blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 27
blaðið
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006
43
heilsa@bladid.net
hafa of mikil áhrif á daglegt líf sitt
að sögn Guðrúnar.
Tekist á við erfiðar aðstæður
„Það er betra að fólk reyni fljótlega
að takast á við erfiðar aðstæður. Það
borgar sig ekki að draga það of lengi.
Maður vill líka halda áfram að lifa
en ekki hætta að gera allt sem er
skemmtilegt. Maður má ekki tengja
það að hætta að reykja við það að vera
bara heima í fýlu. Ég myndi samt ráð-
leggja fólki að vera ekki að fá sér í glas
strax á eftir því að það er oft erfiður
tími vegna þess að þegar fólk er und-
ir áhrifum losnar um hömlur og það
er kannski ekki alveg jafnviljasterkt,"
segir Guðrún og bætir við að einnig
sé mikilvægt að fólk hafi nóg fyrir
stafni eftir að það hættir að reykja.
„Eftir að fólk hættir að reykja hefur
það allt í einu miklu meiri tíma og
það er um að gera að nota hann,“ seg-
ir Guðrún og bætir við að stuðningur
sé einnig mikilvægur. Aðstandendur
ættu því að sýna þeim sem ætlar að
hætta skilning og tillitssemi, sérstak-
lega fyrstu dagana.
„Sumir verða svolítið pirraðir en
maður verður bara að hugsa um
þetta eins og slæma flensu sem geng-
ur yfir. Eitt er alveg ljóst að þau óþæg-
indi og fráhvarfseinkenni sem fylgja
því að hætta munu ganga yfir,“ segir
Guðrún.
Nánari upplýsingar um ráðgjöf í
reykbindindi má nálgast á vefsvæð-
unum lydheilsustod.is og 8006030.
is. Þá er hægt að fá ókeypis ráðgjöf í
síma 800 6030.
Óáfengt um hátíðir Hægt er að
blanda óáfenga drykki fyrir hátíðirnar.
Óáfengir
hátíðardrykkir
Brautin, bindindisfélag öku-
manna, gaf nýverið út uppskrifta-
bæklinginn „Ertu að gleyma
óáfengu um hátíðirnar“ en í hon-
um er að finna uppskriftir að
ýmsum óáfengum hátíðardrykkj-
um. Þetta er þriðja árið í röð sem
félagið gefur út slíkan bækling en
að útgáfu hans standa einnig Lýð-
heilsustöð, Einar Farestveit, bóka-
forlagið Salka og Jói Fel.
Jói Fel á einmitt heiðurinn af há-
tíðardrykk ársins 2007 en hann
heitir Melissa.
Bæklingnum hefur verið dreift
í matvöruverslanir auk þess sem
hann má nálgast í verslun Einars
Farestveit í Borgartúni og veitinga-
húsi Jóa Fel í Smáralind.
Einnig er hægt að nálgast upp-
skriftir að drykkjunum á heima-
síðu Brautarinnar brautin.is.
Tengsl þyngdartaps og krabbameins
Með því að halda línunum í lagi
geta karlmenn hugsanlega dreg-
ið úr líkum á að fá krabbamein í
blöðruhálskirtli ef marka má nið-
urstöður vísindamanna við Duke-
háskóla í Bandaríkjunum. Niður-
stöðurnar voru birtar á dögunum
í fræðiritinu Cancer Epidemiology,
Biomarkers & Prevention.
Vísindamennirnir könnuðu
breytingar á þyngd nærri 70.000
karlmanna frá 1982 til 1992 og kom-
ust að því að þeir sem misstu fimm
kíló eða meira á þessum tíma fengu
síður krabbamein í blöðruhálskirtli
en þeir sem héldu sömu þyngd all-
an tímann.
Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós
m
mM
Sm
mMi
r. m I-Jk
Þyngdartap og krabbamein Tengsl eru á milli þyngdar og hættu á
að karlmenn fái krabbamein í blöðruhálskirtli samkvæmt niöurstöðum ';j
bandarískra vísindamanna.
að þeir sem eiga við offitu að stríða
eiga frekar á hættu að fá sjúkdóm-
inn.
Vísindamennirnir könnuðu hæð
og þyngd karlmannanna árin 1982
og 1992 og síðan á þriggja ára fresti
til ársins 2003. Á þeim tíma greind-
ust meira en 5.200 manns eða sjö
prósent þátttakenda með krabba-
mein í blöðruhálskirtli.
Krabbamein í blöðruhálskirtli
er eitt algengasta krabbamein með-
al karlmanna á Vesturlöndum og
eykst tíðni þess með auknum aldri.
Krabbamein i blöðruhálskirtli veld-
ur fleiri dauðsföllum meðal karla
en nokkurt annað krabbamein fyr-
ir utan lungnakrabbamein.
NAUTSTERKIR
í KIÖTI
Villibráö eða veislusteikur, vel hangin hreindýrslund eða gúmsætt paté,
grafin gæs eða flauelsmjúk bringa, kryddlegið lamb eða kntilettur, hangikjöt
eða himneskar nautasteikur: 20 ára reynsla, þekking á hráefnum og ást
á matargerð færa þér aðeins það besta.
Opiö á laugardag frá k! 10-18.
firensásvegi 45 * simi 5 53 1 800