blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 39

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 39
blaóið ISEMBER 2006 55 Stöð 2 kl. 9.35 Ofurfóstran í vestrinu Ofurfóstran Jo Frost er kornin til Bandaríkjanna þar sem hennar bíður ærið verk, að kenna ungu og ráðþrota fólki að ala upp og aga litla og að því er virðist óalandi og óferjandi ólátabelgi. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Frost hefur slegið rækilega í gegn beggja vegna Atlantshafs, ekki einungis fyrir skemmti- lega þætti heldur einnig vegna þess að hún þykir gefa gagnleg uppeldisráð sem virkilega skila árangri. Ofurfóstran hefur enda slegið í gegn um heim allan, er sýnd í 47 löndum og hefur bók- in hennar Supernanny: How to Get the Best from Your Children nær linnulaust vermt toppsæti sölulista New York Times síðan hún kom út í janúar 2005. Sirkus kl. 21.00 Bardagi um ofurskutlu Hann er ekki horfinn af sjón- arsviðinu, Boston Rob úr Survi- vor og síðar úr Amazing Race. Hann er stjórn- andi þáttarins The Player, sem sýndur er á sjón- varpsstöðinni Sirkus klukkan níu í kvöld. Þrettán karlmenn berjast um hylli ofurskutlunnar Dawn Olivieri í þessum þáttum þar sem einn mun standa uppi sem sigurvegari. Stöð 2 bíó kl. 14.00 Anastasía sleppur Spennandi teiknimynd um ævintýri Anastasíu keisaradótt- ur á Stöð 2 bíó í dag klukkan 14. Galdramaðurinn Raspútín sór þess dýran eið að þurrka út rússnesku keisarafjölskylduna en Anastasía litla komst undan. Henni er hins vegar ekki kunn- ugt um hver hún er í raun og veru. Þegar amma hennar býð- ur hverjum þeim sem getur haft uppi á barnabarni hennar væna fúlgu eru Dímítrí og Vladímír staðráðnir í að finna einhverja sem gæti hugsanlega verið keis- aradóttirin og þegar þeir rekast á Anastasíu finnst þeim hún alls ekki óvænn kostur. íþróttamaður ársins í beinni í kvöld: Eiður gæti jafnað met Vilhjálms Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður á í kvöld möguleika að jafna met Vilhjálms Ein- arssonar og verða kosinn íþróttamaður ársins þrisvar í röð. íþróttafréttamenn kusu Vilhjálm íþróttamann ársins á árunum 1956,1957 og 1958. Vilhjálmur verður þó enn sá sem oftast hefur verið valinn íþróttamaður ársins, alls fimm sinn- um. Hann vann einnig árin 1960 og 1961. Fyrsta konan til að Filjóta titilinn var Sigríður Sigurðardóttir handknattleiksmaður. Það var árið 1964. Ragnheiður Runólfsdóttir var önnur konan til að landa titlinum og var það árið 1991. Á síðustu árum hefur verið algengt að menn landi titlinum tvö ár í röð. Eiður Smári síðustu tvö eins og fyrr sagði. Þar á undan Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður á árunum 2003 og 2002 og Örn Arnarson sund kappi árin 1998 og 1999. Hann varð einnig hlut- skarpastur árið 2001. Loks var það Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi sem hlaut titilinn árin 1995 og 1996. Bein útsending frá árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna verður bæði á Sýn og i Sjónvarpinu klukkan átta í kvöld. sófar stólar Sófasett borðstofuhúsgögn indverskt gjafavara mlia 20-50% afsláttur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.