blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 bla6iö SMÁAUGLÝSINGAR S103737 blaðiðn www.nowfoods.com APÓTEK 0G HEILSUBÚÐIR Innlimað í nýjan ferðarisa Flugvél lceland Express í Kaupmannahöfn elur Sterling lceland Express innan félagsins En Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það hlýtur að teljast jákvætt að þeir hafi getað selt Sterling á 20 millj- arða og væntanlega innleyst ein- hvern hagnað. Þeir eru bara búnir að eiga þetta í um eitt ár,“ segir Haraldur Pétursson, sérfræðingur í Greiningardeild KB banka, um sölu FL Group á Sterling Airlines til Northern Travel Holding. Það er nýstofnaðs ferðaþjónustufyrirtækis sem FL Group er hluthafi í. „Það fannst mörgum undarleg ákvörðun að FL Group skyldi kaupa danska flugfélagið Sterling Airlines á um 15 milljarða, aðeins nokkrum vikum eftir að Fons keypti flugfélagið á 4 milljarða og sameinaði það Ma- ersk-flugfélaginu. Bæði flugfélögin höfðu verið rekin með gríðarlegu tapi,“ bætir Haraldur við. Hann tekur það fram að að vísu sé um bókhaldshagnað að ræða nú en hagnað engu að síður. „Tals- menn FL Group sögðu að Sterling yrði skilað á núllinu á þessu ári. Ég veit ekki hvort það hefur tekist en samkvæmt tölum fyrir fyrstu níu mánuði ársins hafði orðið greini- legur viðsnúningur, meiri en búast hefði mátt við.“ Ásamt FL Group eru Fons og Sund hluthafar í Northern Travel Holding. Auk kaupanna á Sterling kaupir nýja félagið allt hlutafé í Ice- land Express, 51 prósent hlutafjár í breska leiguflugfélaginu Astraeus, alla hluti í dönsku ferðaskrifstof- unni Hekla Travel og um 30 pró- sent útistandandi hluta í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Fons á 44 prósent í Northern Travel Hold- ing, Sund 22 prósent og FL Group 34 prósent. FL Group hefur jafnframt keypt tæplega 6 prósenta hlut í banda- ríska félaginu AMR Corporation, stærsta flugrekstrarfélagi í heimi sem er móðurfélag American Air- lines, American Eagle og American Connection. I tilkynningu frá FL Group segir að félögin fljúgi til 250 áfangastaða í 40 löndum og ráði yfir fleiri en 1.000 flugvélum. Haraldur Pétursson segir skiptar skoðanir ríkja um flugmarkaðinn í Bandaríkjunum. „Mörg af stærstu flugfélögunum fara reglulega inn og út af greiðslustöðvunarlistum en það er reyndar spáð viðsnúningi til hins betra." Kaupin á Sterl- ' ing vöktu athyglí. WW -* <e Þaö gerði einnig ' ■ tilkynningin um söluna ■ Hannes Smárason, forstjóri FL Group Að sögn Haraldar er enga stefnu- breytingu að sjá hjá FL Group. „Þeir eiga náttúrlega enn stóran hluta í Sterling í gegnum eign- arhald sitt í Northern Travel Holding auk þess sem þeir eignast hlut í Iceland Express. Og eftir kaup í ameríska flugfé- laginu er eignarhluturinn i flug- félögum klárlega orðinn meiri. Þeir munu væntanlega halda áfram að fjárfesta í því sem þeir telja arðbært.“ upP'i kynntu þér urvalið 1 r TILBOÐSDAGAR FIM 28 DES KL 10-18 FÖS 29 DES KL 10-18 LAU 30 DES KL 12-16

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.