blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 8
Augtýsingastofa Guðrúnar önnu 8 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöiö fituskert og eggjalaus gerir gcefumuninn VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Flugvél Blairs út af brautinni Flugvél British Airways með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, innan- borðs rann út af flugbrautinni við lendingu á Miami-flugvelli í Bandaríkjunum seint á þriðjudagskvöldið. Engan af 342 farþegum vélarinnar sakaði. Blair og fjölskylda hans eru nú í fríi og dvelja í húsi tónlistarmannsins Robin Gibb á Miami Beach. Erilsöm jólahelgi hjá lögreglunni á Akureyri: Fimm þjófar í gæsluvarðhald ■ Stálu snjóbrettum ■ Menn gengu á bílum ■ Eldur í handþurrku Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Sex einstaklingar gistu fanga- geymslur lögreglunnar á Akur- eyri eftir jólahelgina og er búið að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir fimm mönnum. Helgin var eril- söm hjá lögreglunni á Akureyri og einkenndist af ölvunarlátum, skemmdarverkum, innbrotum og eldsvoða. Mennirnir sem sýslumaður- inn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir eru grunaðir um að hafa brotist inn í tvö fyrirtæki um helgina. Farið var inn í verslun aðfaranótt jóladags og stolið snjó- brettum og bún- aði þeim tengdum. Afturvarfarið inní sömu verslun á jóladag og svip- uðum hlutum stolið. Hluti af þýf- inu fannst í fórum mannanna. Einnig var brotist inn í veit- ingahús og áfengi stolið ásamt afgreiðslukassa og peningum. Lög- reglan grunar sömu menn. Tveir menn voru síðan hand- teknir aðfaranótt miðviku- dags. Þeir eru grunaðir um að hafa gengið á fjórum bílum, velt sér á þeim, rispað og beyglað þá. Ekki er vitað hvað þeim gekk til en gangstétt- irnar á Akureyri munu vera til fyrirmy ndar og því undar- legt tiltæki ef satt reynist samkvæmt varðstjóra. Þá kviknaði í skemmtistaðnum Amor í miðbæ Akureyrar. Eldurinn blossaði upp snemma morguns eftir lokun. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá handþurrku. Eldinum tókst ekki að læsa sig í innanstokksmuni en nokkrar skemmdir urðu vegna reyks og sóts. Miðvikudagsmorguninn var tíð- indalaus og virðist sem fólk hafi ró- ast verulega. Aðspurður segir lög- regluvarðstjóri alla þá handteknu vera heimamenn. Mikill erill hjá lögreglunni Jólahelgin á Akureyri einkennd ist af innbrotum, skemmdar- verkum og eldsvoða. Jeppadekkin frá Radíal-dekk, Sidebiters® til varnar og bætir grip • Gróft snjómynstur • Sterkar 3ja laga hliðar • 6 laga sóli, sérlega sterkur • Nákvæm framleiðsla • Langur endingartími Istandast mjög vel mál, I Leggjast einstaklega Ivel við úrhleypingu, |Mjög hljóðlát. 38x1 5,5R1 5 Vinsælustu 38” dekkin á markaðnum í dag Fjallasport •4x4 specialist■ Viöarhöfða 6 - Sími 577 4444 Skilríkjafölsun: Klárlega lögbrot „Ef eitthvað er til í þessu er náttúr- lega um klárt lögbrot að ræða. Með það í huga er lögreglan að skoða þetta mál,“ segir Kristján Ól. Guðna- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði. Nýverið fjallaði Blaðið um hversu auð- ,____ velt er fyrir ungmenni að nálgast fölsuð skil- ríki. Þar kom meðal annars fram fram- burður Ólafs Nils Sigurðssonar athafna- manns um meinta skilríkjafölsun hans hér á landi. Eftir um- fjöllunina dró hann til baka framburð ■ Blaðið 23. jsiÉiÍJp0|jf|/£ desember sl. Tekiö af heimasíðu nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands: „Ég get gert fölsuð skilríki fyrir ykkur stelpur .. kostar 6.500 en er 100% raunverulegt." ÓlafurNils Sigurðsson :SS s®Wu þrettán ára “ren9 fölsuð skilríki _™ um á nan,W y—— — u . I bendingin gæti orðiÖ hiirn sinn á heima- síðu sinni og segir þetta allt hafa verið grín. Engu að síður hyggst lögreglan kanna málið, einkum í ljósi þess að sami aðili hafi boðið fram umræddaþjón- ustuávefsvæði nemendafélags.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.