blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT LÖGREGLAN Ók undir áhrifum lyfja Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann grun- aðan um að aka undir áhrifum lyfja. Lögreglan á Selfossi var svo kölluð til þegar bíll lenti út af vegi í Rangárvallasýslu á aðfangadagskvöld. Sprakk á öllum fjórum hjólum bílsins. VERSLUN LÖGREGLA Nakinn í miðbænum Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á öðrum í jólum. Ástæðan var sú að hann var að spóka sig um götur bæjar- ins nakinn. Gott veður var á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin en ekki er talið að blíðan ein hafi orðið til þess að maður- inn fækkaði fötum. Honum var sleppt, fullklæddum. Margir að skipta jólagjöfum Töluverður erill var í verslunarmiðstöðvum höfuðborgarinnar í gær þar sem fjöldi fólks var að skipta jólagjöfum. Sumar verslanir voru þó enn lokaðar vegna vörutalningar. Utsölur hefjast formlega í Kringlunni og í Smáralind í byrjun janúar, en í IKEA og fleiri versl- unum hófust þær í gær og standa fram til loka næsta mánaðar. Straumur Burðarás: Jón Ásgeir úr stjórn bankans Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hafa sagt sig úr stjórn Straums Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. samkvæmt tilkynningu sem send var Kauphöllinni í gær. FL Group seldi 22,6 prósent af um 26 prósenta eignarhlut sínum sínum í Straumi Burðarási um miðjan desembermánuð til innlendra og erlendra fjárfesta með Finn Ingólfsson í broddi fylkingar. Var kaupverðið um 42 milljarðar. Fídel Kastró: Ekki með krabbamein José Luis Garcia Sabrido, spænskur skurðlæknir, sagði á fréttamannafundi í gær að Fídel Kastró, forseti Kúbu, væri ekki með krabbamein og að hann væri að ná sér effir aðgerð sem var framkvæmd i sumar. Sabrido sagði Kastró hafa verið með meltingartruflanir, en bandarísk stjórnvöld hafa haldið því statt og stöðugt fram að forset- inn þjáist af ólæknandi krabba- meini. Þá sagði hann að bati Kastrós væri slíkur að hann ætti að geta tekið við stjórnartaum- unum áður en langt um líður. Nýjar lóðir Reykjavíkur við Úlfarsfell eftir áramót: Meirihluti borgarinnar lofaði út í loftið ■ Veriö aö semja reglur um úthlutun ■ Lóðirnar ekki boönar upp ■ Umhugsunarefni fyrir kjósendur Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við gáfum það út að úthlutun nýrra lóða færi fram öðrum hvorum megin við áramótin. Við erum að undirbúa það og finna leiðir til að koma í veg fyrir að lóðirnar fari í brask. Við viljum tryggja að þær komist í hendur þeirra sem vilja eiga heima í Reykjavík,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri Reykjavíkur. Hann segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir fjögur hundruð lóðum á Úlf- arsárdalssvæðinu en þeim fækki við breytingar sem gerðar voru á skipulaginu. Dagur B. Eggertsson, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar, segist hafa óskað eftir upplýsingum um lóða- úthlutanir borgar- innar en að öll svör hafi verið loðin hingað til. „Við viljum gæta málefnalegra sjónarmiða og jafnræðis við úthlut- anir. Að fá svör um þessi mál er eins og að elta sápu í baði,“ segir Dagur. Fara ekki á uppboð Aðspurður leggur Vilhjálmur á það áherslu að ekki verði braskað með lóðirnar og að breytingar á skipulagi hafi tafið fyrir úthlut- unum. Hann segir þær til þess fallnar að mæta aukinni eftirspurn eftir sérbýlislóðum. „Við erum að fjölga sérbýlislóðum á svæðinu enda er fólk mest að sækjast eftir slíkum lóðum. Það verður fast verð á lóð- unum og þær fara ekki á uppboð. Ég get ekki gefið upp núna hvert verðið verður en það verður töluvert lægra en hæstu verð sem mennhafa verið að bjóða, Að fá svör um þessimáler eins og að elta sápuíbaði Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúl Samfylkingarinnar Úthlutun tafist Breytingar á skipulagi hafa tafið fyrir úthlutun á nýjum lóðum Reykjavik- urborgar 1 Úlfarsárlandinu. Sérbýlislóðum verður fjölgað en minnihluti borgarstjórnar er ósáttur við loðin svör. Lóðirnar fari til þeirra sem vilja eiga heima í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir Vilhjálmur. „í okkar skil- málum viljum við tryggja það að fólk sem vill búa í Reykjavík fái þessar lóðir. Verið er að vinna reglur sem tryggja það eins og kostur er.“ Umhugsunarefni fyrir kjósendur Dagur bendir á að lóðaúthlutanir borgarinnar séu eitt af mörgum kosningaloforðumSjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir síðustu kosningar sem ekki hafi verið staðið við. Hann segir flokkana hafa lofað út í loftið og undrast hvers vegna lítið hafi bólað á áframhaldandi skipulags- vinnu með sérbýlislóðir frá síðasta kjörtímabili. „Á síðasta tímabili voru í undir- búningi þrjú hundruð sérbýlislóðir víða um borgina sem áttu að koma til framkvæmda nú á haustmán- uðum. Lítið hefur bólað á áfram- haldandi vinnu með þær lóðir,“ segir Dagur. „Á kosningavetri hlýtur það að vera umhugsunar- efni fyrir kjósendur þegar flokkar trekkja upp kosningapakka og eru svo fyrstir manna til að hlaupa í skjól eftir kosningar. Þeir höfðu stór orð um framkvæmdir og lóða- úthlutanir en lítið hefur gerst.“ - ........................ * i Atvinnuauglýsing Lager / Útkeyrsla Vantar kurteisan og lipran starfsmann í lager og útkeyrslustarf. Góð laun fyrir réttan aðila. Sölustarf Fjölbreytt og Skemmtilegt starf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölustörfum og hafa góða framkomu. Góð laun. Umsóknir sendist á filter@filter.is ^ÖllfrjgÉÍ -hreinlega sterkari Tímaritið ísafold velur íslending ársins: Ásta Lovísa varð fyrir valinu Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir var í gær kjörin íslendingur árs- ins af tímaritinu Isafold, en hún er ung, þriggja barna móðir sem glímir við krabbamein. „Það eru tvær meginástæður fyrir því að hún var valin af rit- stjórn ísafoldar. I fyrsta lagi af því að hún gefur fólki innsýn í þessa erfiðu baráttu á blogginu sínu þar sem hún lýsir bæði erf- iðleikum sinum og bjartsýni, og í öðru lagi af því að hún er bloggari ársins og verðugur fulltrúi sívax- andi hóps bloggara,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri ísafoidar. Valið var kynnt í Iðusölum í gær klukkan 17. Meðal verðlauna sem Ásta Lovísa hlaut voru ferð með börnunum og fylgdarmanni til Tenerife frá Sumarferðum, heilsuræktarstöðvar Iceland Spa 250.000 króna farareyrir og kort í and Fitness. Reynir Trausta- son Ritstjóri Isafoldar valdi Islending ársins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.