blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 26
•c * # L DESEMBER 2006 Utskrift Raðgjafarskólans Skólaslit og útskrift Ráðgjafarskóla Islands fóru fram í Háskóla (slands 16. desember og var þetta í fimmta sinn sem skóiinn út- skrifar nemendur. Alls hafa 82 nemendur lokið prófi frá skólanum frá því að hann tók til starfa. Námsefni skólans er viðurkennt af alþjóðlegu fagráði á sviði áfengis- og vímuefnaráðgjafar. blaöiö Umgöngumst skotelda af varúð Mikilvægt er að fólk fari varlega með skotelda nú um ára- mótin og geri nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að slys hljótist af þeirra völdum. Ekki gleyma að nota hlífðargleraugu og áfengi og skoteldar eiga að sjálf- sögðu aldrei samleið. Fyrsta flokks íslenskur harðfiskur GULLFISKUR Margir reyna að hætta að reykja um áramót Drepið í rettunni Síðasta sígarettan Mik- ilvægt er að fólk búi sig vel undir það andlega að hætta að reykja. Margir grípa tækifær- ið um áramótin til að gera gagngerar breytingar á lífshátt- um sínum, breyta um mataræði eða hreyfa sig meira. Þá má ekki gleyma þeim sem strengja þess heit að hætta að reykja á þessum tímamótum. Guðrún Árný Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ráðgjafi í reykbindindi, segir að það sé ekki endilega gott að hætta að reykja strax 1. janúar heldur ætti fólk fyrst og fremst að setja sér markmið um að hætta á nýja árinu. „Þetta tekur svolítinn tíma og vinnu og fólk þarf að undirbúa sig andlega, byggja sig upp og fá trú á sjálft sig,“ segir Guðrún og bendir á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir því af hverju það vilji hætta. „Maður á ekki að hætta fyrir ein- hvern annan heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig því að það er hugar- farið sem gildir. Hjálpartækin eru góð með en fyrst og fremst þarf maður að vera undir þetta búinn andlega,“ segir Guðrún sem ráðlegg- ur fólki að gefa sér smátíma til und- irbúnings. Góður undirbúningur mikilvægur „Á þeim tíma er gott að æfa sig svolítið, prófa til dæmis að reykja ekki við ákveðnar aðstæður eða seinka því aðeins að kveikja sér í sígarettu. Maður þarf að brjóta upp allar venjur sem hægt er að brjóta upp á meðan maður er að undirbúa sig,“ segir Guðrún og bendir á að oft séu reykingar tengdar tilteknum að- stæðum í daglegu lífi fólks. „Ef þú ert til dæmis vanur að fá þér sígar- ettu eftir matinn kemur sú tenging mjög sterkt upp í hugann. Það er mjög gott að rjúfa þessa tengingu á meðan fólk er enn þá að reykja. Á þessum tíma finnur fólk líka hvað virkar og hvað ekki. Það er erfitt að gera þetta þegar fólk er að hætta al- veg,“ segir Guðrún. Gott er að velja dag til að hætta þegar fólk er ekki undir miklu álagi en annars á fólk að reyna að halda sínu striki og láta reykleysið ekki Flugeldasala fa Ktii’aimimismtais1 Þetta er sú minnsta Sprengjukóngurinn verður á staðnum 100 sk@ta 300 skota kökur með 1 til 2" hólkum Flugeldasala T <4 ‘ -ý. 4~

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.