blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 32
48 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðið Tussa Sum fyrirtækjanöfn ganga illa upp á íslandi. En nú þegar w| ■ CJCI j* starfsemi orkufyrirtækja í einkarekstri hefur veriö gefinn ■ laus taumurinn er ekkert því til fyrirstöðu að norska orku- fyrirtækið TUSSA opni útiöú hér á landi. www.tussa.no Hommi • , Hinn gómsæti eftirréttur HOMMI yrði eflaust vinsæll á ' - „f íslandi en hann er framleiddur í Rúmeníu. Hann má fá með vanillu- og hinu sívinsæla og eftirsótta súkkulaði- bragði. Algengustu Vibbaleg aramótaheitin Þessir skoruóu ekki hátt hjá konum á árinu | Það kannast líklega flestir við það að setja sér einhver áramótaheit og það kannast líklega enn fleiri við það að standa ekki við það sem þeir ætla sér. Þetta eru tíu algengustu áramóta- heitin og virðist það sama hvíla á hugum flestra. 1. Missa nokkur kíló 2. Hætta að reykja 3. Halda sig við fjárhagsáætlun 4. Leggja meira í sparnað 5. Finna betri vinnu 6. Verða skipulagðari 7. Fara í ræktina 8. Vera þolinmóðari 9. Borða hollari mat 10. Verða betri manneskja Kevin Federline Kevin Federline er hreint út sagt ógnvænlega hallærislegur. Hann klæðist oft hvítum jakkafötum sem er bannað nema þú eigir skútu og hafir eftirnafnið Onassis. Hann víl- ar ekki fyrir sér að nota farða til að auka á ofmetna fegurð sína, er hé- gómlegur, leiðinlegur, öfundsjúkur, tilgerðarlegur og drykkfelldur dóni með mikilmennskubrjálæði. Hann fellur í flokkinn: Hvítt hyski og átti svo sannarlega skilið að fá tilkynn- ingu um skilnað í textaskilaboðum frá hvíthyskisdrottningunni Britn- ey Spears. Jude Law Mörgum konum finnst Jude Law vera guðdóm- lega fallegur. Adonis Hollywood. Aðrar skilja ekkert í því hvernig þessum brillj- intíngreidda og stífa Breta sem lítur út eins og skáta- drengur í yfir- stærð hefur tekist að kveikja í kon- um. Sú tilfinning kvenna hefur held- ur betur ágerst á árinu eftir að upp komst um subbu- skap og siðblindu kauða í málum ást- arinnar. Pete Doherty Það getur vel verið að Pete hafi nælt sér í ofurbombuna Kate en það er engin sönnun fyrir votti af kyn- þokka eða sjarma. Þessi langt leiddi og sjúskaði ruglhaus er einn sá vib- balegasti sem hægt er að tengja sig saman við. Kate tekur rokktískuna fullharkalega í nefið og svo sannar- lega má segja um samband þeirra að ástin sé blind. Drengurinn gubb- ar út um allt hvert sem hann fer, er með stæla, pissar í buxurnar sínar og teiknar myndir í eigin blóði. James Blunt Hér gæti allt eins staðið Michael Bolton. En plötur hans voru oft not- aðar með góðum árangri í frisbí forð- um daga. Margar konur geta ekki einu sinni sagt nafn þessa klígjulega tónlistarmanns án þess að fá vott af kynferðislegu bráðaofnæmi sem lýs- ir sér með stjórnlausri velgju. Tom Cruise Einhverjar konur slefuðu yfir þessum krúttlega, íkornalega sæta- brauðsdreng í mittisleðurjakka í Top Gun og havaískyrtu í Coctail. En nú er kynþokki hans slefpollur einn. Ef Tom er ekki í maníukasti í sófanum hjá Opruh Winfrey er hann uppi á fæðingardeild að segja kúgaðri konu sinni að setja stút á munninn meðan hún er í fæðingar- hríðunum. Nýtt útlit. Nýtt innlit. Ný vél. Ný kjör. Ford Transit Komdu í Brimborg * heitur al!a morgna Kannaðu aðslæður. Vinnuaðstöðunni hefur verið breytt til hins betra í nýjum Transit. Reyndu nýju vélirta I Transít: 2,21 dísil Duratorq TDCi. Nytt utlit. Nýtt innlit. Ny vel. Komdu og skoðaðu nýjan og endurhannaðan Ford Transit. Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni. Tímastillanleg oiíu- miðstöð er staðalbúnaður í Transit sendibílum frá Ford - sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Vertu í hópi þeirra bestu. Veldu Ford. Transit tákn um gæði Verð frá 2.032.000 kr. án vsk*. Kynntu þér nýja og sérstaka þjónustu Atvinnubíla Ford hjá Brimborg. Bílablaðamenn 19 landa Evrópu veljax Ford Transit sendibfl ársins 2007 brimborg Öruggur stadur til a& vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimfaorg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.tord.is * Verö í auglýsingurmi er án virðisaukaskaBs. Brimborg og Ford áskílja sér réö til að breyta veröi og búnaöi án fyrirvara ogaöaukier kaupverö háö gengi. Aukabúnaöur á mynd af Transit er samlitur á stuöara og grilli, heilkoppar og þokuljós (framstuöara. Nánari upplýsingar veita söluráögjafar Brimtxxgar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.