blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 24
40 IUR 28. DESEMBER 2006 blaðið -A Helgi og hljoðfæraleikararnir Helgi og hljoðfæraleikararmr halda sina arlegu jolatonleika i Freyvangi í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 29. desember klukkan 21. Piltarnir lofa góðri skemmtun í sveitinni og um að gera að verja með þeim kvöldstund. Staðsetning Spessa Nu eru siðustu forvöð að sja Locations, Ijosmyndasyningu Spessa, í Hafnarhúsi en henni lýkur 30. desember. Á sýningunni er fyrst og fremst að finna myndir af stöð- um sem bera ummerki mannfólksins, stöðum þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Vínartónlist í Salnum Árlegir Vínartónleikar verða í TlBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, í Salnum laugardaginn 13. janúar klukkan 16. Þetta er þriðja árið í röð sem Salonsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar fagnar nýju ári með Vínartónleikum í Salnum. Flytj- endur að þessu sinni eru hjónin Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Lothar Odinius tenór ásamt Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar, sem er skipuð þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur konsert- meistara, Pálínu Árnadóttur fiðlu- leikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Martial Nar- deau flautuleikara, Sigurði Ingva Snorrasyni klarínettleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara og Pétri Grétarssyni sem leikur á slagverkshljóðfæri. Má telja víst að færri komist að en vilja og því um að gera fyrir unnendur Vínartónlistar að tryggja sér miða hið fyrsta. Umskipti Kafka Umskiptin eftir Franz Kafka er vafalaust ein frægasta bók sem rituð hefur verið á þýska tungu. Nú er komin út ný þýðing verks- ins eftir þá Ástráð Eysteinsson og Eystein Þorvaldsson sem áður hafa þýtt fjölmörg verk eftir Kafka. Þetta er tvímála útgáfa í fjölmála ritröð Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur og er þýski textinn samhliða þýðingunni. Þýðendur hafa einnig ritað ýtar- legan inngang auk bókarauka með spurningum og verkefnum fyrir þá sem vilja rýna enn betur í textann. Hvað bar hæst á árinu? Það er góður siður á þessum árstíma að rifja upp það sem hæst bar á árinu sem nú er senn liðið í aldanna skaut. Það er gott að minnast þess hvað vakti gleði í hjarta og ró í huga og hvað það var sem síður vakti kát- ínu. Blaðið leitaði til þriggja einstaklinga og spurði þá út í hvað þeim þótti bera hæst í heimi tónlistar, bóka og myndlistar á árinu. Frábært tónleikaár Á árinu stofnaði Valgeir Sigurðsson útgáfufyr- irtækið Bedroom Community og að mínu mati eru tvær bestu plöturnar sem komu út hér á landi runnar undan hans rifjum. Þetta eru plöt- ur þeirra Nico Muhly og Ben Frost. Þær eru báð- ar mjög framsæknar og tilraunakenndar en fyrst og fremst ákaflega fallegar og áheyrilegar. Val- geir ætlar sjálfur að senda frá sér plötu á þessu ári og ég er mjög spenntur að heyra hana. Þetta var frábært tónleikaár og fjölmargir erlendir tón- listarmenn sem sóttu okkur heim. Ég er mikill Belle & Sebastian-aðdáandi og það var frábært að fara til Borgarfjarðar eystra og sjá þau þar í sumar. Þar ríkti skemmtileg stemning og allir komnir saman í þeim eina tilgangi að skemmta sér með Belle & Sebastian. Tónleikarnir með Sufjan Stevens og Joanna Newsom voru einnig frábærir og ég varð eiginlega ekki fyrir vonbrigð- um með neina tónleika sem ég sá hér heima á ár- inu. Einn af stærstu mínusunum við árið er að tveir helstu tónleikastaðir borgarinnar, Gaukur- inn og Grand Rokk, hafa lokað sínum dyrum og eins og er er enginn tónleikastaður sem ræður vel við smærri tónleika. Ég skora því á veitinga- menn borgarinnar eða borgaryfirvöld að bæta úr þessu ófremdarástandi. Breytingar í loftinu Mér finnst heilmiklar breytingar liggja í loftinu í myndlistinni hér á landi og ég myndi segja að þær einkenndu árið sem er að líða. Mér finnst sérstaklega jákvætt að Listasafn Reykja- víkur