blaðið - 13.02.2007, Síða 17

blaðið - 13.02.2007, Síða 17
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 25 Fagur og undarlegur tónlistarbræðingur Latíndiskur Tómasar R. Einars- sonar, Romm Tomm Tomm, sem kom út síðastliðið haust, hlaut afar lofsamlega dóma hjá þekktasta vef- tímariti latíntónlistarinnar, Desc- arga.com, í síðustu viku. Ritstjórn- in mælir sérstaklega með disknum og Peter Watrous, sem skrifar reglu- lega um djass og latíntónlist í New York Times, segir í dómi sínum: „Hér er á ferðinni fagur og undarleg- ur tónlistarbræðingur, sprottinn af kúbverskum áhrifum. (Tómas R.) Einarsson, íslenskur bassaleikari (sem kann svo sannarlega á hljóð- færið; hlustið á Söknuð) setti sam- an hljómsveit með kúbverskum og íslenskum hljóðfæraleikurum og í tónlist hans er mörgu ólíku stefnt saman; gítarhljómur sjötta ára- tugarins blandast mambóriffum kraftmikilla blásara og fjörugra slagverksmanna. Þarna er líka að finna skífuskank (í bland við gít- ar og tres-gítar) og tónlistin er á einhvern undarlegan hátt gömul og ný í senn. Þetta er tónlist full af gleði en víðsfjarri heimskulegum formúlum, glaðbeitt án þess að vera klisjutónlist ætluð ferðamönn- um - eitt lagið heitir „Jörfagleði“, annað „Eineygði kötturinn". Ó, lát- ið ímyndunaraflið vinna allar orr- ustur, látið frumlega hugsun kasta þeim húmorslausu á haugana. Þessi geisladiskur er á skrattans geisla- spilaranum öllum stundum og fær mín allra bestu meðmæli.“ Samið hefur verið um dreifingu á disknum í Japan og í Danmörku. Fyrri latíndiskar hans, Kúbanska og Havana, hafa notið mikillar hylli hérlendis og hafa þessir þrír diskar nú selst samanlagt í sjö þúsund ein- tökum. Tómas R. Einarsson „Þessi geisladiskur er á skrattans geislaspilaranum öllum stund■ um og fær min allra bestu meðmælisegir i gagnrýni um latínudisk hans, Romm, Tomm Tomm. Köld slóð með enskum texta Hafnar hafa verið sýningar á kvikmyndinni Köld slóð með enskum texta í Regnboganum. Nú gefst nýbúum og erlendum gestum færi á að sjá þessa (s- lensku spennumynd sem fengið hefur frábærar viðtökur. Tölu- vert hefur verið eftir því spurt hvort myndin verði sýnd með enskum texta og virðist sem sá mikli fjöldi fólks af erlendu bergi sem hér býr vilji fá tækifæri til að fylgjast með því sem hér ger- ist þótt íslenskan sé ekki alveg komin. Köld slóð hefur verið sýnd í rúman mánuð og áhorfendur eru þegar orðnir tæplega 17.000 sem gerir hana að best sóttu ís- lensku kvikmyndinni frá 2004 að Mýrinni undanskilinni. Köld slóð er jafnframt sýnd í Smárabíói og úti á landi. Menning og fötlun Föstudaginn 16. febrúar kl. 12.00-13.00 flytja Auður Ólafs- dóttir rithöfundur og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, erindi á vegum Rannsóknaseturs í fötlunar- fræðum. Fyrirlestrarnir verða í Norræna húsinu og eru öllum opnir. Hinn frábrugðni verðurtil heitir fyrirlestur Auðar en þar fjallar hún um sköpun og þýðingu fóta- lausra og mállausra ofurhetja í skáldsögum sínum Upphækkuð jörð og Rigning i nóvember. Byggt verður á broti úr texta bókanna. Ég er ekki líkami minn heitir fyrirlestur Ingólfs Margeirssonar en hann fjallar um hinn huglæga þátt fötlunar; hugann, daglega menningu, sjálfstæði og þrá öryrkja eftir því að taka þátt í daglegri menningu auk þess sem hann fjallar um mikilvægi menningar og menntunar í lífi öryrkja. Fyrirlestrarnir eru hluti fyrir- lestraraðar sem haldin verður í febrúar, mars og maí 2007 á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum og er hluti af menningarhátíð fatlaðra; List án landamæra. Tilbúinn fyrir útivistarfólkið! Suzuki Swift 4x4 Verð 1.799 þús. Afborgun á mánuði* kr. 19.676 $ SUZUKI ...er lífsstíll! Hugtok. Jan 07)

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.