun. „Menn halda sínum heildarlaunum samkvæmt kjarasamningi og ríkið þarf líka að borga í lífeyrissjóðina með óbreyttum hætti út tíma- bilið. Ríkið þarf því að greiða þeim alls rúmlega 200 milljónir í laun fyrir að gera ekki neitt.“ Að sögn Lofts hafa þegar nokkrir flugumferðar- stjórar kosið að hætta og fara strax á biðlaun. Sjá einnig siðu 10 FRÉTTIR » síða 4 Vel gengur að dæla olíu úr Wilson Muuga „Vel hefur gengið að dæla úr skipinu og ef allt gengur aö óskum verðum við búnir snemma nú í morgunsárið," segir Árni Ingimundarson, forstöðumaður þjónustu- sviðs Olíudreifingar, um dælingu á olíu úr Wilson Muuga á strandstað. I gær hafði um 50.000 lítrum af olíu verið dælt úr skipinu eða um 45 tonnum. Dæling úr skipinu hófst upp úr klukkan fjögur að morgni 27. desember og stöðugt hefur verið dælt síðan þá, enda veðurskilyrði góð ‘ Seint í gær höfðu engir olíublautir fuglar fundist í fjörum umhverfis strandstaðinn og ekkert bar á olíumengun frá skipinu. Því aukast sífellt líkur á því að hægt verði að afstýra alvarlegu umhverfisslysi á þessum viðkvæma stað. Átta starfsmenn Olíudreifingar voru um borð í skipinu og hafa þeir verið þar frá því um hádegi í fyrradag. Þeir ætluðu ekki frá borði í nótt. Tíu olíuflutningamenn auk björgunarsveitarmanna störfuðu í landi. Á vef Morgunblaðsins var greint frá því að þeim hafi verið færðar matarbirgðir og nýjar hleðslur á farsíma fyrir nóttina. Hvasst verður á strandstaðnum í dag, suðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu en hægir aðeins á föstudag. MYND/EYÞÖR Góð skilyröi á strandstað Líkur á alvarlegu umhverfisslysi hverfandi þar sem vel gengur að dæla úr skipinu. Um fimmtíu þúsund lítrum af olíu hafði veriö dælt úr skipinu í gær. FOLK » siða 38 Stendur í „Hér er fullt af fólki og nóg að gera enda er þetta mikilvægasta fjáröflun björgunar- sveitanna," segir Harald Gunnar Halldórsson. ströngu VEÐUR Hvassviöri Suðaustan 13 til 20 metrar á sekúndu síðdegis en hægara norðantil. Rigning á Suðausturlandi og hiti 3 tiMOstig. VINNUVELAR Sextán síöna sérblaö um vinnuvélar fylgir Blaðinu ídag » siður 21 -36 Þeir góöu og þeir slœmu Góðmennsku og afglöpum er mis- jafnlega skipt hjá fræga fólkinu líkt og öðrum. Oprah Winfrey barðist gegn sjúkdómum í Afríku og Lance Armstrong safnaði 40 milljónum króna til góðgerðamála á árinu sem nú er að líða. Mel Gibson keyrði hins vegar fullur og út húðaði gyöingum og Nicole Richie keyrði í vímu eftir að hafa lýst yfir sigri á eitur- lyfjafíkn sinni. svan) tmknl SÍÐUMÚLA 37-SÍMI 510 6000 Vilja heiðarlega samkeppni „Okkur þykir eiginlega bara leiðinlegt hvernig þetta er gert,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, varaformaður Björgunar- sveitarinnar Ársæls, en önnur flug- eldasala er við hlið hennar í Gróubúð í Grandagarði. Það eru Alvöru - Gæðaflug- eldar, í eigu Einars Ólafssonar og bróður hans, sem selja flugelda við hliðina á flugeldasölu björgunarsveitarinnar. Að sögn Sæunnar vonast hún til þess að sambúöin verði heiðarleg en á síðasta ári sakaði Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, Einar um að villa á sér heimildir við sölu flugelda. Þá var því haldið fram að starfsfólk hans klæddist eins búningum og hjálpar- sveitin. Fyrirtæki Einars gengur vel en í fyrra rak hann níu búðir en í ár auka þeir við sig og eru með alls þrettán sölustaði. Sölurnar eru staðsettar víðsvegar um borgina en einnig er hann með flugelda- sölu í Keflavík og á Akureyri. „Þetta er frjáls markaður og ég hef ekki orðið var við neina óánægju,“ segir Einar. Smiðjuuegur 4 - fií«n gata ■ Smiðjuuegur 6 - Bauð gata Nidhraun 14 - Garéabæ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.