blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðiö EGYPTALAND I Tíu látnir vegna fuglaflensu UTAN ÚR HEIMI Tíu hafa nú látist af völdum fuglaflensu í Egyptalandi í ár, par af þrír í þessari viku. Talsmenn Alþjóðaheilbrigö- ismálastofnunarinnar greindu-frá því að margir hinna látnu hafi tilheyrt sömu fjölskyldu sem ræktaði endur og hafi smitast þegar fuglum var slátrað. Þúsundir á flótta Hjálparstarfsmenn í Indónesíu eiga erfitt með að koma hjálpargögnum til þeirra þúsunda sem misst u heimili sín í flóðum í norðurhluta Súmötru. Talið er að rúmlega hundrað hafi látist, hundruð slasast og um 400 þúsund misst heimili sín í flóðunum. Harry prins til Iraks? Harry Bretaprins er mögulega á leiðinni til íraks með hersveit sinni á vormánuðum, en áætlað er að hún dvelji í landinu í sex mánuði. Harry vill fara með hersveitinni, en varnarmálaráðherra Bret- lands segir að eftir eigi að taka ákvörðun um slíkt. Kom fyrir gasbyssu: Fuglahræða sýknuð Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað mann af ákæru fyrir að koma fyrir fuglahræðu og hleypa af gasbyssu sem átti að fæla burt erni og hindra þá í að verpa í hreiðurstæði á Breiðafjarðareyju. Ákærði bar við að hann vissi ekki til aað ernir héldu til á svæðinu og sagðist vera að verj- ast svartbak og flökkuerni með gasbyssunni. Þó líklegt þyki að arnarhreiður hafi verið á svæðinu var ekki hægt að sanna það gegn neitun mannsins svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa og var hann því sýknaður af ákærunni. Bandaríkin: Brown á sviði Almenningi verður leyft að kveðja bandaríska söngvarann James Brown f hinsta sinn í dag. Kista Brown mun liggja á sviðinu í Apollo leikhúsinu í Harlem í New York-borg, þar sem söngvarinn hóf feril sinn. „Það hefði í raun verið óhugs- andi að útför manns sem lifði svo stórbrotnu lífi færi fram í kyrrþey,“ segir presturinn A1 Sharpton, náinn vinur Browns. Söngvarinn lést úr hjartabil- un á jóladag, en hann verður grafinn á morgun í fæðingarbæ sínum Augusta í Georgíu-rfki. Viðbúnaðaráætlun harðlega gagnrýnd Flugumferðarstjórar fá réttindi á mettíma. Myndir/Brynjar Gauti Ríkið greiðir flugumferðarstjórum biðlaun: 200 milljónir króna fyrir að gera ekki neitt ■ Viðbúnaðaráætlun stefnir flugöryggi í hættu ■ Óskammfeilið að vilja loka landinu Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Ríkið þarf að greiða flugumferðar- stjórum rúmlega 200 milljónir króna í biðlaun náist ekki sátt í deilu þeirra við flugmálayfirvöld. Um sextíu flugumferðarstjórar hætta að öllu óbreyttu störfum um næstu áramót en um þrjátíu þeirra eiga rétt á biðla- unum í allt að eitt ár. Flugmálastjórn hefur nú sett af stað viðbúnaðaráætlun til að koma í veg fyrir að flugumferð lamist, meðal annars með því að setja réttindalausa flugumferðarstjóra í skyndiþjálfun. FormaðurFélagsíslenskraflugumferð- arstjóra segir þetta stefna flugöryggi í voða. í sama streng tekur formaður Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra. Flugmálastjóri vísar gagnrýni á bug og segir áætlunina hafa hlotið samþykki Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. „Okkur líst illa á þessa viðbúnaðar- áætlun,“ segir Loftur Jóhannsson, for- maður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra. „Það er ástæða fyrir því að menn