blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 22
38 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðið folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Má ekki bara sprengja Wilson Muuga í tætlur um áramótin? „Nei, það er engin lausn. Það myndi bara skaða lífrikið og valda enn meiri mengun." T Sigurður Vnlur Asbjarunrsou, bæjnrstjóri Snndgcrðisbæjnr Sigurður hefur staðið í ströngu vegna strands Wilsons Muuga undan ströndum Suðurnesjanna. Mikilvægasta fjáröflun bj ör gunar s veit anna HEYRST HEFUR... TV X argir hrukku upp við XVi.vondan draum á aðfanga- dagskvöld, mitt í jólasteikinni, þegar Dominos sendi SMS-skilaboð með jólakveðju. Fólki varð misjafnlega hverft við en margir fóru mikinn á vef- síðum næstu daga, uppfullir af hneykslun yfir athæfi Dominos. Þá finnst Ómari Rafni Valdi- marssyni upplýsingafulltrúa sem Dominos hafi troðið sér um of inn á hann á aðfangadagskvöld með þessu móti á meðan Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður segist hafa verið slétt sama þó hann hafi fengið þessa jólakveðju. Baldur Baldursson, framkvæmda- stjóri Dominos, segir í Morgun- blaðinu að sendingarnar hafi verið jólakveðja sem var hugsuð til að gleðja fólk en alls ekki dulbúin auglýsing. Hvort heldur sem var, þá er þetta sennilega ein besta og ódýrasta auglýsing árs- ins vegna mikillar umfjöllunar. Hver veit nema fleiri taki upp á þessu næsta ár og fái þar með ókeypis auglýsingu, því sagt er að það sé ekkert til sem heitir léleg auglýsing! Iljósi góðrar verslunar fyrir jólin hugsa sölumenn flugelda sér gott til glóðarinnar og vonast eftir svipuðum vexti í flugeldasöl- unni. Annars er það mál manna að íslendingar skjóti sífellt meir ár hvert enda virðast eldglæring- arnar í loftinu þetta hávaðasama kvöld verða sífellt glæsilegri og stærri. Það veitir svo sannarlega ekki af því björgunarsveitir þurfa nauðsynlega á þessu fé að halda til að starfa allt árið um kring. Margir kjósa því að hunsa algjör- lega sjálfstæðar flugeldasölur þar sem peningarnir renna allir í vasa eigenda en styrkja þess í stað íþróttafélögin og þjörgunar- sveitir. Og dágóður styrkur þar því landinn skýtur jafnan upp mörgum milljónum. svanhvit@bladid.net Harald Gunnar Halldórsson í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík hafði í nógu að snúast þegar við undirbúning flugeldasölu. „Það er alltaf frábær stemning í flugeldasölunni og þetta eru í raun önnur jól. Hér er fullt af fólki og nóg að gera enda er þetta mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna. Flug- eldasalan er grundvallarforsenda fyrir rekstri á björgunarsveitum og ef við hefðum ekki flugeldana þá væru björgunarsveitirnar með einhverju öðru sniði,“ segir Harald sem hefur selt flugdreka fyrir hönd Flugbjörgunarsveitarinnar í sex ár. ,Fólk er orðið miklu meðvitaðra um öryggisatriðin og við höfum séð ro- salega góða þróun í öryggismálum á síðustu árum.“ Aukin flugeldasala Flugbjörgunarsveitin er með flug- eldamarkaði við Flugvallarveg og hjá B&L við Grjótháls en auk þess eru smærri sölustaðir í Breiðholti og Árbæ. „Það er opið frá ío til 22 fram að gamlársdegi en þá er opið til 16. Það er nóg að gera enda er alltaf einhver vöxtur í flugeldasölu á milli ára. Við verðum líka vör við það að menn eru að einhverju leyti að keppa sín á milli,“ segir Harald og bætir við að fjölskyldupakkarnir séu alltaf vin- sælir. „Vinsældir stóru tertnanna hafa líka aukist og í dag eru þær mjög vinsælar. Auk þess eru stóru raketturnar vinsælar og gosin, sem við köllum brennur, eru að sæka í sig veðrið.“ Taka frí til að selja flugelda Harald segir að sala flugelda sé mjög skemmtilegt starf. „Það myndi enginn mæta aftur ef þetta væri ekki svona skemmtilegt. Hér er allt unnið í sjálfboðaliðavinnu og oft tekur fólk sér frí í vinnunni til að mæta. Þetta er eitthvað sem fólk gerir fyrir sveit- ina sína, til þess að geta tekið þátt allt árið,“ segir Harald. “Það er mjög mikil sala á gamlársdag og fólk virð- ist lita á það að mæta og kaupa flug- elda sem hluta af stemningunni. Við sjáum að þetta er sama fólkið ár eftir ár sem hittist og spjallar á gólfinu hjá okkur áður en það verslar. Það er líka algengt að fólk komi snemma og gefi sér tíma til að hugsa og skoða enda er rólegra þá og meira næði en á gamlársdag." Á förnum vegi Fékkstu rnargar jólagjafir? Gunnur Elísa, 6 ára Ég fékk nokkuð margar gjafir og þær voru mjög góðar. Ingibjörg Sveinsdóttir, skrifstofumaður Alveg nóg. Heiða Dögg Helgadóttir, sjúkraliði Ég fékk alveg nóg af jólagjöfum Sparifatnaður 25% afsláttur til áramóta tískuverslun Kauðarárstíg 1. simi 561-5077 Auglýslngasiminn er 510 3744 á laugardögum 3-1 OLpugiwgStock Imwnattonnl IncVdltt. by UniWd Mwta, 2004 Ekki kveikja á vélinni! Amta Yr, 8 ára Já, ég fékk alveg fullt af góðum jólagjöfum. Haildór Jóhannsson, bankastarfsmaður Já, fékk margar og er mjög sáttur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.