blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 30
46 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðið Konur kaupa Konur hafa töglin og hagldirnar þegar kemur að því að kaupa inn vörur og hluti. Konur í Bandaríkjunum eiga heiðurinn af því að kaupa 85 pró- sent af allri neysluvöru þar i landi. Konur kaupa: 94 prósent af öllum húsgögnum 93 prósent af öllum lyfjum og heilsuvörum 93 prósent af allri matvöru 92 prósent af ferðalögum og ferðum 91 prósent af öllu nýju húsnæði Þær kaupa 85 prósent bílum Kaupmáttur kvenna Bandarískar konur hafa þriðja mesta kaupmátt í heiminum í dag og kaupa fyrir meira en allt hagkerfi Japans samanlagt á hverju ári. Konur í Bandaríkj- unum eiga samanlagt 76 milljón kreditkort sem eru 8 milljónum fleiri kort en karlmenn eiga þar i landi. konan konan@bladid.net ROPEYOGA Saga kvenna á íslandi Á slóðinni fjallkonan.is er að finna brot úr sögu kvenna á ís- landi frá 1874 og til dagsins í dag. Vef- urinn er gerður að tilstuðlan Minjasafns Reykjavíkur og varð til eftir þátttöku safnsins í samevr- ópsku samstarfs- verkefni sem stendur fyrir því að gera sögu kvenna meira aðgengilega. Vefurinn er skemmtilega útfærður og hægt er að flakka um sög- una á mjög lifandi og myndrænan hátt. Þar er einnig að finna ýmsar staðreyndir og tölfræði um líf kvenna á fslandi hér áður fyrr og fram til okkar tíma. iHildur Hermóðsdóttir hefur ■■ < í)m H atvinnu að lesa bækur áð ■ uri mcð dniww Hildur Hermóðsdóttir er eig- andi Sölku Hún segir spennandi ár framundan hjá forlaginu. 8. janúar Skráning í síma: 891-7190 WELEDfl Vatnsfosancfí fírfísají noffur og góður \jjir kátícfarnar Birkisafinn frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sérstaklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir likamlega vellíðan og vert að hafa í huga núna um hátíðarnar. Birkisafinn losar bjúg. Birkisafinn er unnin úr þurrkuðum birkiblöðum. Hægt er að fá birkisafann með og án hunangs. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn í kæliskáp. Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Olafsvík, Femin.is, Lífsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Birkisafi örfar vatnslosun og er því hentug lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló. Hildur Hermóðsdóttir er eigandi og annar stofnandi Sölku bókafor- lags. Bókaforlagið var stofnað árið 2000 og er því að hefja sjöunda starfsár sitt. Forlagið hefur þá sér- stöðu að gefa út bækur sem eru sér- staklega fyrir konur. Hildur segir að sér hafi fundist vanta forlag þar sem konur réðu ferðinni og hefði sjónar- mið kvenna að leiðarljósi. Bækur sem höfða til kvenna „Við göngum út frá áhugasviði kvenna og flestar bækurnar sem við gefum út eru miðaðar að því,“ segir Hildur. Bækurnar frá Sölku eru ekki eingöngu eftir konur en það má segja að skáldsögur, bæði þýddar og innlendar, handbækur og ferðabæk- ur séu í aðalhlutverki auk þess sem þær gefa út barnabækur. „Það er alltaf einhver afstaða sem við tökum með útgáfu hverrar bók- ar og það er hugmyndin að gefa út bækur sem eru flokkaðar sem fem- ínískar. Við gáfum líka út bókina Við öll eftir Steingrím J. Sigfússson þannig að það mætti segja að við værum femínískt og náttúruvænt bókaforlag en síðan gefum við líka út bækur um allt þar á milli, þær bækur sem okkur finnst áhugaverð- ar og spennandi hverju sinni.“ Hildur segir að það sé kannski erf- itt að festa hendur á því nákvæmlega hvernig bækur það eru sem höfða frekar til kvenna. „Konur eru samt duglegar að lesa ýmis konar hand- bækur og sjálfsræktarbækur sem fjalla um heilsu og hvernig hægt er að bæta líf sitt.“ Bækurnar frá Sölku koma út árið um kring og miða ekki frekar að því að taka þátt í jólabókaflóðinu svokall- aða. „I ár var áherslan hjá okkur á alls- konar handbækur og uppskriftabæk- ur. Við gáfum meðal annars út bók sem hefur verið mjög vinsæl og heitir Endalaus orka og gefur hugmyndir að því hvernig fólk getur búið til hina ýmsu safa sem veita orku og vellíðan. Fyrsta bókin sem við gáfum út á síð- asta ári var bók sem er eftir Valgeir Skagfjörð og heitir Fyrst ég gat hætt þá getur þú það líka. Bókin fjallar um leiðir til þess að hætta að reykja og okkur fannst við hæfi að gefa út þessa bók í byrjun árs enda margir sem setja sér það takmark að hætta að reykja á slíkum tímamótum.” Skemmtilegast að sjá nýja bók verða til Mörgum finnst það áreiðanlega öfundsvert að fá að lesa bækur að atvinnu og Hildur segir að það sé að sjálfsögðu stór hluti starfsins að lesa og velja úr hvaða bækur á að gefa út. ,Mér finnst skemmtilegast við starf- ið að sjá nýja bók verða til og fá að ákveða hvernig hún eigi að líta út og í hvaða farveg hún fer,“ segir Hildur. Sú bók sem henni fannst einna eftir- minnilegast að vinna að á árinu var bókin Delicous Iceland sem fjallar um ferðalög og ævintýramennsku á íslandi þar sem girnilegur matur úr íslensku hráefni og fallegt landslag er í aðalhlutverki. „Bókin kom út á ensku og er hugsuð fyrir erlenda ferðamenn en það liggur fyrir að gefa þá bók út á íslensku á nýju ári.“ Fyrsta bókin sem kemur út á nýju ári hjá Sölku er ný íslensk bók sem fjallar um átröskun og Hildur segir að hún finni nú þegar fyrir miklum áhuga á þeirri bók. Framundan er spennandi ár í bókútgáfu hjá Sölku að sögn Hildar en forlagið er nýflutt í nýtt húsnæði í Skipholti 50 C. Skemmtileg ráð fyrir konur Lífsreglur Parísarkvenna Nýverið kom út önnur bók eftir Mireille Guiliano sem er höfundur bókarinnar French Women Don't Get Fat eða Franskar konur fitna ekki eins og hún heitir á íslensku. Bókin heitir French Woman for All Seasons (Frönsk kona alla daga) og í henni gefur höfundurinn áhuga- sömum lesendum sínum fleiri ráð og leiðbeiningar um hvernig eigi að versla, elda, halda veislur og eyða frítíma sínum að hætti París- arkvenna. (bókinni er að finna 100 heilsusamlegar uppskriftir sem lífga upp á tilveruna um leið og þær hjálpa til við að létta líkamann. Fyrri bók Guiliano hefur fengið þó nokkra athygli en í henni er megrunar- kúrum sagt stríð á hendur og sýnt fram á hvernig hægt er að koma línunum í lag en um leið njóta þess að borða góðan mat og njóta lífsins lystisemda. French Woman for All Seasons gefur ráð sem teygja sig út fyrir eldhúsið og þar er meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bera slæðu og halda veislur með skömmum fyrirvara auk annarra nytsamlegra ráða fyrir konur sem vilja eiga skemmtilegt líf án þess að hafa áhyggjur af aukakílóum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.