setti upp metnaðarfullar sýningar með ungum, íslenskum myndlistarmönnum. Þar bar hæst Pakkhús postulanna í Hafnarhúsi og sýning Þórdísar Aðalsteinsdóttur á Kjarvals- stöðum. Safnið nýtti sér það tækifæri til að gera stórar sýningar með efnilegu fólki og það var alveg kominn tími til þess hér á landi. Nýlista- safnið var líka að breyta sinni stefnu á árinu og virðist hafa skýrari línur en áður fyrir hvað það stendur og er að móta sína stefnu á markvissari hátt en áður. Ég var einnig mjög hrifin af sýn- ingu Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í Listasafni Islands í sumar og þótti þeim félög- um takast mjög vel upp. Ég er meðlimur í Kling og Bang og í sumar fengum við strákana í Gelit- in til að sýna hjá okkur. Sú sýning hafði mikil áhrif á mig. ísland býður upp á afslappað and- rúmsloft og bróðerni sem mér fannst nýtast vel í þeirri sýningu. Við fengum unga listamenn til að vinna með þeim að sýningunni og mér þótti það takast sérlega vel. Það er alltaf gaman þeg- ar svona blöndun á sér stað og tenging myndast við fólkið í borginni. Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistamaður Fengur að Barokk- meistaranum Fyrir mig sem mikla áhugamanneskju um 17. öldina var þetta ár mjög fengsælt. Fyrst ber þar að telja stórvirki Margrétar Eggertsdóttur, Barokk- meistarann, en þar fjallar hún á nýstárlegan hátt um ævi og skáldskap Hallgríms Péturssonar. Bók- in er ákaflega skemmtileg aflestrar og heilmikill fengur að henni fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum tíma í sögu þjóðarinnar. Margrét sýnir þarna vel hversu lært skáld Hallgrímur Pétursson var og að hann orti í alþjóðlegu samhengi. Bókin er líka svo vel skrifuð að maður þarf alls ekki að vera innvígður í fræðin til þess að njóta hennar. Á árinu kom einnig út Saga biskupsstólanna sem er heilmikið verk. Ég hef verið að glugga í hana meðfram öðru og sérstaklega einblínt á sögu Hóla- stóls og ýmislegt sem lýtur að 17. öldinni. Þarna liggur gríðarleg heimildavinna á bak við og kem- ur sér ákaflega vel fyrir okkur sem vinnum með þetta tímabil í okkar verkum. Inn á milli fræði- bókanna les ég alltaf skáldverk og á árinu hef ég lesið margar áhrifamiklar bækur sem skrifaðar eru af mönnum frá Mið-Austurlöndum. Bókin Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini hafði til dæmis mikil áhrif á mig en hún kom út í ís- lenskri þýðingu í fyrra. fflverni Pro-Gastro 8, eru GÓÐAR FRÉTTIR fyrir meltinguna og þarmaflóruna! 1 hylki 2svar á dag fyrir máltíð og minnst eitt glas af vatni er gott ráð til losna við flest meltingaróþægindi. Fáanlegt í flestum apótekum, heilsu- búðum, Hagkaup og Fjarðarkaup. Margrét Sara sýnir í Safni Listalífið leggst síður en svo í dvala milli jóla og nýárs en meðal þess sem hæst ber er metnaðarfull- ur dansgjörningur sem fluttur verð- ur í Safni, Laugavegi 37, föstudaginn 29. desember. Verkið ber titilinn When I say Bad I mean Seriously og er samið af listakonunni Margréti Söru Guðjónsdóttur sem búsett er í Amsterdam og Berlín. Þar hefur hún starfað síðustu tvö ár með dans- leikhúsflokki Constönzu Macras en Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir standa mjög framarlega í heimi dansleikhússins ídag. Um þessar mundir starfar Margr- ét Sara aðallega með dansflokki hinnar virtu Gisele Vienne í Berl- ín og mun sýna í verki hennar Kindertotenlieder víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jó- hannssonar; Mysteries of Love á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Av- ignon í Frakklandi. Tónlistarmaðurinn David Kiers og dansarinn Margrét Bjarnadóttir liðsinna Margréti Söru við flutn- inginn á gjörningnum í Safni. Um heims-frumsýningu á verkinu er að ræða. Verkið hefur þegar verið pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni og því ástæða til að hvetja listunnendur til að mæta í Safn föstudaginn 29. des- ember klukkan 18:00; N.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.