blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT LÖGREGLA Jólaeldur í Hafnarfirði Eldur kviknaöi í aöventuljósi aö morgni jóladags í suðurbæ Hafnarfjarðar. Mikið sót myndaðist við brunann en heimilisfólk réð niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út. Talsverðar skemmdir urðu vegna sóts og reyks. SKEMMTANAHALD Skemmtiæði í Grindavík Lögreglan í Grindavík þurfti að hafa afskipti af skemmti- stað einum í Grindavík á mánudag. Ástæðan var sú að ólöglegt er að hafa skemmtistaði opna frá klukkan sex á aðfangadag til sex að morgni annan í jólum. Var staðnum því gert að loka og skemmtiþyrstum bæjarbúum vísað frá. INNBROT Talsvert brotist inn Brotist var inn í tvo söluturna í Hafnarfirði, vélsmiðju og í heima- hús í Garðabæ á jólanótt og jóladag. Lögreglan handtók tvo menn á þriðjudag og játuðu þeir brot sín. Hluta af þýfinu hefur verið komið til skila. Mennirnir brutust ekki inn í vélsmiðjuna og er það mái enn í rannsókn hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Konukot: Fimm gistu á jólanótt Fimm konur leituðu skjóls í Konukoti, gistiskýli Reykjavík- urdeildar Rauða kross Islands fyrir heimilislausar konur, á aðfangadagskvöld. Alla jafna er einungis opið þar frá klukkan sjö á kvöldin til tíu á morgnana, en yfir hátíðarnar er opið þar allan sólarhringinn. Um 30 sjálfboðaliðar hafa lagt starfsmönnum Konukots lið í desember og vel hefur gengið að manna vaktir. Hvíta-Rússland: Hóta Gazprom Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu því í gær að hugsanlega yrði skrúfað fyrir gasflutning til Evrópu, ef rússneska fyrirtækið Gazprom lokar á gasflutning til Hvíta-Rússlands vegna deilu um verð á gasi til landsins. Semashko, forsætisráðherra Hvíta-Rússlands, sagði löndin vera háð hvort öðru í gasdreif- ingu. „Við erum ekki með samning um söluna og þeir hafa ekki samning um dreif- inguna, en hún er um 22 pró- sent af útflutningi Gazproms,“ sagði Semashko á blaðamanna- fundi í gær. Hjálparsveit biður um sanngjarna samkeppni: Neistaflug í flugeldasölu ■ Keppinauturinn býst við að sér verði bjargað ■ Óttast um framtíð tekjulindar hjálparsveitarinnar Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Okkur þykir eiginlega bara leiðin- legt hvernig þetta er gert,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, varafor- maður Björgunarsveitarinnar Ár- sæls, en önnur flugeldasala er við hlið hennar í Gróubúð í Granda- garði. Það eru Alvöru - Gæðaflug- eldar, í einkaeigu Einars Ólafs- sonar og bróður hans, sem selja flugelda við hliðina á flugeldasölu björgunarsveitarinnar. Að sögn Sæunnar vonast hún til þess að sambúðin verði heiðarleg en á síðasta ári sakaði Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Einar um að villa á sér heimildir við sölu flugelda. Þar var því haldið fram að starfsfólk hans klæddist eins búningum og hjálparsveitin. Einnig sagði hann að auglýsinga- skiltin hjá Einari hefðu verið alveg eins og hjá Hjálparsveitunum. Einar hafnaði þessu alfarið á sínum tíma. „Maður gæti haldið að eins fari fyrir okkur,“ segir Sæunn en vill þó ekki vera með aðdróttanir enda ekki byrjað að selja flugelda fyrr en í dag. Aftur á móti sé staðsetn- ingin óþægileg því aka þarf fram- hjá sölu Einars til þess að komast til björgunarsveitarinnar. Hún ótt- ast að hugsanlega geti komið upp misskilningur. „Við þurftum að vera einhvers staðar þarna í hverfinu og þetta reyndist hentugasta húsnæðið," segir Einar Ólafsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Alvöru - Gæðaflug- elda. Hann segir að þeir hafi reynt að finna önnur húsnæði og leituðu til að mynda í JL húsið. Það hafi hins- vegar ekki uppfyllt þau skilyrði sem slík söluhúsnæði þurfa að gera. Fyrirtæki Einars gengur vel en í fy rra rak hann níu búðir en í ár auka þeir við sig og eru með alls þrettán sölustaði. Söíurnar eru staðsettar víðsvegar um borgina en einnig er hann með flugeldasölu í Keflavík og á Akureyri. Aðspurður hvort hann telji það siðferðislega rangt að selja flugelda og fara í samkeppni við bjögunarsveitirnar svarar hann: ,Þetta er frjáls markaður og ég hef ekki orðið var við neina óánægju.“ Sjálfur hefur Einar aldrei þurft að leita aðstoðar björgunarsveita. Hann segist ekki trúa því að menn verði fúlir vegna smásamkeppni og býst við að sér verði bjargað ef til neyðarkalls komi. Bragi Björnsson, aðstoðarskáta- höfðingi og lögmaður, segir starf björgunarsveita standa og falla með þessari fjáröflun. „Við óttumst um framtíð þessarar tekjulindar því samkeppnin skaðar okkur og mun skaða,“ segir Björn. Hann seg- ist tjá sig sem almennur borgari og telja framferði einkaaðila vera til skammar. Hann segir það ekki endilega réttu lausnina að gefa björgunar- sveitum einkaleyfi á flugeldasölu. Frekar vill hann beina þeim orðum til fólks að styðja þá sem þurfa á fénu að halda. Guðjón Bergmann heldur námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja, í síðasta sinn, dagana 5. og 6. janúar 2007. Skráning og upplýsingar á www.reyklaus.is / 6go-i8i8 SÖLU... SMÁAUGLÝSINGAR blaðiðs SMAAUGLYS1N6AR@BUD1D.NET Flatbökukveðja send með SMS: Mistök í jólakveðju Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Um 80.000 manns fengu senda jólakveðju frá Dominos í SMS-formi fram eftir kvöldi á aðfangadag. For- maður Neytendasamtakanna, Jó- hannes Gunnarsson, segir kveðjuna aðeins vera dulbúna auglýsingu og kallar eftir hertari aðgerðum gegn misnotkun persónuupplýsinga. Það sama gerir talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, sem berst fyrir einföldun reglnanna: „Nú eru við Iýði reglur sem krefjast þess af neyt- endum að þeir þurfi að skrá sig sér- staklega vilji þeir losna við áróður, tilboð og hverskyns tilkynningar í SMS-formi. Einfaldara væri hins- vegar að þeir sem vilja endilega fá slík smáskilaboð myndu skrá sig í staðinn og hinir fengju að sleppa við það.“ Baldur Baldursson, framkvæmda- stjóri Dominos, segir mistökaf hálfu Vodafone hafa orðið til þess að skila- boðin voru send eftir klukkan 14. „Ætlunin var að senda jólakveðju til viðskiptavina okkar milli klukkan 10 og 14“ Gísli Þorsteinsson, upplýsingafull- trúi Vodafone, gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem Vodafone harmar að SMS-jóIakveðjan hafi borist viðskiptavinum fyrirtækisins á aðfangadagskvöld. „Vegna álags í kerfi Vodafone fékk hluti þeirra jóla- kveðjuna um kvöldið."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.