fara í langa þjálfun fyrir þessi störf." Flugumferðarstjórn hefur hafið þjálfun á flugumferðarstjórum til að bregðast við mögulegri manneklu um næstu áramót. Er um að ræða flugumferðarstjóra sem ekki hafa sinnt flugumferðarstjórn í langan tíma. Flugstoðir ohf. taka við rekstri flug- umferðarstjórnar um áramótin en um 60 flugumferðarstjórar hafa ekki viljað skrifa undir ráðningarsamn- ing hjá hinu nýja fyrirtæki. Telja þeir breytingar á rekstrarformi kalla á nýja kjarasamninga og að áunnum lífeyrisréttindum sé stefnt í voða. Loftur segir viðbúnaðaráætlun flugumferðarstjórnar stórhættulega og bendir á að flugumferðarstjórar með full réttindi þurfi margra mán- aðaþjálfun áður en þeir taki til starfa. „Þetta er stórhættulegt. Ég leyfi mér að halda því fram að Alþjóðaflug- málastofnunin hafi hvorki samþykkt þetta né taki ábyrgð á þessu.“ Marc Baumgartner, formaður Al- þjóðasamtaka flugumferðarstjóra, tekur undir orð Lofts og segir það valda áhyggjum að menn með litla þjálfun séu látnir stjórna flugumferð. „Fólk sem ekki hefur unnið í mörg ár sem flugumferðarstjórar er nú á nokkrum dögum að fá þjálfun sem undir venjulegum kringumstæðum á að taka marga mánuði. Islenska ríkið þarf að sýna fram á að það sé gætt fyllsta öryggis í flugmálum ann- ars verður nauðsynlegt fyrir okkur að vekja athygli á ástandinu hjá al- þjóða flugmálayfirvöldum.“ Engir fundir hafa verið boðaðir milli deiluaðila og því mun viðbún- aðaráætlunin að öllu óbreyttu taka gildi um næstu áramót. Loftur segir einboðið að miklar raskanir verði á flugi og bendir ennfremur á að ríkið þurfi að greiða flugumferðarstjórum biðlaun. „Stór hluti þeirra sem láta af störfum um næstu áramót á rétt á biðlaunum í allt að eitt ár. Það þýðir að ríkið þarf að greiða þeim alls rúm- lega 200 milljónir í laun fyrir að gera ekki neitt.“ Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða, segir frá- leitt að halda því fram að flugöryggi sé stefnt í hættu. „Þetta eru menn með áratuga reynslu og gjörþekkja viðfangsefnið. Þeir eru einfaldlega að virkja sln réttindi því þeir hafa verið í stjórnunar- og verkefnastörfum en ekki við eiginlega flugumferðar- stjórn. Að auki erum við líka með flugumferðarstjóra með virk réttindi þannig að þetta verður bara viðbót.“ Þorgeir segir þó viðbúið að draga muni úr þjónustu takist ekki að leysa deiluna fyrir áramót. „Þetta kemur fyrst og fremst niður á þjónustustig- inu og það verður minni sveigjanleiki en flug mun ekki leggjast af.“ Að sögn Þorgeirs hefur viðbúnað- aráætlunin fengið samþykki hjá Al- þjóðaflugmálastofnuninni og verður hún unnin í samvinnu við nágranna- þjóðir. Hann segir enga ástæðu til að funda með flugumferðarstjórum. „ Stjórn Flugstoða hefur veitt allar nauðsynlegar tryggingar varðandi lífeyrissjóðsmál þannig að það er ekkert að funda um. Mér finnst það hins vegar óskammfeilið hjá stjórn ís- lenskra flugumferðarstjóra að halda að þeir geti lokað landinu eins og það sé bara sjálfsagður hlutur." HundagaRerí Smáhundaræktun Hundaræktin að Dalsmynni óskar landsmönnum öllum gleóilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er aö líða megi guö og gæfan 'fylgja ykkur. Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier Dalsmynni *116 Reykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.